Félagaskiptaglugginn – janúar 2025

Mynd: Everton FC.

Félagaskiptaglugginn á Englandi stendur til loka dagsins í dag (til 23:00 en klukkutími gefinn til að klára það sem er í vinnslu) — ef mér skjátlast ekki. Þessum þræði er ætlað að halda utan um staðfest kaup og sölur sem og slúður, ef þið rekist á eitthvað. Endilega hafið samband í kommentakerfinu ef eitthvað vantar í upptalninguna.

Væntingar eru ekki miklar fyrir þennan glugga, en eitthvað hefur verið um meiðsli og það er aldrei að vita nema hægt sé að fjárfesta eitthvað smá (eða losa pláss með því að selja leikmenn)…

Afraksturinn hingað til:

Leikmenn inn: Carlos Alcaraz (lán – Flamengo).
Leikmenn út: Harrison Armstrong (lán – Derby).

00:16 Fréttirnar af Carlos Alcaraz hafa verið staðfestar af klúbbnum!

23:50 BBC staðfestir að enn sé beðið fregna af Carlos Alcaraz.

23:48 Það er eitthvað skrýtið að gerast með everton.is síðuna, allt hægvirkara en venjulega og layout-ið eitthvað skrýtið. Vonandi hangir þetta uppi aðeins lengur. 🙂 Við biðjumst velvirðingar!

23:00 Glugginn er formlega séð lokaður, en Sky segja að samningurinn sé í vinnslu og Everton og Flamengo hafa því til miðnættis að íslenskum tíma til að klára félagaskiptin.
22:51 aðeins örfáar mínútur eftir en gluggavakt Sky Sports segir að enn sé verið að vinna í því að klára samninginn við Carlos Alcaraz, og að það muni enda í þessari klukkutíma framlengingu sem klúbbarnir fá til að ljúka því sem er eftir. Sjáum hvað setur.
20:47 Everton staðfestiHarrison Armstrong væri ekki bara að fara á láni til Derby heldur hefði einnig skrifað undir nýjan samning við Everton sem gildir í þrjú og hálft ár (til sumars 2028).
20:01 Skv. gluggavakt BBC er Harrison Armstrong að fara á láni til Derby County. Þetta hefur þó ekki verið staðfest.
12:32 Skv. gluggavakt Sky Sports er miðjumaðurinn Carlos Alcaraz hjá Flamengo búinn með læknisskoðun hjá Everton. Sögusagnir eru um að Everton hafi náð samningum við Flamengo um lán með kvöð um kaup að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þetta hefur þó ekki verið staðfest.

5 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég vonast eftir tveimur eða þremur nýjum mönnum….en býst ekki við neinum.

  2. Ari S skrifar:

    Ég las að Everton gæti valið hvort þeir kaupi. Þ.e. ekki eins og orðað er beint kvöð heldur val. Ef hann til dæmis meiðist á tímabillinu þá getur Everton „gengið út“ úr samningnum. Eitthvað í þessa áttina las ég og er að sjálfsögðu birt án ábrygðar 🙂

    • Ari S skrifar:

      Ég er að sjálfsögðu að tala um Alcaraz. Ég vonast til að við fáum striker í hópinn. Mér lýst nokkuð vel á að fá Tom Fellows frá West Bromwich Albion en það virðist ætla að vera erfitt.

      Everton, Newcastle United og Tottenham hefur verið boðið að kaupa Samuel Chukwueze frá AC Milan samkvæmt fréttum. AC Milan vill selja hann en David Moyes sagði nei takk samkvæmt nýjustu fréttum. Hann vill frekar fá leikmann úr neðri Championship deildinni. Allavega í Janúar glugganum…

    • Ari S skrifar:

      Fabrizio Romano segir að Charly Alcaraz (eins og hann er nefndur) þurfi að ná ákveðnum fjölda leikja og þá getur Everton nýtt sér réttinn. Ef að Charly Alcaraz meiðist og nær ekki ákveðnum fjölda leikja þá getur Everton nýtt sér þann rétt að segja nei. Eitthvað í þá áttina… aftur er þetta birt án ábyrgðar. Þetta er svo sem ágætur díll fyrir alla aðila held ég. En þetta kemur b etur í ljós á morgun vonandi.

  3. Gestur skrifar:

    Þessi gluggi var frekar þunnur, Everton hefur fyrir öllu að berjast að spila á nýjum leikfangi á næsta tímabili í efstu deild. Hópurinn er mjög þunnur og meiðsli hafa hranast upp. Everton má ekki við fleiri meiðslum þannig að allt fari á versta veg Ég trúi því ekki að Everton sé svona blankir ennþá.

Leave a Reply