Íslendingaferð – uppfært

Mynd: Everton FC.

Uppfært 30. okt: Þessi ferð fellur því miður niður vegna ónægrar þátttöku. Það var greinilegt að fólki leist ekki nógu vel á að taka mánudagsleik með tilheyrandi röskun á ferðaplani þannig að við reynum bara aftur eftir áramót og biðjumst við velvirðingar á þessu.

 

Eins og fram hefur komið var leikurinn okkar færður til og því breytast ferðaplönin aðeins. Þar sem Everton leikurinn er nú settur á mánudagskvöld þá komum við til með að fljúga út á laugardegi í stað föstudags og til baka degi síðar, í báðum tilfellum frá London (í stað Manchester, sem áður var auglýst). Við tökum lestina saman frá London til Liverpool og aftur til baka í lok ferðar en lestarstöðin er ekki langt frá hótelinu í Liverpool. Lausleg athugun í dag sýndi til dæmis að ódýrustu miðarnir hjá Virgin Rail frá Liverpool Lime Street lestarstöðinni eru á 20 pund eða um 3.900.- kr. á ákveðnum tímum ef pantað er fyrirfram.

Áhugasamir um ferðina hafið endilega samband eða leggið inn komment hér að neðan.

Athygli skal vakin á því að þetta er eina tækifærið á skipulagðri ferð á þessu dagatalsári. Minnum líka á að bæði er takmarkaður sætafjöldi og takmarkaður tími til stefnu. Smáatriðin varðandi ferðina eru eftirfarandi:

Flug: Um er að ræða beint flug til og frá London með Icelandair. Flogið verður út til London Heathrow (FI450) kl. 08:30 að morgni þann 5. desember 2015 (sem er laugardagur, en ekki föstudagur eins og áður var auglýst) og flogið heim aftur frá London Heathrow (FI455) kl. 20:35 þann 8. desember 2015 (þriðjudagur).

Gisting: Þrjár nætur á Jury’s Inn hótelinu í Liverpool (sjá á Google Maps), sem ætti okkur að vera að góðu kunnugt. Gisting og morgunmatur eru innifalin í verði en gera má ráð fyrir að tveir deili saman herbergi. Klúbburinn aðstoðar staka herbergisfélaga að sameinast um herbergi ef þess er óskað en að sjálfsögðu er einnig er hægt vera stakur/stök í herbergi (en þá er greitt aukalega).

Leikdagur: Leikurinn er settur á mánudag þann 8. desember 2015 kl. 20:00 (ath: breyttan tíma).

Verð: Heildarverð fyrir þennan pakka er 99.500.- kr. (óbreytt verð) og er innifalið í því beint flug til og frá London, gisting í þrjár nætur á hóteli (plús morgunmatur) og miði á Everton leikinn. Ath: Ef óskað er þess að hafa engan herbergisfélaga kostar ferðin 129.500.- kr. Lestin til og frá London er ekki innifalin í því verði.

Staðfesting: Ferðaskrifstofan Vita Sport sjá um bókanir í síma 570-4472 eða á tonsport@vita.is. Pöntun telst svo staðfest við greiðslu 40.000.- kr. staðfestingargjalds.

Skráningarfrestur: Skráningu lýkur eftir örfáa daga (þegar Vita Sport lokar í lok fimmtudags, 29. október) en athugið að það er takmarkað sætaframboð í þessa ferð þannig að ekki bíða með að panta. Látið okkur vita ef þið eruð að hugsa um að fara en eruð ekki búin að ákveða.

2 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Er einhver tími í London annað hvort í upphafi eða í lok ferðar?

  2. halli skrifar:

    Sæll Ingvar ég sè fyrir mér þann möguleika ađ fara snemma á þriđjudeginum frá Liverpool og viđ eigum mætingu í flug kl 18 lestin er rúmlega 2 tíma frá Liverpool til London þannig að þar ætti ađ skapast töluverður tími. Eins væri hægt að taka kvöldlest á laugardeginum upp til Liverpool