Íslendingaferð: Everton – Fulham

Mynd: Everton FC.

Það gleður okkur mikið að tilkynna að nú gefst okkur loksins tækifæri til að fara saman í Íslendingaferð til að sjá okkar ástsæla lið spila á glænýjum og glæsilegasta leikvangi Everton borgar, Hill Dickinson leikvanginum!

Við sendum út könnun til félagsmanna á dögunum og niðurstaðan var sú að áhuginn á leik Everton – Fulham var áberandi mikill. Við settum því upp ferð á þann leik í samvinnu við Verdi ferðaskrifstofuna og þið getið skráð ykkur hér:
https://www.verditravel.is/is/boka-ferd/2A708110-622E-4CC7-A746-A99244248321/1117

Rétt er að taka fram að það er takmarkaður sætafjöldi og um að gera að bóka snemma en hér eru helstu upplýsingar:

Dagsetningar: Flogið verður út 7. nóvember og heim aftur 10. nóvember.
Flug: Icelandair (FI440) klukkan 08:00 til Manchester (lendum 10:45).
Heim: Icelandair (FI441) klukkan 11:55 frá Manchester til Keflavík (lent 14:45)
Rúta: Innifalin, til og frá flugvelli.
Gisting: Maldron hótelið (maps), sem er rétt hjá Liverpool One verslunarklasanum. Morgunverðurinn er innifalinn.
Leikdagur: Everton – Fulham 8. nóv klukkan 15:00.
Pöbbarölt: Að sjálfsögðu innifalið!
Verð: 129.500-175.500kr (fer eftir fjölda í herbergi).

Nánar um verðið: Ferðin er ódýrust ef þrír ná að koma sér saman um herbergi en þá borgar hver og einn aðeins 129.500 kr á mann. Verð í tvíbýli er 139.500 kr og þeir sem vilja vera einir í herbergi borga 175.500 kr.

Skráningarfrestur er til 8. september og þar gildir að fyrstir koma, fyrstir fá. Fólki er að sjálfsögðu frjálst að bóka eigin ferðir til Liverpool á leikinn (og við getum mögulega aðstoðað við miðakaup — þó við getum ekki lofað því), en ferðalangar sem panta í gegnum Verdi eru í forgangi á miða á leikinn.

7 Athugasemdir

  1. Finnur Thorarinsson skrifar:

    Fyrir mér er þetta algjör skyldumæting.

    Þess ber að nefna líka að ég rak í dag augun í auglýsingu fyrir Íslendingaferð hjá öðru ónefndu úrvalsdeildarliði, þar sem _ódýrasta_ verðið á mann í tvíbýli var 180þ krónur, og á einn leik var verðið 230þ krónur! #People’sClub

  2. Þorri skrifar:

    Góða daginn félagar veit hvort sé hægt að sjá leikinn hjá Everton sem er í kvöld þá í töflunni

  3. Gestur skrifar:

    Spennandi ferð en hvernig má það vera að lenda úti 7/11 kl 10:45 og vera að fara á leik kl 12 sama dag

    • Finnur Thorarinsson skrifar:

      Hah! Góður punktur hjá þér. Þetta er náttúrulega prentvilla, því leikurinn er 8. nóvember.

  4. AriG skrifar:

    Hæ ég prófaði að slá inn EVERTON í leit á viaplay. Leikurinn kom inn en ég lofa samt ekki hvort hann er sýndur beint á viaplay kemur í ljós. Allt í lagi að reyna. Kannski bara hægt í tölvunni reyni allt. Smá punktur er miðinn á leik Everton og Fulhamm innifalinn í pakkanum í nóvember bara forvitni. Lýst vel á leikmannakaup Everton. Spenntur að sjá Dubling kannski í kvöld ef ég gef séð leikinn.

  5. AriG skrifar:

    Einhver misskilningurinn með leikdag Everton og Fulham er hann ekki 8. Nóvember kl. 15 sjá livescore getur samt breyst seinna. örugglega ekki kl. 12 7. nóv einhver villa hjá ferðaskrifstofunni reikna ég með.

    • Finnur Thorarinsson skrifar:

      Það er rétt hjá þér. Ég er búinn að hafa samband við ferðaskrifstofuna til að fá þetta leiðrétt.

Leave a Reply to Þorri