Dan Gosling hefur fangað auga Stuart Pierce, U-21 árs landsliðsþjálfara Englands. En Gosling fær tækifæri með U-21 árs liðinu á laugardaginn gegn Portúgal. Vonandi byrjar hann inná. Pierce segir að styrkur Gosling liggi í því að geta spilað í mörgum stöðum á vellinum.
Everton hefur mikinn áhuga á því að tryggja nýjan samning við Lois Saha, hann skrifaði undir tveggja ára samning í águst 2008 og getur því hafið viðræður við önnur lið á nýju ári. Moyes vill nýta sér klausu í samningi Saha sem segir að ef að áhugi er fyrri hendi hjá Everton að framlengja samninginn þá geti þeir það. Saha hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að framlengja samning sinn við Everton. Hann viðurkennir þó að hann sé kannski ekki alveg í nógu góðu formi til að halda út heilan leik, en vill bæta sig í því. Hann er núna í Frakklandi undir læknishöndum til að reyna að vinna bót meina sinna.
Þá aðeins að meiðslum, Pienaar, Neville og Osman hafa allir náð mjög góðum árangri í að vinna bug á sínum meiðslum og vonir standa til að þeir verði til í slaginn fljótlega, þó eru menn mjög áhyggjufullir yfir fréttum síðustu daga um þá Arteta, Jagielka og Anichebe, en langt er í að þeir verði klárir. Moyes lýsir þessu eins og þrem skrefum fram á við og þremur afturábak. Moyes lét hafa eftir sér að hann bíði endurkomu Pienaar til að taka stjórn á spilinu.
Þá hefur komið í ljós að Bolton hafi mikinn áhuga á að tryggja sér Vaughan, þeir eru reiðubúnir að greiða 3 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Diniyar Bilyaletdinov virðist ná að aðlagast vel Everton hópnum, hann segir að Phil Neville og Tim Cahill hafi hjálpað sér mikið í því að aðlagast. Hann segist reyndar vera skotspónn gríns hjá Phil Neville, en Neville lét hann víst mæta í mat með liðsfélögum sínum í sínu fínasta pússi meðan aðrir mættu í gallabuxum og bol. Þá er Neville búinn að skipa honum að æfa upp lag til að syngja í jólaboði leikmanna Everton. Hann er einnig mjög þakklátur Neville fyrir að hafa útvegað sér miða á leik CSKA Mosvu og Man Utd. í Meistaradeildinni um daginn. Gott mál ef Billy nær að falla vel inn í hópinn, vonandi að hann fari þá að sýna stórleiki.
Síðan er spurning hvort að þið, aðdáendur Everton viljið sjá eitthvað nýtt hér á síðunni? Endilega látið þá vita. Góðar stundir.
Comments are closed.