Middlesbrough vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Deildarbikarinn heldur áfram í kvöld, kl. 19:45, en í 5. umferð tekur Middlesbrough á móti okkar mönnum í átta liða úrslitum keppninnar. Fjögur önnur Úrvalsdeildarlið náðu í átta liða úrslitin: Man City, Stoke, Sunderland og Liverpool en þau tvö síðastnefndu eigast við á morgun.

Martinez benti á að Middlesbrough liðið væri nógu gott til að spila í Úrvalsdeildinni en þeir eru sem stendur í öðru sæti ensku B-deildarinnar tveimur stigum á eftir efsta liðinu, Brighton. Þeir voru hársbreidd frá því að komast upp eftir síðasta tímabil en töpuðu fyrir Norwich í úrslitum í play-off. Þeir eru til alls vísir og slógu, eins og þekkt er, Manchester United út á útivelli í vítspyrnukeppni á dögunum í 4. umferð deildarbikarsins. Þess má líka geta að þeir unnu þessa keppni árið 2004 og hafa unnið Everton í síðustu tvö skipti sem þessi lið hafa mæst í deildarbikarnum en Everton hefur vinninginn þegar kemur að síðustu 6 leikjum, með fjóra sigra og tvö jafntefli.

Martinez sagði í viðtali að Robles myndi vera í markinu en Barry og McCarthy eru báðir tæpir og verða metnir á leikdegi. Erfitt er að segja til um líklega uppstillingu, spurning með að leyfa lesendum að spreyta sig?

Af ungliðunum er það að frétta að það kom að því að Everton U18 tapaði leik á tímabilinu eftir nær samfellda sigurgöngu og það var enginn smá tapleikur því lokatölurnar urðu 0-8 fyrir Wolves U18. Og svo undarlega vildi til að nákvæmlega sama markatala (0-8) leit dagsins ljós hjá U21 árs liði Everton gegn Widnes í Liverpool Senior Cup, en þar voru mörkin öll Everton megin. Þau skoruðu: Sam Byrne, Antony Evans og Conor McAleny, eitt mark hver, Callum Connolly með tvö og Calum Dyson með þrennu en Everton liðið er þar með komið í undanúrslit í þeim bikar.

En, næst er komið að deildarbikarnum hjá aðalliðinu í kvöld og með sigri kemst liðið á Wembley, ef mér skjátlast ekki. Everton hefur lent undir í öllum þremur leikjum sínum í deildarbikarnum en hingað til alltaf náð að knýja fram sigur. Spurning hvað gerist í þetta skiptið. Hver er ykkar uppstilling og spá?

9 Athugasemdir

  1. Hallur skrifar:

    Ėg held að við þurfum að komast í úrslita leikinn til að detta á wembley undanurslit eru að mig minnir 2 leikir,heimaleikur og utileilur en í fa cup eru undanúrslit spiluð a wembley

  2. Finnur skrifar:

    Rétt hjá Halli.

  3. ólafur már skrifar:

    ég segji að við förum áfram vona að við lendum ekki í neinu rugli eins og í síðasta bikarleik er smá smeykur en hef trú á þessu koma svo bláir

  4. Diddi skrifar:

    ég er algjörlega á móti því þegar er komið svona langt að spila varamarkverði. Það kemur óneitanlega óöryggi í vörnina og ekki á bætandi. Þetta fíflalega val hins annars ágæta stjóra okkar veldur því að við dettum út úr þessari bikarkeppni eins og venjulega. Ég spái að misskilningur á milli markvarðar og varnar leiði til tveggja hrikalega klaufalegra marka og við töpum 2 – 1 🙂

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Kæmi ekki á óvart.

    • Orri skrifar:

      Diddi nú verðum við bjartsýnir engin klaufamörk.4-1 fyrir okkur.

      • Diddi skrifar:

        Mirallas á bekknum, hvað á það að þýða, Cleverly tekinn fram yfir hann, þetta sökkar 🙂

        • Ari S skrifar:

          Ég segi eins og Orri…. Diddi nú verðum við bjartsýnir engin klaufamörk 4-1 fyrir okkur

  5. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=10238