Jæja nú er komið að því, tækifæri til að komast í 16 liða úrslitin í UEFA bikarnum. Ég ætla að telja hér upp smá tölfræði úr Evrópuleikjum Everton.
Brann er annað norska liðið sem að spilar á Goodison í Evrópukeppni. Hitt var Valeranga sem spilaði við Everton í Fairs-keppninni tímabilið 1964/65. Everton vann samanlagt 9-4.
Einungis tveir Everton leikmenn hafa skorað þrennu í Evrópukeppni en það voru Alan Ball á móti Keflavík í september 1970 og hinn var Andy Gray á móti Fortuna Sittard í mars 1985.
Ef Victor Anichebe skorar í kvöld verður hann fyrsti leikmaður Everton sem að skorar í fimm leikjum á sama tímabili í Evrópukeppni. Eingöngu Duncan Ferguson og Adriean Heath hafa skorað fleiri mörk en Anichebe í Evrópukeppni, en þeir hafa skorað 8 en Anichebe 7.
Aðeins tveir leikmenn Everton hafa verið með í öllum Evrópuleikjunum á þessu tímabili. Það eru Joleon Lescott (hefur byrjað inná í öllum) og Victor Anichebe (byrjað einu sinni inná og verið varamaður í 6).
Ekkert hefur verið gefið út um byrjunarlið þannig að ég hvet menn til að commentera hér að neðan og spá í spilinn. Einnig vil ég benda mönnum á sem ekki eru með sýn (ef þeir þá sýna leikinn) að hægt er að horfa á hann á evertontv í beinni.
Að öðru skemmtilegu, þá lýsti sir Paul McCartney því yfir í útvarpsviðtali um daginn að hann væri stuðningsmaður Everton. Hann sagði að faðir sinn hefði verið fæddur í Everton hverfinu.
Comments are closed.