
Mynd: Everton FC.
Fyrsti leikur Everton á nýju tímabili í úrvalsdeildinni er gegn Leeds á útivelli en þeir urðu, eins og kunnugt er, B-deildarmeistarar á síðasta tímabili. Við verðum nokkrir úr stjórn á Ölveri að fylgjast með, endilega kíkið á okkur! Flautað verður til leiks kl 19:00.
Uppstillingin: Pickford, Garner, Keane, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Gana, Iroegbunam, Ndiaye, Dewsbury-Hall, Alcaraz, Beto.
Varamenn: Travers, Tyrer, Coleman, Armstrong, Onyango, McNeil, Grealish, Chermiti, Barry.
Sem sagt, enginn Mykolenko í byrjunarliðinu, en hann meiddist á dögunum og Garner því líklega í vinstri bakverði. En athygli vekur að Grealish er á bekknum, þó mann gruni að við fáum að sjá hann ekki síðar en eftir klukkutíma leik.
Smá nervous byrjun á leiknum sem hélst út fyrri hálfleik – Leedsarar pressuðu frá upphafi og uppskáru færi á 5. mínútu, alveg upp við mark vinstra megin en Pickford kom vel út á móti og lokaði á skotið. Líklega besta færi Leeds í fyrri hálfleik.
Leedsarar sprækir frá upphafi og frábærir í pressunni. Miklu meira með boltann og mikið til á vallarhelmingi Everton. Engin snerting Everton í vítateig Leeds fyrsta hálftímann (rúmlega) en Leeds að nálgast 10. Pínu erfið tölfræði að horfa á.
Sem betur fer sköpuðu Leeds menn sér lítið af almennilegum færum, þetta var mikið til hálffæri utan teigs í varnarmann eða smá glundroði inni í teig. En maður var þakklátur fyrir að sjá liðið fara í hálfleik í stöðunni 0-0.
Engin breyting á liðinu í hálfleik en allt annað að sjá til Everton í seinni hálfleik. Mun yfirvegaðari og gekk mun betur að láta boltann ganga á milli manna. Pressa Leeds minnkaði að sama skapi.
Allt samt í járnum og báðum liðum gekk illa að skapa almennileg færi.
Jack Grealish inn á fyrir Iroegbunam á 70. mínútu.
Á 76. mínútu náði Alcaraz skoti á markið, lágt fast skot sem markvörður varði í horn. Eitt af því fáa sem Everton náði að gera sóknarlega í leiknum, ef maður á að vera heiðarlegur.
Á 83. mínútu fengu Leeds enn eina gjöfina frá dómara leiksins þegar hann dæmdi víti á Tarkowski, sem var með höndina nánast fyrir aftan bakið þegar skot kom á markið og fékk hann í upphandlegg. Djöfulsins rugl og þeir náttúrulega skoruðu úr því. 1-0. Dómaraskandall.
Fleiri urðu færin ekki og Leeds sigurvegarar í dag. Sárt að úrslitamarkið skyldi reynast svona umdeilt.
Einkunnir Sky Sports ekki komnar. Uppfæri síðar.
Uppfært daginn eftir… þau hjá Sky Sports hafa ekki enn birt einkunnirnar — kannski fólkið þar sé enn í sjokki yfir vítinu.
Er það ekki jafn öruggt og amen í kirkju að DCL skorar sigurmarkið eftir sendingu frá Harrison? Kæmi ekki á óvart en vonandi ekki samt.
DCL er meiddur.
Hrikalega daprar fyrstu 25 mínútur.
Hvað er planið hjá liðinu?
Hvað er í gangi?
Áfram Everton!
Mjög neikvæð byrjun, ég bjóst ekki við þessu. Kannski tapi en ekki að við værum svona lélegir. Moyes verður ekki lengi með þessu áframhaldi (smá grín)
sá dyche um undirbúningstímabilið?
Leeds mættir en okkar menn sitja eftir í öllum aðgerðum. Vonandi mætum við til leiks í seinni hálfleik🥶
Horfði Moyes ekki á leiki Everton undir stjórn Dyche. Bíða með allt þangað til að við erum lentir undir, aldrei taka frumkvæði. Og sérstakt að Alcaras sem gerir mistök sem gefa Leeds víti hafi ekki verið farinn útaf. Þar sem að hann var slakur. Enn Leeds vildi þetta mun meira og gáfu allt í þetta.
Skil þetta bara eftir:
Reglurnar í fótbolta eru gefnar út af The International Football Association Board (IFAB). Regla 12.1 (https://www.theifab.com/laws/latest/fouls-and-misconduct/#direct-free-kick) fjallar um beinar aukaspyrnur (þmt. víti) og þar segir:
Handling the ball
For the purposes of determining handball offences, the upper boundary of the arm is in line with the bottom of the armpit. Not every touch of a player’s hand/arm with the ball is an offence.
It is an offence if a player:
1) deliberately touches the ball with their hand/arm, for example moving the hand/arm towards the ball
2) touches the ball with their hand/arm when it has made their body unnaturally bigger. A player is considered to have made their body unnaturally bigger when the position of their hand/arm is not a consequence of, or justifiable by, the player’s body movement for that specific situation. By having their hand/arm in such a position, the player takes a risk of their hand/arm being hit by the ball and being penalised
3) scores in the opponents’ goal
Ég held að allir geti verið sammála um að þetta var ekki víti. Eða hefði ekki átt að vera dæmt. Ég er samt ekkert minna svekktur út í spilamennsku og uppstillingu hjá Moyes. Þetta var eins og Moyes fyrir fimmtán árum. Gana Gueye virðist alveg vera búinn á því. Best væri að setja hann á bekkinn og láta Harrison Armstrong spila í stað hans gegn Brighton. En þetta er bara það sem mér finnst.
Það er eins og leikmenn verði að ná helst 1-2 ára spilatìma hjá liðinu til þess að komast ì byrjunarliðið.