Í gær unnu Everton frábærann sigur á Liverpool 1-0 þar sem hinn 19 ára gamli Dan Gosling skoraði í seinni hálfleik framlengingar. Þar sem staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma þurfti framlengingu og var það enginn annar en Andy Van Der Meyde sem átti fyrirgjöfina og var þetta alveg frábært mark hjá Gosling þar sem hann tók boltann niðu, var með 4 Liverpoolmenn í kringum sig en náði samt skoti á mark og það stöngin inn! Frábært hjá drengnum sem á bara eftir að vaxa. Einnig átti Jack Rodwell flottann leik eftir að hafa komið inná í seinni hálfleik ásamt Gosling og sá gutti er bara 17 ára gamall svo að framtíðin er bara björt hjá þeim tveim.
Ég fann þessa skemmtilegu mynd af Jagielka sem mér fannst mjög táknræn þar sem Jagilka var bókstaflega með Torres gjörsamlega í vasanum allann leikinn og leit Torres út eins hann væri nýr í sportinu. Ef Capello velur ekki Jagilka í næsta enska landsliðhóp þá er eithvað meira en lítið að manninum. Jagielka hefur verið hreint frábær á leiktíðinni og hefur bara vaxið, Lescott er búinn að finna sitt besta form aftur og eru þeir tveir eitt sterkasta miðvarðarpar á englandi. Einnig hafa bakverðirnir staðið sig frábærlega þar sem Baines hefur verið gríðarlega duglegur að fara upp kanntinn og krossa boltanum mjög vel inní teyginn, einnig hefur Hibbert komið manni einna mest á óvart en eftir að hann kom úr meiðslunum hefur hann verið frábær vernarlega og er hann farinn að geta krossað líka og held ég að Everton sé eina liðið í deildinni sem getur státað af því að vera með öftustu línuna bara með enska leikmenn.
Aterta var mjög rólegur framanaf í leiknum en eftir að Fellaini var tekinn útaf og Rodwell kom inná þá færði Arteta sig aðeins framar á völlinn og Rodwell kom fyrir aftan hann og spilaði Arteta eins og kóngur á miðjunni og var hreint frábær í að dreifa spilinu fyrir liði og var að koma með fullt af frábærum sendingum.
Núna erum við búnir með mjög erfiðan kafla þar sem við erum búnir að keppa 2 við Liverpool á Anfield, Arsenal heima og allir þrír jafntefli og var grátlegt að ná bara jafntefli gegn Arsenal. Einn tapleikur gegn Man Utd á Old Trafford en svo þessi frábæri sigurleikur. Næstu leikir verða allt leikir sem ég tel að liðið eigi að vinna og mun ráðast úr næstu leikjum hvort liðið hafi séns á að ýta á 4-5 sætið í deildinni.
Áfram Everton.
Comments are closed.