Everton – Sunderland 3-0

Mynd: Everton FC.

Everton og B-deildarliðið Sunderland áttust við í deildarbikarnum í kvöld og fór Everton með sigur af hólmi, lokastaðan 3-0 sem hefði hæglega getað verið stærri. Ritari var fjarverandi vegna vinnu en Georg tók að sér að skrifa leikskýrsluna. Við þökkum honum kærlega fyrir og gefum orðið:

Everton mætti Sunderland á Goodison Park í deildarbikarnum í kvöld.

Byrjunarlið Everton í leiknum var: Stekelenburg, Holgate, Keane, Williams, Jonjoe Kenny, Besic, Davies, Klaassen, Calvert-Lewin, Vlasic og Sandro.

Bekkurinn: Robles, Lennon, Martina, Gana, Gylfi, Niasse og Lookman.

Leikurinn var því miður ekki sýndur neinstaðar svo að ritari þessa leiks (Georg) lét duga að taka út það allra helsta sem gerðist í leiknum.

Eftir að Everton hafi herjað mikið á Sunderland í fyrri hálfleik þá var það á 39. mínútu sem að þeir náðu loksins að setja boltann í netið. Vlasic og Klaaseen áttu flott uppspil sem endaði með sendingu á Calvert-Lewin sem gerði vel umkringdur Sunderland mönnum, tók við boltanum, færði hann á hægri löppina og setti í hægra hornið framhjá Steele í markinu. Vel gert hjá Calvert-Lewin sem var listaður sem einn af 25 bestu ungu leikmönnum heims af ítalska blaðinu Tuttosport. Staðan því 1-0 fyrir Everton.

Sandro átti einnig mjög flott skot í þeim fyrri þegar hann tók skot af 25m færi sem fór naumlega framhjá markinu.

Sunderland átti í miklum erfiðleikum með hraða og ákveðni Vlasic og Calvert-Lewin í fyrri háleik. Hefur Sunderland vörnin þurft að hafa mikið fyrir þeim tveimur.

Af tölfræði fyrri hálfleiks að dæma þá voru Everton töluvert sterkari aðilinn. Everton var 56% með boltann í þeim fyrri á móti 44% hjá Sunderland og Everton átti fjögur horn á móti engu frá Sunderland. Everton átti einnig 6 skot í fyrri hálfleik á móti 1 hjá Sunderland.

Everton byrjaði heldur betur af krafti í þeim seinni. Það var strax á 52. mínútu sem Everton tvöfaldaði forystu sína í leiknum. Þar var Calvert-Lewin aftur að verki. Sandro var nýbúinn að misnota aukapsyrnu og gerði vel að skila sér til baka, vann boltann aftur, sendi á Calvert-Lewin sem gerði vel og setti boltann upp í vinstra hornið. Staðan því 2-0 fyrir Everton.

Calvert-Lewin var svo hársbreidd frá því að setja þrennu á 59. mínútu þegar Klaaseen átti flotta fyrirgjöf af hægri vængnum sem fór beint á kollinn á Calvert-Lewin sem skallaði hann í stöngina. Grátlega nálægt þrennunni. Þvílíkur leikur sem drengurinn var búinn að eiga.

Stórtíðindi urðu svo þegar Oumar Niasse kom inn á 66. mínútu fyrir Calvert-Lewin. Niasse fékk svakaleg viðbrögð frá áhorfendum sem kunna greinilega að meta hvernig hann hefur tekið á sínum málum síðustu mánuði. En það ættu allir að þekkja sögu Niasse. Koeman setti hann algjörlega út í kuldann í fyrra, lét hann alfarið æfa með varaliðinu. Niasse sagði aldrei neitt við þessu og var ekki með nein leiðindi við fjölmiðla. Var lánaður til Hull í fyrra og þótti gera nokkuð vel þar ásamt því að vera duglegur að skora fyrir U-23 hjá Everton. Koeman sagði svo í viðtali um daginn að Niasse væri farinn að æfa aftur með aðalliðinu enda hafi Everton ekki náð að kaupa framherja og því allt í einu pláss fyrir Niasse í hópnum.

Lookman kom svo inn á fyrir Sandro á 73. mínútu. Lookman var fljótur að láta til sín taka, hann var næstum búinn að skora einungis nokkrum sekúndum eftir að hann kom inn á. En hann átti flott skot eftir góðan undirbúning frá Vlasic og Kenny en Steele í markinu varði vel frá Lookman. Lookman náði reyndar frákastinu og skot að marki en aftur varði Steele frá honum.

Aaron Lennon kom svo inn á fyrir Vlasic á 81. mínútu leiksins. Áhorfendur ánægðir með Vlasic í dag enda átti hann klárlega sinn besta leik í Everton treyjunni.

Oumar Niasse ákvað svo að þakka Koeman kærlega fyrir tækifærið með því að skora mark á 83. mínútu. Menn segja að önnur eins fagnaðarlæti í áhorfendum hafi ekki heyrst lengi lengi. Markið kom upp úr því að Tom Davies lyfti boltanum skemmtilega í hlaup hjá Niasse sem skaust á milli miðvarða Sunderland, tók boltann á kassann og skilaði honum svo upp í hægra hornið á markinu. Staðan því 3-0.

Og þannig lauk leiknum. Sannfærandi þriggja marka sigur og hefðu mörkin hæglega geta verið ennþá fleiri.

Nú er að byggja ofan á góð úrslit og fara með þennan sigur inn í deildina og fara safna stigum þar. Næsti leikur er í deildinni á Goodison Park kl 14:00 á laugardag gegn Bournemouth.

32 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    vona að við töpum ekki með meira en tveimur mörkum. McGeady hlýtur að skora, hann er svo góður Finnur, er þakki 🙂

  2. Georg skrifar:

    Byrjunarliðið er klárt:
    Stekelenburg, Keane, Williams, JonJoe Kenny, Holgate, Besic, Davies, Klaasse, Calvert-Lewin, Vlasic og Sandro.
    Bekkurinn: Robles, Lennon, Martina, Gana, Gylfi, Niasse og Lookman.

    Nokkrir að fá séns í dag. Margir kallað eftir að fá Kenny í liðið. Niasse er kominn á bekkinn, væri gaman að sjá hann koma inn á og skora. Lookman hefði ég vilja sjá í byrjunarliðinu.

  3. Diddi skrifar:

    Sýnist á uppstillingunni að Kenny leiki sem vinsti bak. Hefði verið betra fyrir hann að byrja í sinni stöðu sem er hægri bak. Skiptir ekki máli með Holgate, hann er hvort sem er ekki hægri bak og verður það aldrei að mínu mati

  4. þorri skrifar:

    sælir félagar veit einhver hvar maður getur séð leikinn

  5. Ari S skrifar:

    2-0 50. min

  6. Ari S skrifar:

    Calvert-Lewein með annað mark sitt og staðan 2-0. Átti síðan fastann skalla í stöng eftir glæsilega sendingu frá Davy Klaassen.

  7. Ari S skrifar:

    Hvernig lýst mönnum á að Everton fái Edison Cavani í janúar? Hann er með fáránlega gott skoring record. 217 mörk í 377 leikjummeð sínum félagsliðum. Danubiio, Palermo, Napoli og OSG.

    Svo var Lookman að komast í hættulegt færi eftir flott sendingu frá Kenny. Held það hafi farið í stöngina… þetta sé ég á sky sport news

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Mér líst meira en vel á það, væri algjör snilld en því miður eru meiri líkur á að svín fari að fljúga en að Cavani komi til Everton.

      • Ari S skrifar:

        Það var talað um það í fjölmiðlum í gær að hann væri að fara frá þeim og Everton og Chelsea væru á eftir honum… og það var vegna þess að Neymar er kominn þangað og HANN hefur farið fram á að Cavani verði seldur. Eins og það að hann er 30 ára gamall og gæti vel hugnast að koma til okkar þar sem mikil uppbygging á sér stað hjá liðinu og að ég tali nú ekki um völlinn sem að mér skilst kemur eftir þrjú ár. Þessi þrjú ár gætu veirð fín fyrir Cavani. Ingvar það eru engar líkur á því að svín fljúgi.

  8. Ari S skrifar:

    … Átti að sjálfsögðu að vera PSG… en Neymar hefur farið fram á sölu……. á Edison Cavani frá félaginu samkvæmt slúðurfréttum vegna riflidis yfir því hver ætti að taka vítaspyrnu í leik þeirra síðasta Sunnudag.

  9. Ari S skrifar:

    þjúúúúúú núlllll OUMAR NIASSE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  10. Georg skrifar:

    Þar sem ég veit að Finnur er sofandi þar sem hann er staddur hinu megin á hnettinum. Þá ætla ég að skella inn skýrslunni hér inn í comment þangað til að hann setur hana á síðuna:

    [Innskot ritara: Skýrslan komin inn (sjá hér að ofan)]

  11. Halli skrifar:

    Svo fàum viđ Chelsea à ùtivelli ì næstu umferđ

  12. Diddi skrifar:

    Við Unnum !!!!!!!

  13. Georg skrifar:

    Hér eru mörkin fyrir þá sem vilja sjá. Ekki spes gæði en sleppur: https://youtu.be/3L-y_CT-97Q

  14. RobertE skrifar:

    Æj nenni ekki Chelsea í næstu umferð bikarsins. Yrði nú gaman að fá dollu í hús, held að Chelsea komi í veg fyrir það, þá bara að taka FA cup.

    • Diddi skrifar:

      Er Chelsea ekki í FACup ??? Það þarf að vinna þá líka til að vinna dollu ?

    • Ari S skrifar:

      Þetta er bara minnimáttarkend, ekkert flókið. Miklu skemmtilegra að vinna þau sterku.

      kær kveðja, Ari.

  15. Gunni DR skrifar:

    Rétt Diddi, og það skiftir engu máli hvenær.

  16. Gunni DR skrifar:

    Reyndar best að ljúka því skítverki af sem fyrst!!

  17. Diddi skrifar:

    Það er furðulegt hvernig Koeman hefur höndlað Niasse frá því hann tók við liðinu. Niasse var eiginlega ekkert búinn að sýna sig þegar Koeman ákvað að hann fengi ekki númer og yrði ekkert með liðinu. Þetta er svo sem ekkert nýtt að þjálfarar taki asnalegar ákvarðanir (stundum að því er virðist til að hneyksla aðra) sem enginn annar skilur og virðist ekkert hafa með knattspyrnu að gera. Mitt mat er að hann ætti að skammast sín fyrir framkomuna og bjóða Niasse í mat á aðfangadag til að bæta fyrir þetta. Vona bara að Niasse skori þrjátíu mörk í vetur 🙂

    • Ari S skrifar:

      Koeman hefur ekki mikið veriða ð hneyksla aðra finnst mér.

      Niasse hefur hagað sér frábærlega og á heiður skilinn fyrir eljuna og dugnaðinn við að æfa og standa sig vel. Ekki spurning hann á að fá áframhaldandi séns með liðinu, hann á það svo sannarlega skilið. Mér er sama hvort að Koeman skammist sín (hann má það fyrir mér) eða ekki en Niasse er búinn að sýna Koeman að sá síðarnefndi tók ranga ákvörðun í fyrra þegar sá fyrrnefndi fékk ekki að æfa með aðalliðinu.

      Ekki spurning, matur á aðfangadag.

  18. Elvar Örn skrifar:

    Niasse að bjarga Everton í dag. Ekki spurnig að hann byrjar næsta leik. Já og Jonjoe Kenny á að byrja líka, Martina var samt fínn. Verð að skrifa þetta hér þar sem það er ekki kominn þráður fyrir leik dagsins, Finnur með allt niðrum sig 🙂 Já ok ok ég veit að hann er að leika sér í Asíu eða álíka.
    Þvílík frammistaða hjá Niasse gegn Bornmouth í dag, það varð allt brjálað á Goodison þegar hann skoraði mark nr 2. Go Everton.

  19. Eiríkur skrifar:

    Oumar Niasse 🙂 🙂 🙂

  20. Gunni D skrifar:

    Það voru margir sem drulluðu yfir kaupin á Niasse á sínum tíma ef ég man rétt.Kannski var ég einn af þeim!