Wolves – Everton

Mynd: Everton FC.

Þá er komið að þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Everton mætir í þetta skiptið í heimsókn til Úlfanna en flautað verður til leiks kl. 14:00. Úlfarnir eru stigalausir í deild, næstneðstir eftir tap í fyrstu tveimur umferðunum, gegn Bournemouth í síðasta leik og 0-4 tap á heimavelli gegn Manchester City í upphafsleiknum. Everton er í áttunda sæti deildar með þrjú stig.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Keane, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Gana, Garner, Grealish, Dewsbury-Hall, Ndiaye, Beto.

Varamenn: Travers, McNeil, Barry, Dibling, Coleman, Alcaraz, Iroegbunam, Armstrong, Onyango.

Ritari var því miður kallaður frá snemma leiks og því verður skýrslan ekki birt tímanlega, því miður. En vonandi næst að bæta úr því á morgun, með endursýningu af leiknum frá Everton FC síðunni.

Restin af leikskýrslu kemur síðar. Endilega látið í ykkur heyra í kommentakerfinu!

8 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta hljómar auðvitað mjög neikvætt en við eigum ekki séns á að vinna þennan leik. Ekki af því að ég haldi að liðið sé ekki nógu gott, heldur vegna þess að Michael Oliver er dómari í dag og Craig Pawson er VAR dómari. Þeir hafa aldrei verið sérstaklega vinveittir Everton og ég efast um að þeir séu eitthvað að fara að breyta því í dag. Ég held samt að okkar menn nái jafntefli í dag og spái 1-1.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Fínn fyrri hálfleikur, vonandi verður sá seinni bara betri.

  3. Eirikur skrifar:

    Skrítinn leikur, alveg með þetta enn þá fáum við á okkur mörk og Úlfarnir komast inn í leikinn. Finnst við hefðum átt að gera betur úr nokkrum stöðum sérstaklega í seinni hálfleik. Enn sem betur fer er Jack Grealish í okkar liði annars værum við í vandræðum.
    Hefði átt vera vera öruggur sigur á slöku liði Úlfana enn mikið stress í restina. Enn tökum þessi 3 stig með 😁 á vör.

    • Ari S skrifar:

      Það voru fleiri en hann sem voru góðir í dag. Það var vörnin sem að klikkaði, vörnin í heild í mörkunum sem við fengum á okkur í dag.

      Já Grealish er frábær og með svo mikinn klassa í öllu sem hann gerir sem að síðan smitar út frá sér. Það verða allir betri í kringum hann…

      kær kveðja, Ari

  4. Ari S skrifar:

    Jack Grealish blómstrar hjá Everton – og Moyes tekur ekki heiðurinn
    Jack Grealish virðist endurfæðast í bláa búningnum. Í 3–2 sigri Everton á Wolves á Molineux í dag átti hann stórleik – lagði upp tvö mörk og átti þátt í því þriðja. Þetta er fjórða stoðsending hans á tímabilinu, sem er meira en hann náði á tveimur heilum árum hjá Manchester City.
    Þrátt fyrir frábæra frammistöðu neitar David Moyes, stjóri Everton, að taka heiðurinn:
    “It’s nothing to do with me, let me tell you, it’s all to do with Jack and his own mentality to be better.”
    Moyes lýsir Grealish sem leikmanni sem hefur eitthvað að sanna og sé að sýna hversu góður hann raunverulega er. Hann bætir við:
    “He’s better than I thought he was.”
    Þetta er ekki bara endurkoma fyrir Grealish – þetta gæti verið lykillinn að því að Everton haldi sér í efri hluta töflunnar.
    Þetta er þýðing frá YAhoo Sport með hjálp gerfigreindar.

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég verð að viðurkenna að ég var mjög efins um að fá Grealish til Everton, hélt að hann væri útbrunnin fyllibytta sem væri bara að koma til að sitja á bekknum og hirða launin sín. Mér fannst þetta vera svona svipað dæmi og þegar Dele Alli kom og hirti pening af félaginu án þess að gera nokkuð í staðinn.
    En frammistaða Grealish í síðustu leikjum hefur orðið til þess að ég skipti snarlega um skoðun. Ef hann heldur svona áfram, þá held ég að óhætt sé að fullyrða að það sé besti díll sumargluggans að hafa fengið hann á láni.

Leave a Reply to Ari S