Greiðslugjafir og næsta Íslendingaferð

Mynd: Everton FC.

Stjórnin hittist á dögunum til að ræða ýmis mál varðandi klúbbinn, þar með talið greiðslugjafir til félagsmanna (sem greiddu árgjaldið) en lögð verður inn pöntun á allra næstu dögum. Ef einhver á eftir að borga árgjaldið er núna síðasti séns ef þið viljið fá greiðslugjöf. Árgjaldið er 3000 krónur (sem leggst inn á reikning númer 331-26-124, kennitala 5110120660) en frítt er fyrir félagsmenn 18 ára og yngri.

Rétt er einnig að minna á Íslendingaferðina að sjá Everton mæta Burnley í apríl en það eru aðeins þrjú sæti laus eins og er. Einn að auki hefur í huga að skella sér, ef einhver stakur er til í að deila með sér herbergi. Allar nánari upplýsingar um ferðina er að finna hér.

2 Athugasemdir

 1. Eiríkur skrifar:

  Er þetta það sem dregur okkur á Goodison næsta haust? 🙂
  https://twitter.com/tundekay2003/status/840081111577378817/photo/1?ref_src=twsrc%5Etfw

 2. Helgi Hlynur skrifar:

  Hvernig skrái ég strákinn minn í félagið?
  Svona?
  Jóhann Ari Magnússon átta ára vill ganga í félagið.

%d bloggers like this: