Everton vs. Crystal Palace

Mynd: Everton FC.

Everton taka á móti Crystal Palace á sunnudaginn kl 15:00 í fimmta leik tímabilsins en ekki er laust við að við, Íslendingahópurinn hér í Evertonborg, bíðum spennt eftir leiknum eftir frábæran leik gegn Wolfsburg í Evrópudeildinni. Það væri ekki leiðinlegt að ná tveimur sigurleikjum Everton í sömu ferðinni!

Crystal Palace hafa farið hægt af stað, spilað fjóra leiki en eru án sigurs (töp gegn West Ham og Arsenal og jafntefli gegn Burnley og Newcastle). Þeir eru nú sæti fyrir ofan fallsæti en auðvitað örstutt liðið á tímabilið. Everton hefur aðeins, eftir því sem ég fæ best séð, leikið fimm leiki við Crystal Palace á undanförnum áratug rúmum — unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað einum.

Martinez sagði að engin ný meiðsli hefðu átt sér stað í leiknum gegn Wolfsburg þannig að fyrir utan Barkley, Kone og Oviedo séu allir heilir. Líkleg uppstilling því: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Mirallas, McGeady, Naismith, Lukaku.

Leikurinn hefst klukkan 15:00 á sunnudaginn að íslenskum tíma! Sjáumst á Ölveri — eða uppi í stúku! 🙂

4 Athugasemdir

  1. Orri skrifar:

    3-0 málið dautt.Góða skemtun á morgun félagar.

  2. Gunnþór skrifar:

    Vonandi eru menn klárir í þennan leik ef svo er þá verða engin vandamál og góður sigur væntanlegur.EN STÓRA MÁLIÐ Í DAG Í LIVERPOOL BORG ER AÐ SEMJÁ VIÐ MCCARTHY NÚNA STRAX TAKK FYRIR KÆRLEGA.ÁFRAM EVERTON.

  3. Gunni D skrifar:

    Töpuðum fyrir þessu liði í fyrra á ögurstundu. Má ekki gerast aftur. 4-0!!! Góða skemmtun!

  4. halli skrifar:

    Allir að gera sig klára á völlinn hér í Liverpool það kemur ekkert annað til greina en sigur okkar manna 3-1 Lukaku.MaCgeady og Naismith með mörkin