Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Leikurinn í kvöld - Everton.is

Leikurinn í kvöld

Jæja nú er komið að því, tækifæri til að komast í 16 liða úrslitin í UEFA bikarnum. Ég ætla að telja hér upp smá tölfræði úr Evrópuleikjum Everton.

Brann er annað norska liðið sem að spilar á Goodison í Evrópukeppni. Hitt var Valeranga sem spilaði við Everton í Fairs-keppninni tímabilið 1964/65. Everton vann samanlagt 9-4.

Einungis tveir Everton leikmenn hafa skorað þrennu í Evrópukeppni en það voru Alan Ball á móti Keflavík í september 1970 og hinn var Andy Gray á móti Fortuna Sittard í mars 1985.

Ef Victor Anichebe skorar í kvöld verður hann fyrsti leikmaður Everton sem að skorar í fimm leikjum á sama tímabili í Evrópukeppni. Eingöngu Duncan Ferguson og Adriean Heath hafa skorað fleiri mörk en Anichebe í Evrópukeppni, en þeir hafa skorað 8 en Anichebe 7.

Aðeins tveir leikmenn Everton hafa verið með í öllum Evrópuleikjunum á þessu tímabili. Það eru Joleon Lescott (hefur byrjað inná í öllum) og Victor Anichebe (byrjað einu sinni inná og verið varamaður í 6).

Ekkert hefur verið gefið út um byrjunarlið þannig að ég hvet menn til að commentera hér að neðan og spá í spilinn. Einnig vil ég benda mönnum á sem ekki eru með sýn (ef þeir þá sýna leikinn) að hægt er að horfa á hann á evertontv í beinni.

spmAð öðru skemmtilegu, þá lýsti sir Paul McCartney því yfir í útvarpsviðtali um daginn að hann væri stuðningsmaður Everton. Hann sagði að faðir sinn hefði verið fæddur í Everton hverfinu.

Comments are closed.