Leeds – Everton 2-0 (vináttuleikur)

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin komin: Robles, Robinson, Pennington, Browning, Jones, McCarthy, Barkley, Oviedo, Dowell, Naismith, Kone.

Martinez stillti upp ungliðum og leikmönnum á jaðri aðalliðsins fyrir þennan leik, og úrslitin voru eftir því. Ég náði leiknum ekki í beinni en mér skilst af þeim sem sáu hann að tæknileg vandamál hefðu verið grasserandi í útsendingunni, vantaði hljóðið lungað úr leiknum og að leikurinn hefði auk þess ekki verið mikið fyrir augað. Fá færi sem litu dagsins ljós og leikurinn því ekki mikið fyrir augað.

Samanlagt er þetta líklega ástæða þess að ekki var boðið upp á upptöku af leiknum en boðið upp á testimonial leikinn við Villareal í staðinn, sem kom á óvart.

Umfjöllunin um Leeds leikinn fellur því niður, en ég læt nægja að hampa ungliðanum Tiyas Browning sem, sem þótti góður, miðað við það sem ég heyrði.

 

Comments are closed.

%d bloggers like this: