Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Huddersfield 2-0 - Everton.is

Everton – Huddersfield 2-0

Mynd: Sky Sports.

Byrjunarliðið: Pickford, Kenny, Holgate, Williams, Martina, Gueye, Lennon, Davies, Rooney ©, Gylfi og Calvert-Lewin. Bekkurinn: Robles, Schneiderlin, Keane, Niasse, Vlasic, Lookman og Baningime.

Sam Allerdyce stillir upp sama liði og byrjaði í miðri viku gegn West Ham. Niasse og Keane koma inn í hópinn.

Sam Allardyce kynntur fyrir leik og fékk góðar mótttökur, standing ovation.

Bæði lið svolítinn tíma að finna sig í leiknum og ekki mikið um færi. Martina fékk eitt skotfæri óvænt við jaðar teigs en skotið beint á markvörð sem sló í horn.

En á um 25. mínútu fór Everton að auka tempóið og virtist ætla að ná undirtökunum en það reyndist þó erfitt að brjóta Huddersfield á bak aftur.

0-0 í scrappy fyrri hálfleik sem var ekki mikið fyrir augað.

Mikið betra í seinni hálfleik en Everton byrjaði af krafti með marki á 47. mínútu. Lennon gerði vel í undirbúninginum að snúa á hægri bakvörð Huddersfield og senda á Calvert-Lewin við D-ið á teignum og Calvert-Lewin sendi Gylfa inn fyrir vörnina með hælspyrnu. Gylfa brást ekki bogalistin heldur setti boltann í hliðarnetið innanvert vinstra megin. Leit ekki einu sinni á markið áður en hann skaut. 1-0 fyrir Everton.

Tom Davies var skipt út af fyrir Schneiderlin á 66. mínútu og Lennon út af fyrir Lookman örfáum mínútum síðar en annað mark Everton kom á 72. mínútu. Það kom eftir að Gana vann boltann af miðjumanni Huddersfield með tæklingu. Rooney fyrstur í lausan boltann og fljótur að hugsa, sendi Calvert-Lewin inn fyrir með stungusendingu. Calvert-Lewin skaut á mark við viðkomu í varnarmanni og yfir markvörðinn. 2-0 fyrir Everton.

Rooney út af fyrir Michael Keane á 80. mínútu en Everton sigldi þessu í höfn nokkuð örugglega. Lítil hætta frá Huddersfield en nú eru 80 ár frá síðasta sigri Huddersfield á Goodison Park og þeir þurfa bíða nokkuð lengur eftir því.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Martina (7), Kenny (7,) Williams (7), Holgate (7), Gueye (7), Davies (6), Rooney (7), Lennon (7), Sigurdsson (8), Calvert-Lewin (8). Varamenn: Schneiderlin (6), Keane (6), Lookman (6).

12 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Af hverju Schneiderlin??

  2. Orri skrifar:

    Mjog sattur I dag.Diddi eg tek 1 piwa fyrir okkur a eftir I tilefni leiksins.

  3. Eyþór skrifar:

    Góð barátta hjá okkar mönnum í dag leikurinn frábær
    Svo þarf að fylgja þessu eftir.

  4. GunniD skrifar:

    Héreftir jórtrar maður mellufóður alla daga……………………

  5. Ari S skrifar:

    Það verða ekki mörg innlegg í þessum þræði.

  6. Georg skrifar:

    Mikil batamerki á liðinu í síðustu 2 leikjum. Komin meiri leikgleði og barátta í liðið. Allt annað að sjá varnarleik liðsins í heild og halda hreinu í báðum leikjum er mikilvægt. Besti leikur Williams á leiktíðinni, hlaut að koma að þessu að hann ætti góðan leik, svo er Holgate búinn að vera flottur í miðvarðarstöðunni í þessum 2 leikjum.

    Gylfi farinn að skora eða leggja upp leik eftir leik, mikilvægt að fá hann í gang. DCL með mark og stoðsendingu, mér hefur fundist vanta hjá drengnum að skora mörk og vonandi kemur þetta honum í gang.

    Gaman að vera komnir á efra skiltið á töflunni og bara 2 stig í 8. sæti. Það væri frábært að vinna Liverpool næstu helgi. Anfield hefur verið mikil brekka en finnst að það sé kominn tími á að taka 3 stig

  7. Gestur skrifar:

    Frábært rönn á okkar liði, Gylfi að komast í gang og það gerir gæfu muninn.

  8. Finnur skrifar:

    Ashley Williams í liði vikunnar mati BBC…
    http://www.bbc.com/sport/football/42216992
    … og reyndar Goal líka:
    http://www.goal.com/en/news/premier-league-team-of-the-week-de-gea-and-hazard-impress/15rqfmz7qqzw119odve4vhgrgl

    Ekki hefði maður átt von á því fyrir tja… ekki allt of mörgum dögum…

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Já þetta var nokkuð gott bara.
    Hvernig líst ykkur á the shite í bikarnum? Ég er hóflega svartsýnn.

    • Ari S skrifar:

      Ég er hóflega bjartsýnn, það hlýtur að koma að því að við vinnum á Anfield 🙂 Ef ég mætti velja þá myndi ég vilja vinna þá í bikarnum 6. janúar og gera jafntefli í deildinni á Sunnudaginn.

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Það er reyndar nokkuð magnað að Everton hefur aldrei tapað bikarleik á Analfield.