Everton – Aston Villa 0-0

Mynd: Everton FC.

Í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar mætir Everton Aston Villa á Goodison Park en flautað verður til leiks kl 14:00.

Uppstilling: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski, Coleman (fyrirliði), Danjuma, Onana, Garner, Harrison, Doucouré, Calvert-Lewin.

Varamenn: Virginia, Godfrey, Keane, Patterson, Gomes, McNeil, Dobbin, Chermiti, Beto.

Villa menn seinir af stað og virkuðu þunglamalegir til að byrja með. Everton aðallega í hálffærum á meðan lítið var að gerast í framlínu Villa. Danjuma með fyrsta skot innan teigs á upphafsmínútunum en skotið lélegt.

Villa fengu svo horn eftir rúmt korter og skoruðu upp úr því, með lágu föstu skoti niðri í hægra horn, af nokkuð löngu færi. Eða hvað? Nei, VAR dæmdi einn leikmann þeirra rangstæðan. Mér sýndist þeir að auki brjóta á Danjuma inni í teig áður en skotið kom, sem hefði verið önnur ástæða til að dæma markið af. En markið stóð allavega ekki.

Þeir náðu aftur skoti á mark, stuttu síðar innan teigs hægra megin, en Pickford varði í horn.

Á 45. mínútu komst Calvert-Lewin í dauðafæri, einn á móti markverði eftir frábæra stungusendingu frá Danjuma. Calvert-Lewin reyndi skot þegar hann nálgaðist markið og Martinez, í marki Villa valdi vitlaust horn, en náði samt einhvern veginn rétt svo að verja með ökklanum. Ef Calvert-Lewin hefði bara lyft boltanum smá hefði hann skorað. Geggjuð varsla samt. Stuttu síðar, í sömu sókn, náði Garner skoti á mark, utan teigs, sem Martinez þurfti að hafa sig allan við til að verja alveg út við stöng, og slá boltann í horn.

0-0 í hálfleik. Everton með betri færi í fyrri hálfleik.

Lítið um færi framan af en Villa menn mun meira með boltann í þeim seinni en þeim fyrri.

Bæði lið reyndu skot á mark í kringum 60. mínútu. Fyrst McGinn fyrir Villa en rétt framhjá stöng. Svo Danjuma hinum megin, en sama niðurstaða.

Beto og McNeil komu svo inn á fyrir Calvert-Lewin og Danjuma á 63. mínútu.

Á 85. mínútu skapaðist mikil hætta í teig Everton og Villa menn náðu tveimur skotum á mark. Það fyrra blokkerað af Mykolenko, sem kastaði sér fyrir skotið og það seinna blokkerað af Coleman eftir að Villa maðurinn náði að koma boltanum framhjá Pickford. Þeir fengu svo fínt skallafæri stuttu síðar en settu boltann rétt framhjá stöng.

Doucouré komst í dauðafæri hinum megin, einn á móti markverði og náði að setja boltann í netið, en réttilega dæmdur rangstæður.

Villa menn fengu annað skallafæri hægra megin í teig á 93. mínútu, en skölluðu framhjá nærstöng. Pickford líklega með það allan tímann, ef þeir hefðu hitt.

En fleiri urðu færin ekki og bæði lið þurftu að sætta sig við stigið. 0-0 jafntefli líklega sanngjarnt, eftir að bæði lið höfðu skorað mark sem var dæmt af og bæði lið átt hálfleik með tveimur bestu færum hálfleiksins. Calvert-Lewin með langbesta færi leiksins.

Mér sýndist tölfræðin sýna að þetta hafi verið fyrsta 0-0 úrvalsdeildar-jafntefli Emry, stjóra Villa, í einhverjum 90+ leikjum með Villa og Arsenal. Merkileg staðreynd.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7); Coleman (7), Tarkowski (7), Branthwaite (8), Mykolenko (7); Onana (7), Doucoure (7), Garner (6); Harrison (7), Calvert-Lewin (5), Danjuma (7). Varamenn:Beto (5), McNeil (6).

Maður leiksins, að mati Sky Sports var Martinez, markvörður Villa.

4 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Okkur gengur alltaf bölvanlega með Villa í deildinni, vonandi verður þetta ekki hræðilegt.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Lýsandinn sagði að ef Watkins skorar í dag þá verður það fimmtugasta mark hans fyrir Villa……spurning bara hvort það verði úr víti.
  Svekkjandi að DCL skyldi ekki klára færið sem hann fékk, en þetta var vel varið. Ég óttast að við eigum eftir að svekkja okkur á því þegar upp er staðið en vonandi ekki.

 3. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta lítur ekki vel út.

  https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-premier-league-charge-breaking-28445593

  Þessir djöflar sem stjórna ensku úrvalsdeildinni hætta ekki fyrr en klúbburinn er dauður.

 4. Finnur skrifar:

  Tarkowski í liði vikunnar að mati BBC:
  https://www.bbc.com/sport/football/68052104

Leave a Reply