Everton – Huddersfield 2-0

Mynd: Sky Sports.

Byrjunarliðið: Pickford, Kenny, Holgate, Williams, Martina, Gueye, Lennon, Davies, Rooney ©, Gylfi og Calvert-Lewin. Bekkurinn: Robles, Schneiderlin, Keane, Niasse, Vlasic, Lookman og Baningime.

Sam Allerdyce stillir upp sama liði og byrjaði í miðri viku gegn West Ham. Niasse og Keane koma inn í hópinn.

Sam Allardyce kynntur fyrir leik og fékk góðar mótttökur, standing ovation.

Bæði lið svolítinn tíma að finna sig í leiknum og ekki mikið um færi. Martina fékk eitt skotfæri óvænt við jaðar teigs en skotið beint á markvörð sem sló í horn.

En á um 25. mínútu fór Everton að auka tempóið og virtist ætla að ná undirtökunum en það reyndist þó erfitt að brjóta Huddersfield á bak aftur.

0-0 í scrappy fyrri hálfleik sem var ekki mikið fyrir augað.

Mikið betra í seinni hálfleik en Everton byrjaði af krafti með marki á 47. mínútu. Lennon gerði vel í undirbúninginum að snúa á hægri bakvörð Huddersfield og senda á Calvert-Lewin við D-ið á teignum og Calvert-Lewin sendi Gylfa inn fyrir vörnina með hælspyrnu. Gylfa brást ekki bogalistin heldur setti boltann í hliðarnetið innanvert vinstra megin. Leit ekki einu sinni á markið áður en hann skaut. 1-0 fyrir Everton.

Tom Davies var skipt út af fyrir Schneiderlin á 66. mínútu og Lennon út af fyrir Lookman örfáum mínútum síðar en annað mark Everton kom á 72. mínútu. Það kom eftir að Gana vann boltann af miðjumanni Huddersfield með tæklingu. Rooney fyrstur í lausan boltann og fljótur að hugsa, sendi Calvert-Lewin inn fyrir með stungusendingu. Calvert-Lewin skaut á mark við viðkomu í varnarmanni og yfir markvörðinn. 2-0 fyrir Everton.

Rooney út af fyrir Michael Keane á 80. mínútu en Everton sigldi þessu í höfn nokkuð örugglega. Lítil hætta frá Huddersfield en nú eru 80 ár frá síðasta sigri Huddersfield á Goodison Park og þeir þurfa bíða nokkuð lengur eftir því.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Martina (7), Kenny (7,) Williams (7), Holgate (7), Gueye (7), Davies (6), Rooney (7), Lennon (7), Sigurdsson (8), Calvert-Lewin (8). Varamenn: Schneiderlin (6), Keane (6), Lookman (6).

12 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Af hverju Schneiderlin??

 2. Orri skrifar:

  Mjog sattur I dag.Diddi eg tek 1 piwa fyrir okkur a eftir I tilefni leiksins.

 3. Eyþór skrifar:

  Góð barátta hjá okkar mönnum í dag leikurinn frábær
  Svo þarf að fylgja þessu eftir.

 4. GunniD skrifar:

  Héreftir jórtrar maður mellufóður alla daga……………………

 5. Ari S skrifar:

  Það verða ekki mörg innlegg í þessum þræði.

 6. Georg skrifar:

  Mikil batamerki á liðinu í síðustu 2 leikjum. Komin meiri leikgleði og barátta í liðið. Allt annað að sjá varnarleik liðsins í heild og halda hreinu í báðum leikjum er mikilvægt. Besti leikur Williams á leiktíðinni, hlaut að koma að þessu að hann ætti góðan leik, svo er Holgate búinn að vera flottur í miðvarðarstöðunni í þessum 2 leikjum.

  Gylfi farinn að skora eða leggja upp leik eftir leik, mikilvægt að fá hann í gang. DCL með mark og stoðsendingu, mér hefur fundist vanta hjá drengnum að skora mörk og vonandi kemur þetta honum í gang.

  Gaman að vera komnir á efra skiltið á töflunni og bara 2 stig í 8. sæti. Það væri frábært að vinna Liverpool næstu helgi. Anfield hefur verið mikil brekka en finnst að það sé kominn tími á að taka 3 stig

 7. Gestur skrifar:

  Frábært rönn á okkar liði, Gylfi að komast í gang og það gerir gæfu muninn.

 8. Finnur skrifar:

  Ashley Williams í liði vikunnar mati BBC…
  http://www.bbc.com/sport/football/42216992
  … og reyndar Goal líka:
  http://www.goal.com/en/news/premier-league-team-of-the-week-de-gea-and-hazard-impress/15rqfmz7qqzw119odve4vhgrgl

  Ekki hefði maður átt von á því fyrir tja… ekki allt of mörgum dögum…

 9. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Já þetta var nokkuð gott bara.
  Hvernig líst ykkur á the shite í bikarnum? Ég er hóflega svartsýnn.

  • Ari S skrifar:

   Ég er hóflega bjartsýnn, það hlýtur að koma að því að við vinnum á Anfield 🙂 Ef ég mætti velja þá myndi ég vilja vinna þá í bikarnum 6. janúar og gera jafntefli í deildinni á Sunnudaginn.

   • Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það er reyndar nokkuð magnað að Everton hefur aldrei tapað bikarleik á Analfield.