Everton – Man United 0-3

Mynd: Everton FC.

Stórleikur helgarinnar var viðureign Everton við Manchester United á heimavelli okkar manna, Goodison Park.

Það var sérstakt andrúmsloft á þessum leik, en þetta var fyrsti leikur Everton eftir mjög svo umdeildan stigafrádrátt upp á 10 stig og stuðningsmenn stóðu fyrir hressilegum mótmælum gegn forystumönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

Ritari missti af þessum leik og því bauðst formaður okkar, Haraldur Örn, til að dekka skýrsluna. Við kunnum honum bestu þakkir fyrir og gefum honum orðið.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), Young, McNeil, Gana, Garner, Harrison, Doucouré, Calvert-Lewin.

Varamenn: Virginia, Godfrey, Keane, Patterson, Coleman, Danjuma, Chermiti, Dobbin, Hunt.

Sem sagt, Gana kemur beint inn í liðið í staðinn fyrir Onana, sem er ekki í hóp og Beto er hvergi sjáanlegur heldur, en hann hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum.

Manchester United mætti á Goodison Park í dag og það var algjör martraðar byrjun á leiknum þegar Dalot átti fyrirgjöf djúpt inn á teiginn, fyrirgjöfin virtist þó vera aðeins of há og var að fara yfir Garnacho en hann hlóð í hjólhestaspyrnu og smellhitti boltann sem flaug í fjærhornið og Pickford kom engum vörnum við.

Eftir markið fóru Everton menn að ná undirtökum í leiknum og unnu sig vel inn í leikinn. Young braut reyndar klaufalega af sér og fékk gult spjald snemma leiks, sem gerði honum erfitt fyrir í varnarleiknum það sem eftir var leiks.

Eftir um hálftíma leik kom besta færi Everton. Fyrst átti Calvert-Lewin skalla beint á Onana, mínútu seinna var Calvert-Lewin aftur á ferð, en hann átti skot sem Onana varði. McNeil fylgdi á eftir, en ungi miðjumaður United, Mainoo, náði að bjarga á línu.

Everton vann boltan strax aftur og Doucoure komst í ákjósanlegt færi en setti boltann rétt framhjá marki. Hreint ótrúlegt að setja ekki allavega eitt mark á þessum þremur mínútum. Everton átti nokkur fín færi það sem eftir var hálfleiks en náði ekki skora.

Ósanngjörn að vera 0-1undir í hálfleik.

Snemma í seinni hálfleik braut Young á Martial innan teigs en dómarinn dæmdi leikaraskap á Martial. Dómarinn var hins vegar sendur í skjáinn og því var snúið við og Rashford skoraði úr vítinu. Mínutu eftir markið átti Gana Gueye frábært skot utan af velli en Onana varði frábærlega frá honum.

Í seinni hálfleik var leikurinn jafnari og United náði að koma boltanum betur milli manna og að lokum skoruðu þeir þriðja mark leiksins, þegar Martial vippaði boltanum yfir Pickford eftir góða sendingu frá Bruno Fernandes.

Mykolenko komst næst þvi að minnka muninn fyrir Everton þegar hann átti gott hlaup inn á teiginn en skot hans fór í slánna.

Vond helgi fyrir Everton þar sem Luton og Bournemouth unnu sína leiki og því fimm stig í öruggt sæti eftir stigafrádráttinn. Frammistaðan var þó fín úti á velli en vandamálið að klára ekki færin sín og fá svo á sig eitt undramark og klaufalegt víti sem klárar leikinn.

Við þökkum Halla kærlega fyrir skýrsluna!

Einkunnir Sky Sports: Pickford (5), Young (5), Tarkowski (6), Branthwaite (6), Mykolenko (6), Gueye (5), Garner (6), Harrison (5), McNeil (5), Doucoure (5), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Danjuma (6), Patterson (6).

8 Athugasemdir

  1. Eirikur skrifar:

    Slakur dómari og slök færanýting.
    McNeil ekki að heilla.
    Typiskt að fá á okkur mark úr eina færi MU í seinni og tapa 1-2 sárabóta mark í restina.

    • Þór skrifar:

      0-2 á heimavelli og engir varamenn nýttir af bekknum?

      Verður að segja að Dyche er frekar tregur þjálfari.

  2. Finnur skrifar:

    Það er vont að fá á sig svona goal-of-the-season grísamark þetta snemma leiks gegn liði eins og United, sem kunna að útfæra skyndisóknir vel. Það breytir mikið nálguninni á leikinn.

    Nottingham Forest úti næst.

  3. Finnur skrifar:

    Ég myndi líka vilja sjá að rafmagnstæki, hjá stjórum sem eru î banni, væru ekki leyfð á meðan þeir sitja uppi í stúku að „taka út“ bannið, augljóslega með handfrjálsan búnað á farsíma sínum til að koma skilaboðum áleiðis á bekkinn. Annars er þetta bann bara einhver farsi.

  4. Ólafur skrifar:

    hæ Finnur ég er sammála þér en við gátum ekki nýtt færin og okkur var refsað fyrir það en já við þurfum bara að halda áfram dómgæslan var skita í dag algjör hörmung hann var klárlega með Man.Utd en boys við verðum að halda áfram og hafa trú á þessu við erum allt og stór klúbbur til að fara niður um deild og við hittum bara því miður ekki á okkar dag en samt pirrandi þegar að dómgæslan á mikin hlut í svona stórleik en UTFT lifi stórveldið aldrei gefast upp

  5. AriG skrifar:

    Flottur fyrri hálfleikur hjá Everton mjög óheppnir að vera undir í hálfleik. Er Beto meiddur allavega var ekki á bekknum? Vonandi kemur Onana sem fyrst Gana heillar mig ekki lengur. A. Young heillar mig ekki gerir aftur mjög slæm mistök og þá hrundi leikur Everton eftir vítið. Ben Godfrey og Pattersen geta alveg spilað þessa stöðu. Auðvitað hefur þessi heimskulegi 10 stiga frádráttur áhrif á liðið. Fannst enginn standa uppúr.

  6. Þorri skrifar:

    Ólafur ég er sammála þér er of stór klubbur til að falla.Við hifum okkur upp sokana og gerum þetta saman Áfram EVERTON