
Mynd: Everton FC.
Þá er komið að kveðjuleiknum þegar Everton tekur á móti Southampton á Goodison Park klukkan 11, en þetta er síðasti heimaleikur liðsins og jafnframt næst-síðasti leikur tímabilsins.
Við hvetjum stuðningsfólk Everton til að mæta á Ölver og horfa saman á leikinn.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, O’Brien, Coleman (fyrirliði), Gana, Garner, Ndiaye, Doucouré, McNeil, Beto.
Varamenn: Virginia, Keane, Patterson, Young, Iroegbunam, Alcaraz, Harrison, Chermiti, Calvert-Lewin.
Moyes gerir þrjár breytingar á liðinu frá síðasta leik. Það kemur í hlut fyrirliða liðsins, Seamus Coleman, að leiða liðið inn á völlinn í kveðjuleiknum og Young tekur því sæti á bekknum. O’Brien, sem var fjarverandi í síðasta leik vegna meiðsla, kemur aftur inn í liðið — á kostnað Keane, og Ndiaye kemur inn fyrir Harrison.
Frábær byrjun á leiknum. Beto komst í dauðafæri á fjórðu mínútu, alveg upp við mark en aðeins meistaraleg varsla frá markverði Southampton kom í veg fyrir mark. En aðeins mínútu síðar kom markið – Ndiaye fékk að þræða sig framhjá mönnum utan teigs og koma sér í skotfæri, og hann setti boltann í hliðarnetið innanvert! 1-0 fyrir Everton.Á 18. mínútu var Coleman skipt út af fyrir Young. Greinilega ákveðið fyrirfram. Everton fékk tvo góða sénsa áður en hálftími var liðinn af leiknum, fyrst þegar Ramsdale lét Beto stela af sér boltanum og senda á Doucouré, en skotið frá honum í autt markið blokkerað af varnarmanni. Í seinna skiptið kom Beto boltanum í netið eftir flotta stungu, en réttilega dæmdur rangstæður.Beto kom boltanum í netið stuttu síðar með skalla, en aftur dæmdur rangstæður.Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Ndiaye svo annað mark Everton og aftur var markið skoðað til að meta rangstöðu, en markmið var dæmt gott og gilt. Stoðsending frá McNeil, með mögulega snertingu frá varnarmanni, og þar með var Ndiaye mættur einn á móti Ramsdale og plataði hann upp úr skónum.Staðan 2-0 í hálfleik og Everton búið að vera mun betra liðið. Meira með boltann, fleiri snertingar í vítateig andstæðinga, og eina liðið sem var að skapa færi.
Fyrsta færið í seinni hálfleik kom á 55. mínútu – skallafæri sem Beto fékk rétt fyrir framan mark, eftir háa sendingu af hægri kanti frá Young, en skallinn frá Beto rétt yfir.
Tölfræðin hjá Southampton afleit, engin tilraun á mark og ekki einu sinni snerting frá þeim inni í teig Everton. Everton með 11 tilraunir, fjórar á mark.
En nánast um leið og sú tölfræði birtist náðu Southampton menn sinni fyrstu snertingu inni í teig og fyrstu tilraun á mark. Pickford jobs vegar vel á verði og varði í horn.
Moyes gerði tvöfalda skiptingu á 65. mínútu, McNeil og Doucouré út af fyrir Harrison og Alcatraz.
Og tíu mínútum síðar kom önnur tvöföld skipting, Ndiaye og Branthwaite út af fyrir Keane og Calvert-Lewin.
Southampton menn náðu að færa sig upp á skaftið, eftir því sem leið á og náðu sínu öðru skoti á mark á 82. mínútu en Pickford gerði vel að verja skotið.
En fleiri urðu færin ekki og við fengum því að njóta 2-0 sigurs og frábærrar stemningar í kveðjuleik liðsins á Goodison Park! Hefði verið gaman að sjá mark við Gwladys stúkuna líka, en það er ekki hægt að fá allt. Gott að halda hreinu í dag.
Takk fyrir allar minningarnar, Goodison Park! Hlakka til að mæta á nýja völlinn í fyrsta skipti!
Einkunnir Sky Sports eru ekki komnar (ennþá!) – uppfæri síðar.
Ég er ein tilfinninga og taugahrúga fyrir þennan leik. Ég vona svo innilega að liðið spili vel og vinni sannfærandi sigur, en svo er það þessi hluti af mér sem er viss um að Everton „geri Everton“ og tapi síðasta leiknum á Goodison og ég er ekki viss um að ég taki því vel. Ég ætla því að passa að þegar ég horfi á leikinn, þá sé ekkert brothætt innan seilingar ef illa fer, því það fengi líklega flugferð í næsta vegg.
Vonum bara það besta.
Ég var ekki einu sinni svona stressaður fyrir bikarúrslitaleikinn 2009.
Ashley Young að koma inná fyrir Seamus Coleman. Flott hjá Moyes að leyfa honum að byrja sem fyrirliði í þessum leik. Ashley Young getur þá kvatt okkur með marki takk fyrir.
Með kökk í hálsi og kusk í augum fagna ég góðum sigri. Everton flottir í fyrri hálfleik en ekki svo flottir í þeim seinni.
https://www.youtube.com/live/01LswpNtF7k?si=xImOd2567UDEYpYx
Frábær endir á þessari vegferð og bjartara framundan á nýjum velli! Finn það á mér. 🙂
Ég horfði á leikinn með góðum félagsskap á ölver, það var bara ekki séns að eveton myndi tapa þessum leik
Ef einhver hefði sagt síðasta sumar að Everton myndi enda tímabilið fyrir ofan… ekki bara Manchester United, heldur einnig Tottenham, og líka West Ham — þá hefðum við líklega hlegið að þeirri spá. En hún var sem sagt að raungerast í þessari umferð.