Everton – Ipswich 2-2

Mynd: Everton FC.

Næstsíðasti heimaleikurinn á Goodison Park er í dag kl. 14:00 þegar lpswich koma í heimsókn. Þeir eru þegar fallnir, þannig að mótiveringin hjá þeim er önnur nú en var og Everton náttúrulega búið að tryggja sig fyrir þó nokkru síðan. Eina spurningin það sem eftir lifir tímabils er hversu hátt Everton getur klifrað á töflunni og hvort liðið endi fyrir ofan Manchester United, Tottenham og West Ham, sem merkir allt annað en það hefur gert undanfarin tímabil.

Uppstillingin: Pickford (fyrirliði), Mykolenko, Branthwaite, O’Brien, Patterson, Gana, Garner, Ndiaye, Alcaraz, McNeil, Beto.

Varamenn: Virginia, Keane, Colemen, Young, Iroegbunam, Harrison, Chermiti, Broja, Calvert-Lewin.

Sem sagt, tvær breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Þeir sem missa sæti sitt í liðinu eru Doucouré (sem er ekki einu sinni í hóp) og Harrison (tekur sæti á bekknum). Inn á fyrir þá koma þeir Alcaraz og McNeil. Þess ber að geta að þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur McNeil síðan í desember og Calvert-Lewin er mættur á bekkinn einnig. Gott að sjá.

Það var smá spurning hvernig þessu myndi verða stillt upp í framlínunni, því í byrjunarliðinu voru tveir kantmenn (McNeil og Ndiaye) — sem byrja yfirleitt á vinstri kanti. Það kom í hlut Alcaraz að vera á vinstri kanti, Ndiaye fór í holuna og McNeil var á hægri kanti.

Heldur hæg byrjun á leiknum og pínulítið svona lok-tímabils-bragur á leiknum. Everton meira með boltann en undarlega hikandi við að pressa á Ipswich, oft á tíðum. Ekki mörg almennileg færi til að byrja með en svo allt í einu lifnaði heldur betur yfir leiknum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður.

Fyrsta færið var færi sem Beto fékk eftir horn, var umkringdur varnarmönnum og reyndi skalla af stuttu en þröngu færi en boltinn beint í hendurnar á markverði Ipswich. Engin hætta. Hann átti svo annan skalla á 14. mínútu, utar í teignum en skallaði hátt framhjá. Lítið að frétta frá Ipswich.

Á 26. mínútu náði Everton fínni sókn, þar sem Mykolenko reyndi háa fyrirgjöf frá vinstri en hún var blokkeruð af varnarmanni. Boltinn barst hins vegar til Alcaraz, sem tókst það sem Mykolenko var að reyna og náði hárri fyrirgjöf beint á kollinn á Beto sem skallaði í hliðarnetið fjær. 1-0 fyrir Everton!

Á 35. mínútu skoraði Everton mark upp úr engu. McNeil fékk boltann af hægri kanti og reyndi skot langt utan teigs. Og sá náði aldeilis að smellhitta boltann, sem virtist fara á nærstöng hægra megin en endaði nánast í hliðarnetinu vinstra megin, slíkur var snúningurinn. Markvörðurinn gat ekkert gert. 2-0 fyrir Everton!

En þá rétti Ensico liðsfélaga sínum bjórglas og sagði… „haltu aðeins á þessu“. Tók svo skot af enn lengra færi en McNeil gerði og setti boltann í neðanverða slána og inn nálægt hægri stöng.  

2-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur reyndist afar dapurlegur. Ipswich átti fyrsta færi seinni hálfleiks á 58. mínútu en skotið sem kom frá D-inu á vítateignum var slakt og beint á Pickford. Engin hætta. Þetta reyndist eina tilraun beggja liða á mark þangað til Ipswich jöfnuðu á 78. mínútu, rétt eftir að Everton hafði gert tvöfalda skiptingu (Dominic Calvert-Lewin inn á fyrir Beto og Harrison inn á fyrir McNeil).

Jöfnunarmark frá Ipswich kom eftir sendingu frá hægri sem fór í legginn á Gana og þaðan í sveig á fjærstöng þar sem leikmaður Ipswich skallaði inn. Staðan þar með orðin 2-2. 

Patterson út af fyrir Young skömmu síðar og Chermiti og Iroegbunam komu svo inn á fyrir Alcaraz og Gana á 90. mínútu. 

Man eftir einni flottri fyrirgjöf þar sem tveir gerðu tilraun til að taka á móti en boltinn sigldi framhjá stönginni. Held það hafi verið það eina sem Everton gerði í sóknarleiknum og ég held, svei mér þá, að Everton hafi bara ekki átt eina tilraun á mark í öllum seinni hálfleik.

Niðurstaðan 2-2 og þetta voru klárlega tvö stig töpuð gegn liði sem Everton á að vinna. 

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Patterson (6), O’Brien (7), Branthwaite (6), Mykolenko (6), Gueye (6), Garner (6), McNeil (9), Alcaraz (7), Ndiaye (7), Beto (8). Varamenn: Calvert-Lewin (6), Harrison (6).

11 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég er spenntur að sjá hvernig spilamennskan verður með bæði Ndiaye og Alcaraz í liðinu, mig grunar að þeir eigi eftir að valda Ipswich töluverðum vandræðum (vonandi er ég ekki búinn að jinxa þá núna). Er pínu vonsvikinn að sjá ekki Chermiti byrja, ég var að vonast eftir því, hélt að Moyes vildi kannski sjá hvernig hann stæði sig frá byrjun.
    Merkilegt nokk, þá sakna ég Doucoure ekki baun, en er hissa að hann er ekki einu sinni í hópnum.
    Ég held að við hljótum að vinna þennan leik en býst þó ekki við að það verði auðvelt, en allt annað en sigur er óásættanlegt.
    Það þarf samt ekkert að koma á óvart ef við töpum eða gerum jafntefli, þetta er jú Everton.

  2. Eirikur skrifar:

    Sammála spennandi að sjá hvernig þessi leikur þróast.
    Næst seinasti heimaleikur á Goodison. Er svo heppinn að verða á seinasta leiknum. Það verður eitthvað. Eru einhverjir hér sem verða á seinasta leiknum?

  3. Ari S skrifar:

    Var að hugsa það sama og ingvar segir… fyrsta markið komið… mér finnst við verðum að kaupa Alcaraz.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta mark hjá Ipswich verður að skrifast á Garner. Hann hefði átt að fara á móti manninum í staðinn fyrir að standa bara og glápa, vitandi það að þetta er góður skotmaður.
    Lýsandinn var líka að gaspra um það að Ipswich hefði aldrei komið til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir, þá vitum við hvað er að fara að gerast, þetta klúðrast í jafntefli eða tap.

  5. Gestur skrifar:

    Everton farið að líkjast liði Dyche , hveitibrauðs-dagar Moyes búnir

    • Ari S skrifar:

      Alcaraz er líka sá eini sem hann hefur fengið tilliðsins. Þetta eru allt Dyche leikmenn… 😉

  6. Eirikur skrifar:

    Ispiss búið að vera sterkara í seinni hálfleik. Við ekkert að skapa.
    Svekkjandi og greinilegt að við söknum Tarky.

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    AAAAARRRRRRGGGG!!!!🤬🤬🤬🤬🤬😡😡😡😡
    DJÖFULSINS, HELVÍTIS, ANDSKOTANS DRASL!!!!!!!

  8. Finnur Thorarinsson skrifar:

    Miðað við þennan leik þá get ég ekki séð að það sé augljóslega betra að spila Ndiaye í holunni, eins og menn hafa verið að kalla á. Við höfum fengið mikið meira út úr honum á vinstri kanti en við fengum í dag.

Leave a Reply to Ingvar Bæringsson