Everton vs Celta Vigo (vináttuleikur)

Mynd: Everton FC.

Everton tekst á við spænsku mótherjana Celta Vigo í dag kl. 18:45 í næstsíðasta auglýsta leik sínum á undirbúningstímabilinu fyrir nýtt tímabil. Celta Vigo enduðu um miðja spænsku deildarina á síðasta tímabili en ekki er langt síðan þeir komu upp úr annarri deild. Þeirra besti árangur í efstu deild er 4. sæti en þeir hafa þrisvar komist í úrslit spænsku bikarkeppninnar (alltaf tapað). Þeir unnu hins vegar Intertoto keppnina árið 2000 en hægt er að fræðast nánar um þá hér. Þeir eru nú með nýjan stjóra þar sem Luis Enrique fór til Barcelona. Leikið verður á Prenton Park þar sem enn eru framkvæmdir í gangi við Goodison Park.

Martinez sagði að Besic og Barkley fengju stóra rullu í leiknum en Coleman og Garbutt munu missa af honum (og næsta leik) vegna meiðsla.

Leikurinn verður sýndur í beinni hér.

Comments are closed.