Everton – Tottenham 2-2

Mynd: Everton FC.

Stórleikur helgarinnar er viðureign Everton og Tottenham á Goodison Park, sem hefst eftir klukkutíma (kl. 12:30). Þetta er 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og verkefnið stórt, enda Tottenham í bullandi baráttu um sæti í meistaradeildinni, eru nú í fjórða sæti.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), Godfrey, Gana, McNeil, Garner, Young, Harrison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Virginia, Keane, Coleman, Patterson, Hunt, Metcalfe, Dobbin, Chermiti, Beto. 

Sem sagt, ein breyting frá jafnteflinu við Fulham á dögunum en Gana kemur inn fyrir Danjuma sem meiddist. 

Onana, Doucouré og Gomes eru einnig frá en þeir voru allir metnir ólíklegir fyrir þennan leik hvort eð er en Coleman er orðinn nógu góður til að taka sæti á bekknum.  

Godfrey í hægri bakverðinum og Young á kantinum fyrir framan hann. Harrison í holunni fyrir aftan Calvert-Lewin.

En þá að leiknum…

Það tók Tottenham ekki nema um þrjár mínútur að koma boltanum í netið og hver var þar að verki annar en Richarlison.

Calvert-Lewin svaraði með skalla hinum megin, en yfir markið af stuttu færi.

Madison átti næsta færi á 9. á mínútu, skot sem stefndi á mark en breytti um stefnu af Tarkowski og þaðan rétt framhjá hægra megin. Ekkert kom þó úr horninu.

Calvert-Lewin kom boltanum í netið á 30. mínútu með skalla eftir horn. Young með háan bolta fyrir mark frá hægri hornfána og boltinn fór á fjærstöng. En Tarkowski skallaði fyrir mark á Calvert-Lewin sem skallaði inn. 1-1, game on! Calvert-Lewin er kominn aftur! Eða hvað… endursýning sýndi að boltinn rétt snerti Harrison á leið inn, þannig að markið skráist víst á hann.

Everton efldist við markið en Tottenham menn voru varla svipur hjá sjón næstu 10 mínúturnar. Fengu engan frið frá pressu Everton og ekkert að virka hjá þeim.

En á 40. mínútu náðu þeir fínni sókn upp vinstri kantinn (frá þeim séð) og maður leitaði strax að Richarlison til að sjá hvort hann væri nokkuð á auðum sjó og því miður var hann það rétt utan teigs. Fékk boltann og smurði hann í samskeytin uppi hægra megin. 1-2 fyrir Tottenham.

Rétt eftir lok venjulegs venjulegs leiktíma í fyrri hálfleiks fengu Everton tvö afar góð færi. Gana var rétt utan vítateigs þegar hann fékk óvænt boltann frá varnarmanni og var kominn í þrír á tvo stöðu, með Harrison vinstra megin við sig og Calvert-Lewin hægra megin en ákvað að taka skot. Höjberg rétt náði hins vegar að pota í boltann að aftan frá til að trufla skotið.

Everton fékk horn upp úr því og voru hársbreidd frá því að skora þegar Godfrey skallaði fyrirgjöfina á mark. Boltinn skoppaði milli fóta á markverði Tottenham sem datt og Harrison hefði potað inn ef markvörður hefði ekki náð að pota boltanum burtu. Tottenham menn stálheppnir þar. 1-2 í hálfleik.

Fjörugur fyrri hálfleikur og sá síðari byrjaði líflega líka. Everton setti mikinn kraft í pressuna og gerðu Tottenham erfitt fyrir. Það kom samt í hlut Tottenham að ná fyrsta skoti á rammann í seinni, en Pickford varði vel.

Harrison komst einn á móti markverði eftir stungusendingu inn fyrir vörnina en Van de Ven náði að hlaupa hann uppi og blokkera skotið, þegar hann var kominn upp að marki hægra megin.

Hinum megin gerðist það sama, nema hvað Godfrey hljóp uppi Timo Werner í skotfæri, en Werner var hvort eð er rangstæður.

Madison svo með fast skot utan teigs á 58. mínútu en Pickford varði vel.

En Madison var aftur að verki á 67. mínútu þegar hann komst einn í gegn en Godfrey hljóp hann uppi og lokaði á hann. Stuttu síðar náði Kulusevski að koma Richarlison í skotfæri en Pickford varði vel.

Coleman kom inn á fyrir Godfrey á 75. mínútu, líklega vegna meiðsla. Vonandi bara eitthvað minniháttar.

Chermiti kom inn á fyrir Young á 80. mínútu og 5 mínútum síðar komu Dobbin og Beto inn á fyrir Calvert-Lewin og McNeil.

Á 88. mínútu fékk Chermiti dauðafæri inni í teig, óvaldaður, og reyndi að stýra sendingunni á mark í fyrstu snertingu, eftir háan bolta inn í teig, en beint á markvörð Tottenham.

Við lok venjulegs leiktíma átti Everton að fá víti, þegar varnarmaður Tottenham togaði í hann. Ekkert dæmt. Týpískt.

Rétt undir lokin náði Branthwaite hins vegar að jafna eftir aukaspyrnu utan af kanti vinstra megin. Tottenham maður framlengdi boltann óvart yfir á fjærstöng, beint á Branthwaite sem skallaði inn. VAR skoðaði rangstöðu en komst að réttri niðurstöðu. Markið stóð! 2-2!

Og þannig endaði þessi fjörugi leikur. Flott stig á erfiðum heimavelli.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Godfrey (6), Tarkowski (7), Branthwaite (8), Mykolenko (7), Young (6), McNeil (6), Garner (7), Gueye (8), Harrison (6), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Coleman (6).

3 Athugasemdir

  1. Eirikur skrifar:

    Við skulum als ekki gera skiptingu.( Tel meiðsla skiptingu ekki með).Ótrúlegt

  2. Þór skrifar:

    Ódrepandi. Elska þetta félag!