Everton – Sunderland 1-1 (0-3 í vítaspyrnukeppni) (FA bikar)

Mynd: Everton FC.

Þá var komið að þriðju umferð enska FA bikarsins og í þetta skiptið mætti Sunderland á Hill Dickinson leikvanginn, en flautað var til leiks kl. 12:15.

Everton mætti til leiks með verulega laskað lið þar sem margir lykilmenn voru fjarverandi, vegna meiðsla (Branthwaite, Dewsbury-Hall, Alcaraz og Coleman), leikbanns (Grealish, Keane), og Afríkukeppninnar (Ndiaye, Gana). Að auki var Iroegbunam einnig fjarverandi, en það var án skýringar. Sunderland missti einnig marga leikmenn í Afríkukeppnina (flesta af úrvalsdeildarliðunum) en voru að endurheimta þá smám saman aftur þar sem landslið þeirra áttu ekki fleiri leiki eftir í keppninni. Mér skilst að Reinildo, Bertrand Traoré, Noah Sadiki, og Arthur Masuaku hafi lokið keppni og talið var að þeir gætu því tekið þátt en vitað var að Habib Diarra og Chemsdine Talbi væru enn fjarverandi og jafnframt talið að Isidor væri meiddur. Það kom svo hins vegar í ljós þegar uppstilling Sunderland var birt að aðeins Sadiki, af Afríkukeppnar-förunum, væri í hópnum, en hann byrjaði í þessum leik, og Isidor var á bekknum.

En þá að okkar mönnum…

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, O’Brien, Tarkowski (fyrirliði), Patterson, Röhl, Garner, Dibling, Armstrong, McNeil, Beto.

Varamenn: Travers, King, Aznou, Graham, Welch, Campbell, Olayiwola, Bates, Barry.

Ég satt best að segja held ég hafi aldrei séð veikari bekk hjá Everton og þó hefur maður nokkrum sinnum séð auð sæti á honum. Tveir af varamönnunum markverðir og nokkuð ljóst að þeir myndu ekki koma við sögu og Barry var sá eini sem hafði fengið mínútur í úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ég gat ekki einu sinni nefnt hvar fimm af varamönnunum spila á vellinum en þeir komu beint úr unglingaliðinu (líklega U21). Heilir 6 leikmenn á beknnum sem áttu eftir að þreyja frumraun sína fyrir Everton.

En þá að leiknum. McNeil byrjaði á vinstri kanti, Dibling á hægri, Armstrong í holunni og Beto fremstur.

Sunderland byrjuðu leikinn betur en Everton, með um 75% possession, og það Everton um 15 mínútur að komast í gang. Og þá fyrst fór þetta að líta út eins og Everton væri á heimavelli. Everton með fyrsta færið eftir aukaspyrnu sem Sunderland varnarmaður hreinsaði út úr teig á samherja. En Armstrong stal af honum boltanum og þrumaði á mark, við D-ið, en boltinn rétt yfir samskeytin hægra megin. Óheppinn þar.

En á 30. mínútu fékk Sunderland innkast framarlega hægra megin (frá þeim séð) og tóku það langt inn í teig. Everton náði ekki að hreinsa út úr teig, Röhl skallaði lausts í áttina að Sunderland manni sem potaði til félaga síns sem setti hann í fyrsta í hliðarnetið hægra megin. Lítið sem Pickford gat gert við því. 0-1 fyrir Sunderland.

Maður ímyndaði sér, að þegar 5-6 byrjunarliðsleikmenn væru frá hjá Everton og nánast enginn liðsauki á bekknum, að leikplanið væri að reyna að forðast að fara í framlengingu og vinna þetta á 90 mínútum, en það plan fauk út um gluggann við þetta og mikil brekka framundan.

Á 37. mínútu náði McNeil flottu hlaupi upp völlinn vinstra megin, fór framhjá þremur og sendi stungusendingu á Mykolenko sem var kominn inn í teig og náði skoti sem markvörður varði í horn sem dómari mat sem útspark, einhverra hluta vegna.

Á 41. mínútu fengu Sunderland horn sem Mykolenko skallaði út í teig. Þar var fyrstur í boltann Sunderland maður, sem náði flottri hjólhestaspyrnu á markið en Pickford varði vel. 

Mundle hjá Sunderland átti næstu tilraun Sunderland með föstu skoti af nokkuð löngu færi, en Pickford varði vel.

Mykolenko reyndi skot af löngu færi rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en yfir mark. Markvörður Sunderland líklega með það samt.

Beto fékk fyrsta færi seinni hálfleiks á 48. mínútu eftir að há sending barst inn í teig sem hann náði að skalla, en beint á markvörð. 

Everton færði sig framar á völlinn eftir því sem leið á, til að freista þess að jafna, sem náttúrulega gefur sókn Sunderland meiri færi. Þeir komust til dæmis í skyndisókn á uþb. 60. mínútu en skutu framhjá marki. 

Hinum megin, 5 mínútum síðar, hefði Beto átt að fá víti þegar varnarmaður Sunderland togaði hann niður þegar hann var að reyna að ná til fyrirgjafar. Dómarinn dæmdi ekkert og ekkert VAR í dag til að fara yfir það. Mykolenko átti svo fast skot utan teigs örskömmu síðar en markvörður Sunderland varði.

Barry inn á fyrir Dibling á 75. mínútu og þar með tveir uppi á topp.

Á 78. mínútu fékk Barry ágætis skallafæri. Gerði vel í að lesa háa fyrirgjöf og náði að staðsetja sig vel fyrir framan varnarmann. Skallinn hins vegar rétt framhjá stönginni vinstra megin.

Aznou inn á fyrir Merlin Röhl á 86. mínútu að fá sinn fyrsta leik fyrir Everton og hann kom með kraft og baráttuanda inn í leikinn og aðeins um 90 sekúndum síðar var hann búinn að næla sér í vítaspyrnu á Sunderland. Vel gert! Get samt ekki sagt að ég hafi verið sammála dómnum, en Beto átti að fá víti fyrr í leiknum, þannig að þetta jafnaðist út. Garner á punktinn og setti fastan bolta niðri í hægra hornið. Game on! 1-1!

Og það var það síðasta markverða í seinni hálfleik — og því þurfti að grípa til framlengingar.

Framlenging

Sunderland með fyrsta skot á rammann í framlengingunni, eftir aðeins 3 mínútur, en Pickford vandanum vaxinn. Mundle átti svo annað skot af nokkuð löngu færi, við D-ið á vítateig, en Pickford sló hann einfaldlega á næsta mann.

Armstrong svaraði með skota við vítateigslínuna hinum megin, nokkrum mínútum síðar, en hátt yfir.

Beto komst í skotfæri hægra megin inni í teig á 14. mínútu framlengingar, en skaut í hliðarnetið utanvert. Campbell inn á fyrir Mykolenko í strax kjölfarið, en þetta mun vera fyrsti leikur Campbell fyrir aðalliðið.

Ekki fleira markvert gerðist í fyrri hálfleik framlengingar. Staðan ennþá 1-1 og fimmtán mínútur eftir (seinni hálfleikur framlengingar) — og mögulega vítaspyrnukeppni þar á eftir.

Leikmenn klárlega orðnir þreyttir í seinni hálfleik framlengingar. Mikið um mistök.

Reece Welch inn á fyrir Patterson, á 26. mínútu, en Patterson hafði verið að glíma við krampa í lærvöðva.

Sunderland settu þunga pressu á vörn Everton undir lok seinni hálfleiks og Pickford þurfti allavega einu sinni að taka á honum stóra sínum til að halda í jafnteflið. Og það tókst og við fórum í „vító“.

Vítaspyrnukeppnin

Tarkowski vann hlutkestið fyrir bæði hvar á vellinum vítaspyrnurnar yrðu teknar (ekki fyrir framan Sunderland stuðningsmennina) og hvort liðið myndi byrja (Everton). 

Garner á punktinn. Valdi vinstra hornið, ekki hægra eins og síðast, en markvörður varði frá honum. 0-0 staðan í vítaspyrnukeppninni.

Le Feé næstur, með öruggt víti upp í hægra hornið. Staðan 0-1 fyrir Sunderland.

Barry á punktinn næstur, aftur skot niður í vinstri hornið, sem markvörður Sunderland varði aftur. 0-1 ennþá.

Xhaka með næsta víti fyrir Sunderland. Aftur öruggt víti, og aftur hægra megin hjá þeim, en nú niðri í hægra hornið. Staðan 0-2 fyrir Sunderland.

Beto á punktinn og valdi hægra hornið en aftur sá markvörður Sunderland við okkar mönnum og varði. Staðan þar með ennþá 0-2. 

Sunderland þurftu þar með bara að skora úr næsta víti, sem þeir gerðu örugglega og þeir fóru áfram í fjórðu umferð FA bikarsins og maður verður að viðurkenna að sigur þeirra á mjög svo löskuðu liði Everton var verðskuldaður. Þeir voru betra liðið í dag heilt yfir.

Sky Sports gefa ekki út einkunnir fyrir bikarleiki, þannig að þetta verða lokaorðin. 

4 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Everton mun tapa þessum leik, ekki af því að liðið sé ekki nógu gott, ekki út af einhverjum dómaraskandal eða einhverri taktík hjá Moyes, heldur eingöngu vegna þess að liðið spilar í einhverjum nýjum „one off“ búning, og Everton vinnur aldrei þegar þeir gera eitthvað svoleiðis. Flottur búningur samt. Þetta fer 0-3.

  2. Orri skrifar:

    Það var hreinasta hörmung að á vitaspyrnurnar hjá okkar mönnum,menn verða var taka sig á það er ekki hægt að bjóða upp á svona.

Leave a Reply to Orri