Fulham – Everton 0-0

Mynd: Everton FC.

Þá er komið að 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og í kvöld er útileikur gegn Fulham en flautað verður til leiks kl. 19:45 að íslenskum (og enskum) tíma. Leikurinn er á lista yfir beinar útsendingar á Ölveri og það eru nokkrir þegar búnir að bóka mætingu. Endilega látið sjá ykkur.

Uppstilling: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), Godfrey, Young, McNeil, Garner, Harrison, Danjuma, Calvert-Lewin.

Varamenn: Virginia, Lonergan, Keane, Hunt, Patterson, Metcalfe, Dobbin, Chermiti, Beto.

Everton með fyrsta almennilega færi leiksins strax á 2. mínútu, þegar Calvert-Lewin fékk boltann inni í teig hægra megin, hélt honum vel og lagði fyrir Harrison sem setti hann rétt framhjá fjærstöng vinstra megin.

Fulham með sitt fyrsta færi á 9. mínútu. Langskot utan teigs en Pickford varði vel.

Á 24. mínútu tók Young flotta aukaspyrnu inn í teig, sem var varin út í teig þar sem Tarkowski náði skoti á mark, með viðkomu í jörðinni og slánni og svo hendinni á Robinson, varnarmanni Fulham, en Fulham náðu að hreinsa afar tæpt á línu og sluppu við víti, líklega réttilega.

Bæði lið svo með vongóð skot á mark sem reyndi ekki á markverði en Fulham menn fengu frábært færi á 40. mínútu, skot utarlega í teig, breytti um stefnu af Danjuma og fór því framhjá Pickford en Tarkowski rétt náði að hreinsa á línu. Boltinn þó til sóknarmanns Fulham sem skaut sem betur fer rétt framhjá marki.

0-0 í hálfleik, Fulham meira með boltann en Everton með fleiri og betri færi.

Engin breyting á liði Everton í hálfleik, Fulham með eina: sóknarmaður þeirra Jiminez út af vegna meiðsla.

Decordova-Reid með fyrsta skot Fulham á rammann í seinni hálfleik, á 50. mínútu en beint á Pickford.

McNeil var svolítið sofandi í kjölfarið, missti boltann illa aftarlega en Everton slapp með skrekkinn. Rangstaða endanleg niðurstaða.

Calvert-Lewin svaraði með skalla í slá eftir hornspyrnu á 55. mínútu og mínútu síðar með öðru skallafæri sem fór rétt yfir slána.

Godfrey átti svo geggjað hlaup til baka til að neita Willain um mark í algjöru dauðafæri á 58. mínútu en Godfrey náði að pota hreinsa. Frábær varnarvinna.

Leikurinn að opnast, bæði lið að hóta. Fulham nálægt því að skora eftir horn, með skalla í slá.

Á 75. mínútu náðu Fulham menn frábærum skalla á mark, hátt upp vinstra megin en Pickford með landsliðsvörslu og hélt okkar mönnum í leiknum.

Patterson og Beto inn á fyrir Young og Calvert-Lewin á 81. mínútu.

Erfiðara og erfiðara að horfa á seinni hálfleik, og Fulham betri. Þeir áttu skot að marki sem fór rétt framhjá.

Dobbin inn á fyrir Danjuma á 90. mínútu. Danjuma haltraði út af vegna meiðsla. Hann fer þá væntanlega ekki til annars liðs í janúarglugganum.

6 mínútum bætt við og Fulham menn fengu skallafæri á 91. mínútu, en beint á Pickford sem greip boltann. Engin hætta.

Everton með bestu færin í lokin og hefðu getað tekið öll stigin. Beto með skalla rétt yfir slána, af mjög stuttu færi, Garner með skot blokkerað í horn og svo einhvern pinball leikur í lokin þar sem Beto og Godfrey voru báðir í dauðafæri en þrátt fyrir 6 tilraunir til að böðla boltanum yfir línuna tókst það ekki.

Fjörutíu skottilraunir í leiknum! Ótrúlegt að hann skyldi enda 0-0.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (8), Young (6), Godfrey (8), Tarkowski (7), Branthwaite (6), Mykolenko (7), Harrison (6), Garner (7), Danjuma (6), McNeil (6), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Beto (6).

Maður leiksins að mati Sky Sports: Jordan Pickford.

8 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ef við náum stigi eða stigum út úr þessum leik þá er það eiginlega kraftaverk miðað við að liðið er bensínlaust og bara einn miðjumaður í byrjunarliðinu.
    Því miður er tími kraftaverkanna löngu liðinn, ef þau gerðust þá einhvern tíma. Ég get því miður ekki séð neitt annað en enn eitt tapið í kvöld, spái 2-0.

  2. Eirikur skrifar:

    Skipta McNeil útaf strax

  3. Ari S skrifar:

    Allt í allt er ég ánægður að ná stigi í kvöld. Svo fáum við vonandi 10 í næstu viku.

    En liðið er greinilega mjög þunnskipað og miðað við það þá erum við góðir að hafa fengið stig íkvöld, fannst mér. En færin tvö þarna í lokin þá er maður eigilega pínu svekktur, en svona fór sem fór…

    Áfram Everton!

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Getum við skilað Beto? Ég er lengi búinn að halda í mér en þetta var dropinn sem fyllti mælinn, hann er algjört drasl. Að hitta ekki markið á meters færi er ófyrirgefanlegt.
    Hann er auðvitað ekki sá eini, McNeil og Harrison eru að mestu gagnslausir og Garner hefur ekkert getað síðan í byrjun desember þegar hann átti nokkra góða leiki.
    Get ekki séð hvaðan næstu stig koma, Everton komið í fallsæti og ekkert nema svartnætti framundan.

  5. AriG skrifar:

    Sæmilegur fyrri hálfleikur hjá Everton. Seinni lélegur nema síðustu 5 mín. Pickford bestur. Af sókninni fannst mér Harrison bestur. McNeil er algjörlega týndur. Ekki samála einkunnagjöfinni. Brantwaite var frábær nema gerði ein slæm mistök. Danjuma hræðilegur. Skil ekki gagnrýni á Beto kom inná í nokkrar mínutur búinn að brjóta sjálfstraust hans niður. Að leigja út Ben Godfrei er algjör della fínn leikmaður. Mundi frekar láta Michael Keane fara. Aðrir ok.

Leave a Reply