Everton – Crystal Palace 1-0 (FA bikar)

Mynd: Everton FC.

Þá er komið að endurteknum leik við Crystal Palace í þriðju umferð FA bikarsins, en liðin mætast nú á Goodison Park eftir að leik lauk með jafntefli á heimavelli Crystal Palace þann 4. janúar — í mjög svo umdeildum leik. 

Uppstillingin: Virginia, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), Patterson, McNeil, Onana, Garner, Gomes, Harrison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Pickford, Lonergan, Keane, Godfrey, Hunt, Danjuma, Dobbin, Chermiti, Beto.

Doucouré hvíldi fyrir þennan leik (var ekki einu sinni á bekknum), en annars nokkuð sterk uppstilling.

Leikskýrslan verður hins vegar örstutt í kvöld, því leikurinn var ekki sýndur í beinni útsendingu.

Náði að hlusta á hluta útsendingar í útvarpinu og það sem mestu máli skiptir er að Gomes tók flotta aukaspyrnu á 42. mínútu sem endaði í netinu, gott ef ekki með viðkomu í stönginni. Markvörður átti engan séns.

Annars nokkuð jafnræði með liðum. Palace með fleiri skottilraunir en bæði lið með þrjú mörk á rammann og — það sem meira máli skiptir — Everton marki yfir.

1-0 í hálfleik.

Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik. Þulirnir voru á því að Everton hafi átt sigurinn skilið, þegar litið er til frammistöðunnar í þessum leik, og sama með fyrri leikinn. Ekki þótti þeim þetta þó mjög sannfærandi sigur en það skiptir svo sem ekki öllu máli.

Everton er komið áfram í FA bikarnum!

1 athugasemd

  1. Finnur skrifar:

    Hægt að skoða highlights úr leiknum hér…
    https://evertontv.evertonfc.com/videos/09d7b2e9-d709-444f-82df-717ba9234704

Leave a Reply