Matthew Kennedy keyptur

Everton festi nú í þessu kaup á 17 ára efnilegum ungliða að nafni Matthew Kennedy frá Kilmarnock rétt fyrir lok félagaskiptagluggans. Kaupverð er sagt vera í lægri kantinum (e. nominal fee) en þetta er sóknarmaður sem er ekki hugsaður fyrir aðalliðið heldur svona upp á framtíðina og fer væntanlega beint í akademíuna. Kilmarnock neitaði fyrst tilboði Everton upp á 250þ pund og ætli megi ekki gera ráð fyrir að verðið hafi verið e-s staðar á bilinu 250-500þ. Kennedy skrifaði undir þriggja ára samning. Velkominn til Everton, Matthew!

Þetta er að verða mjög flottur félagaskiptagluggi sem verður bara skemmtilegri og skemmtilegri með tímanum! 🙂

12 Athugasemdir

  1. Andri skrifar:

    Hvar panta ég treyju strákar?

  2. Finnur skrifar:

    Hahahaha!! 🙂 Hérna:
    http://evertondirect.evertonfc.com/stores/everton/products/kit_selector.aspx?pid=103535&portal=&cmp=

    Gleymdi að minnast á að þetta er ekki komið á forsíðuna hjá Everton en var staðfest á Official Twitter síðunni:
    http://twitter.com/Everton

  3. Ari skrifar:

    Sennilega hjá félaginu…….

  4. Elvar Örn skrifar:

    Náum við ekki einum í viðbót???

  5. Elvar Örn skrifar:

    Butland, ungi markvörðurinn frá Birmingham kemur líklega ekki til Everton (6m pund verðmiði) skv. SKY.
    Ekkert í kortunum eins og staðan er núna að best ég veit.

  6. Finnur skrifar:

    Bjóst aldrei við Butland. Hljómaði of fjarstæðukennt. Ef Howard meiðist fer Hibbo bara í markið. Það skorar enginn framhjá honum.

    Segði ekki nei við einum í viðbót en ég er sáttur við afraksturinn í dag. Enginn út, tveir nýir inn. Spennandi tímar framundan. Ef við erum heppin með meiðsli þá er aldrei að vita hvað gerist á tímabilinu. Bjartir tímar framundan.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Ekkert tilboð barst í Butland skv. live samtali við talsmann (Lee Clark) Birmingham (í þessum skrifuðum orðum).

  8. Elvar Örn skrifar:

    According to a VERY good source, Everton are making a frantic last ditch attempt for Club Brugge midfielder Vadis Odjidja-Ofoe

    The 23 year old is a tall, strong defensive midfielder and has been labelled as the „next Fellaini“ in his homeland.

  9. Finnur skrifar:

    Kræst! Hvenær á maður að komast í rúmið!? Var einmitt að lesa um að Fellaini hefði ekki verið staðfestur af fréttamiðlum á sínum tíma fyrr en löngu eftir miðnætti! 🙂

  10. Elvar Örn skrifar:

    Man vel þegar Fellaini var keyptur og fréttist ekki fyrr en einhverjum tímum eftir lokun gluggans. Var í USA og hugsaði, who the f….is Fellaini og það fyrir 15 millur, en Moyse klikkar ekki á þessu.

  11. Finnur skrifar:

    Horfði rétt á þessu á viðtal við ungliðann okkar nýja.
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2012/09/03/matthew-s-long-term-goal
    Um tíma hélt ég að við hefðum verið að kaupa enn einn Belgan — eða kannski Hollending, því ég skildi varla helminginn af því sem hann sagði! 🙂 Sem betur fer var þetta þýtt yfir á ensku í textanum fyrir neðan! 😉