Everton – Arsenal 0-1

Mynd: Everton FC.

Það var risaleikur á dagskrá í kvöld þegar Everton tók á móti Arsenal kl. 20:00. Arsenal voru í efsta sæti deildar fyrir 17. umferðina og þetta var því verðugt verkefni fyrir okkar menn. Arsenal menn höfðu ekki verið mjög sannfærandi í leikjunum á undan og yfirleitt tekið sigurleik og svo tap/jafntefli í næsta leik, en þeir unnu einmitt leikinn á undan þessum leik, þannig að maður vonaði að sú hrina héldi áfram.

Maður var samt mátulega svartsýnn fyrir þennan leik, því að stór skörð höfðu verið hoggin í lið Everton. Ndiaye og Gana voru frá vegna AFCON keppninnar og okkar einna besti leikmaður, Kiernan Dewsbury-Hall, meiddist í leiknum á undan. Auk þess voru varnarmennirnir Jarrad Branthwaite og Seamus Coleman ennþá frá vegna meiðsla. Þær góðu fréttir bárust hins vegar að Grealish væri klár í þennan leik, en um tíma leit út fyrir að hann myndi missa af leiknum vegna meiðsla. Einnig var Merlin Röhl sagður orðinn heill og hann byrjaði því á bekknum.

Hjá Arsenal eru Ben White, Gabriel, Christhian Mosquera, Kai Havertz, og Max Dowman frá.

Uppstillingin: Pickford; Mykolenko, Keane, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien; Garner, Iroegbunam; Grealish, Alcaraz, McNeil; Barry.

Varamenn: Travers, King, Aznou, Patterson, Welch, Campbell, Dibling, Röhl, Beto.

Nokkuð jafnræði var með liðunum frá upphafi og ekki mikið um færi. En Everton kom greinilega nokkuð vel stemmt til leiks. Liðin núlluðu annars hvort annað út og Arsenal menn voru ekki mjög sannfærandi, allavega ekki af liði í baráttunni um Champions League sæti að vera…

En á 24. mínútu dró til tíðinda, þegar O’Brien gaf Arsenal víti, þegar hann lenti í samstuði við Arsenal mann í skallaeinvígi og var með hendurnar upp í loft, einhverra hluta vegna. Boltinn fór náttúrulega í hendurnar á honum og víti niðurstaðan. Gyokores á punktinn og skoraði örugglega. 0-1. Þeir þurftu tvö sjálfsmörk í síðasta leik til að vinna og nú leit út fyrir að þeir þyrftu víti til að klára þennan.

0-1 í hálfleik. Vonandi opnast þetta aðeins í seinni.

Lítið að gerast í seinni hálfleik þangað til á 59. mínútu, þegar Barry er bæði sparkaður niður í teig og sömuleiðis togað í treyjuna á honum. Ekkert dæmt. Sorry með mig, en þetta er bara ekki hægt. Ömurlegt að þurfa alltaf þrjú brot í sömu sókninni til að fá víti.

Arsenal menn fengu fínt færi á 64. mínútu, þegar þeir náðu að koma Trossard inn fyrir vinstra megin, og hann þurfti bara að setja boltann framhjá Pickford en setti boltann í fjærstöngina.

Beto kom svo inn á fyrir Barry á 65. mínútu. Dibling og Röhl svo inn á fyrir McNeil og Alcaraz á 75. mínútu. En þeir náðu ekki að breyta leiknum.

Everton setti pressu á Arsenal í lokin en skapaði sér ekki nægilega góð færi. 0-1 tap því niðurstaðan í kvöld.

Einkunnir Sky Sports enn ekki komnar. Uppfæri síðar.

7 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Ætla að vera smá bjartsýnn, við skorum 1 og vinnum 1-0.

    Thierno Barry

  2. Eirikur skrifar:

    Veit ekki hvað OBrian var að spá.
    Enn Barry þarf að fara út fyrir Beto. Það þarf bully á þessar Arsenal dúkkur og Barry er bara að jogginu

  3. Eirikur skrifar:

    Ekkert skot á mark eða í átt að marki. Hvaða bull fótbolta er verið að spila. Við erum ekki tiki taka fótbolta lið þó að Grealish sé í okkar liði. Við verðum að pönkast í Arsenal.

  4. Ari S skrifar:

    Þarna átti Everton að fá víti

  5. Eirikur skrifar:

    Nú má fara að setja ferskar lappir inná

  6. Eirikur skrifar:

    Dómaraskandall. Hvernig var ekki dæmt víti. L.pool fékk dæmt á sig víti þegar V.drusla sparkaði í löpp á leikmanni sem var utan teigs á leið frá marki enn löppinn var líklega á línunni. Eru þessir Var dómarar ekki að dæma eftir sömu reglum?

Leave a Reply to Eirikur