Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Matthew Kennedy keyptur - Everton.is

Matthew Kennedy keyptur

Everton festi nú í þessu kaup á 17 ára efnilegum ungliða að nafni Matthew Kennedy frá Kilmarnock rétt fyrir lok félagaskiptagluggans. Kaupverð er sagt vera í lægri kantinum (e. nominal fee) en þetta er sóknarmaður sem er ekki hugsaður fyrir aðalliðið heldur svona upp á framtíðina og fer væntanlega beint í akademíuna. Kilmarnock neitaði fyrst tilboði Everton upp á 250þ pund og ætli megi ekki gera ráð fyrir að verðið hafi verið e-s staðar á bilinu 250-500þ. Kennedy skrifaði undir þriggja ára samning. Velkominn til Everton, Matthew!

Þetta er að verða mjög flottur félagaskiptagluggi sem verður bara skemmtilegri og skemmtilegri með tímanum! 🙂

12 Athugasemdir

  1. Andri skrifar:

    Hvar panta ég treyju strákar?

  2. Finnur skrifar:

    Hahahaha!! 🙂 Hérna:
    http://evertondirect.evertonfc.com/stores/everton/products/kit_selector.aspx?pid=103535&portal=&cmp=

    Gleymdi að minnast á að þetta er ekki komið á forsíðuna hjá Everton en var staðfest á Official Twitter síðunni:
    http://twitter.com/Everton

  3. Ari skrifar:

    Sennilega hjá félaginu…….

  4. Elvar Örn skrifar:

    Náum við ekki einum í viðbót???

  5. Elvar Örn skrifar:

    Butland, ungi markvörðurinn frá Birmingham kemur líklega ekki til Everton (6m pund verðmiði) skv. SKY.
    Ekkert í kortunum eins og staðan er núna að best ég veit.

  6. Finnur skrifar:

    Bjóst aldrei við Butland. Hljómaði of fjarstæðukennt. Ef Howard meiðist fer Hibbo bara í markið. Það skorar enginn framhjá honum.

    Segði ekki nei við einum í viðbót en ég er sáttur við afraksturinn í dag. Enginn út, tveir nýir inn. Spennandi tímar framundan. Ef við erum heppin með meiðsli þá er aldrei að vita hvað gerist á tímabilinu. Bjartir tímar framundan.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Ekkert tilboð barst í Butland skv. live samtali við talsmann (Lee Clark) Birmingham (í þessum skrifuðum orðum).

  8. Elvar Örn skrifar:

    According to a VERY good source, Everton are making a frantic last ditch attempt for Club Brugge midfielder Vadis Odjidja-Ofoe

    The 23 year old is a tall, strong defensive midfielder and has been labelled as the „next Fellaini“ in his homeland.

  9. Finnur skrifar:

    Kræst! Hvenær á maður að komast í rúmið!? Var einmitt að lesa um að Fellaini hefði ekki verið staðfestur af fréttamiðlum á sínum tíma fyrr en löngu eftir miðnætti! 🙂

  10. Elvar Örn skrifar:

    Man vel þegar Fellaini var keyptur og fréttist ekki fyrr en einhverjum tímum eftir lokun gluggans. Var í USA og hugsaði, who the f….is Fellaini og það fyrir 15 millur, en Moyse klikkar ekki á þessu.

  11. Finnur skrifar:

    Horfði rétt á þessu á viðtal við ungliðann okkar nýja.
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2012/09/03/matthew-s-long-term-goal
    Um tíma hélt ég að við hefðum verið að kaupa enn einn Belgan — eða kannski Hollending, því ég skildi varla helminginn af því sem hann sagði! 🙂 Sem betur fer var þetta þýtt yfir á ensku í textanum fyrir neðan! 😉