Opinn þráður – 10 stig dregin af Everton

Mynd: Everton FC.

Óháður dómstóll á vegum ensku Úrvalsdeildarinnar komst að þeirri niðurstöðu í dag að Everton hefði brotið gegn Financial Fair Play (FFP) reglum deildarinnar og dæmdi svo að 10 stig skyldu koma til frádráttar nú þegar.

Þetta mun vera stærsta refsingin í sögu Úrvalsdeildarinnar, sem er svolítið undarlegt í ljósi þess að hér er ekki um að ræða nema 20M punda í of mikið tap — á tímum Covid og stríðs í Úkraínu. Everton bar auk þess sínar ákvarðanir undir Úrvalsdeildina til að fá fullvissu um að verið væri að fylgja reglum.

Til samanburðar þá fengu Portsmouth frádrátt upp á 9 stig, einu minna en Everton, fyrir að keyra klúbbinn sinn í gjaldþrot og í öðru (nýlegra) máli bókfærðu Man United 266M evra meira Covid tap en þeim var leyfilegt skv. FFP. Dómur UEFA hljóðaði upp á heilar 300þ evrur í sekt. Er þetta ekki pínu rotið í samanburði? Tala nú ekki um þegar 6 ónefndir klúbbar ætluðu að leggja enska boltann í rúst með því að stofna svokallaða „Super League“ (og taka allar sjónvarpstekjurnar með sér) þá var bara slegið á puttann á þeim.

Everton hefur þegar gefið út að áfrýjað verði í málinu, en á meðan er liðið aftur komið í fallsæti — fer úr 14. sæti niður í það 19. og er nú með fjögur stig, eða jafn mörg stig og botnliðið.

Orðið er laust.

17 Athugasemdir

 1. Magnús skrifar:

  Eigið eftir að uppfæra stöðutöfluna hægra megin á síðunni

 2. Finnur skrifar:

  Everton var í dag dæmt í 10 stiga frádrátt fyrir eitt brot á FFP reglunum. Það verður athyglisvert að sjá hvað verður um City málið, því þeir eru sagðir hafa brotið 115 sinnum á þessum FFP reglum.

  Ég velti fyrir mér hvort þetta verði meira í líkingu við það þegar Úrvalsdeildin ákvað að taka harðar á leikaraskap inni í teig árið 2017, með því að dæma menn í bann eftir á út frá myndbandsupptökum. Ég hélt að því væri ætlað að taka á svona Luis Suarez rugli, þar sem hann var ítrekað að kasta sér í grasið án snertingar frá mótherja til fiska spjöld og víti (sbr. Rodwell rauða spjaldið í derby leik á Goodison).

  En nei, þeir dæmdu framherja okkar, Oumar Niasse, í tveggja leikja bann fyrir það eitt að varnarmaður Palace keyrði með öxlina á undan sér inn í hliðina á Niasse til að loka á hlaupaleiðina að marki. Mér vitanlega hefur enginn annar leikmaður, á þeim 6 árum sem eru liðin síðan þá, fengið leikbann eftir á.

  Nú er spurning hvað gerist í City málinu?

 3. Finnur skrifar:

  En það er ýmislegt jákvætt í þessu.

  – Þetta hefðu getað verið 12 stig, en ekki 10, plús feit sekt og/eða bann við leikmannaskiptum.
  – Málið er ekki lengur að hanga yfir klúbbnum eins og einhver snjóhengja (fyrir utan áfrýjun, sem væntanlega gildir þá í mesta lagi til refsilækkunar).
  – Við fáum væntanlega loksins almennilegar upplýsingar um það nákvæmlega hvað var verið að dæma á.
  – Þetta hefði verið dauðadómur fyrir einu til tveimur tímabilum síðan. En núna er liðið, eftir frádrátt, aðeins einum sigri (og næstum því bara einu jafntefli) frá því að komast upp úr fallsæti, með þrjú önnur lið í nágrenninu sem varla virðast geta keypt sér stig.

 4. Þór skrifar:

  Þetta er skandall!

  Stærsta refsing í sögu deildarinnar. Klikkað. Við höfum varla keypt leikmenn í 3 ár.

  Hvaða refsingu fengu t.d. félögin 6 sem ætluðu að draga sig úr deildinni?

  Einar reglur fyrir sum félög – önnur fyrir Everton. Spilling. Staðfest.

 5. Albert skrifar:

  Það á fyrst og fremst að vera ekki að brjóta af sér. Það gengur ekki fyrir mann að segja að hinir hafi keyrt á ólöglegum hraða þegar maður er nappaður á of miklum hraða, en já þetta er drullu spilling ef ekki er komið fram við aðra eins og okkar klúbb!

 6. Finnur skrifar:

  Gerum ráð fyrir að þetta verði lokaniðurstaðan og snúum þessu dæmi aðeins við…

  Segjum að annað lið lendi í svipaðri stöðu eftir nokkur ár — en ekki með tuttugu milljónir í of mikinn mínus, heldur tvö-hundruð milljónir. Það lið hefur, til að bæta gráu ofan á svart, ekki haft Premier League með í neinum ráðum, virðir ekki FFP ferlið að nokkru leyti og gerir auk þess allt til að hindra rannsóknina: felur og falsar gögn, lýgur í vitnastúkunni, og svo framvegis. Allt andstætt því sem Everton hefur gert hingað til, eftir því sem ég fæ best séð.

  Þetta eru málin sem þú fullnýtir refsirammann í, því að annars hafa lið — um leið og þau eru komin í 20M punda mínus — að nákvæmlega _engu_ að keppa með að liðka fyrir rannsókn eigin máls. Það er búið að setja fordæmi: 20M punda mínus == Premier League biður um hámarksrefsingu. Lið sem eru _ekki_ að gera allt til að blokkera rannsóknina eru þar með að skjóta sig í fótinn. Það verður hvort eð er beðið um hámarksrefsingu.

  Ég minni á að í nútíma fótbolta eru 20M punda ekki meira en það sem einn efnilegur táningur kostar og þetta er innan við tíundi hluti af upphæðinni sem United voru gripnir með. Svo voru þættir sem ættu að koma til refsilækkunar því t.d. var þetta á tímum Covids, þegar fyrirtæki voru að berjast í bökkum. Fyrir utan það að Everton hefur reynt að fylgja ferlinu og virða það.

  Það að Premier League hafi beðið um hámarksrefsingu finnst mér einfaldlega galið og ég get ekki séð að klúbburinn eigi að láta þetta yfir sig ganga eins og einfalda stjórnvaldssekt.

  • Helgi Hlynur skrifar:

   Svo sammála þér Finnur, þetta er galið.
   En mér sýnist að það sé bara alveg möguleiki fyrir liðið að hanga uppi þrátt fyrir þetta, það virðist vera góður andi í hópnum og menn eru að berjast og virðast vera í fanta formi. Ef við lendum ekki í mörgum slæmum meiðslum spái ég að við endum í 15. sæti.
   Að því gefnu að sleppum við neikvæðni
   stuðnigsmanna.

 7. Elvar Birgisson skrifar:

  Þetta er mjög áhugaverð niðurstaða og ef áfríjun virkar ekki og Everton endar með -10 stig þá er Everton samt bara 2 stig frá fallstæti sem er bara ansi jákvætt. Svo er spurning hvort City eða Chelsea verði ekki bara sent niður um deild og þá er spurning hvar stendur Everton þá.

  Varðandi ákæruna þá var andsvar Everton í 6 liðum og er gaman að ræða amk nokkrar þeirra.
  Hámark tap klúbbs í Úrvalsdeild á Englandi er 105 milljónir punda skv FFP og Everton endaði með 119.5 milljónir í mínus, en af hverju?
  Þeir keyptu leimenn fyrir um 5 árum fyrir mikinn pening en voru með tekjur á áætlun sem skiluðu sér ekki.
  1. Það kom Covid og það kom minna inn
  2. Everton var með styrktaraðila í Usmonav með ýmsa samninga og sem Rússi þá var lokað á það allt þegar stríð Rússa og Úkraínu brast út. Hann var með amk 2 samninga með USM Finch farm æfingasvæði Everton og Megafone sem var áberandi á Goodison Park og þar að auki var hann að selja nafnarétt á nýjum leikvangi fyrir allt að 200 milljónir á 10 árum sem var svo dregið til baka
  3. Everton keypti nýjan leikvang og notaði peninga eiganda en ef klúbburinn hefði tekið lán þá hefði þeir ekki lent í þessu skv. því sem maður heyrir amk.
  4. Everton gat sett kæru á Gylfa fyrir brot á samning en okkar klúbbur gerir ekki svoleiðis og það kemur út sem tap því miður.
  Það eru fleiri atriði sem Everton bendir á en ég er ekki með þær upplýsingar nú.

  Sá samantekt um að eyðsla Everton seinustu 5 árin þá var liðið í 15 sæti yfir eyðslu úrvaldseildarfélaga og það er alveg klárt að seinustu glugga þá hefur klúbburinn verið að selja leikmenn og kaupa og enda nánast á núlli.

  Everton mun áfríja og sumir telja að það verði breytt í færri frádregin stig eða fellt niður því það sem mun fylgja efttir eru kærur gegn City, Chelsea og fleirum og ef Everton endar með 10 stiga frádrætti þá eru umrædd lið felld um deild myndi ég halda

  Mér finnst bara ágætt að miða við það að 10 stig eru töpuð en að er bara 2 stig frá fallsæti og Everton heldur sér í deildiinni og við brunum á nýjan stórkostlegan leikvang á Bramley Moore sem er mikið tilhlökkunarefni.

  Það verður gaman að fylgjast með þessu áfram en það virðist sem svo að Everton hafi verið notað sem viðvörun fyrir aðra klúbba því miður.

  Next on er Everton gegn United og ég mun horfa á hann á bar í Chicago og það verður gaman að sjá hvernig leikmenn Everton mæta til leiks eftir allt sem á undan er gengið. Klár 3 stig 🙂

  • Ari S skrifar:

   Ég velti því fyrir mér í sambandi við mál Gylfa okkar. Hann var aldrei ákærður og með það í huga hefði ekki Everton getað sótt þá til saka sem settu Gylfa í farbann. Þ.e. bresku dómstólana?

   Everton hefði vel getað selt Gylfa fyrir 19.5 milljónir.

   Mín skoðun, mín spurning.

  • Elvar Örn skrifar:

   Vil bæta við og leiðrétta. Hámarks skuld er 105 milljón punda yfir 3 ár niðurstaðan er 124.5 milljón punda sem gerir 19.5 yfir leyfilegu hámarki miðað við útreikninga óháðrar nefndar.

   Samningar USM við Everton sem er félag Usmanov, sem er ríkur Rússi, voru afskrifaðir í kjölfar stríðsins við Úkraínu var með 15 samninga við Everton sem voru dregnir til baka þmt 200 milljóna punda naming right á Bramley Moore hinum nýja leikvangi Everton.
   Manchester United var að sögn 43 milljónir yfir FFP 2019-2022 og þeir fengu 250 þúsund punda sekt.
   Ef Everton hefðu skráð sig gjaldþrota þá hefðu þeir bara misst 9 stig ef litið er á söguna.

   Áhugaverðar pælingar en þessi niðurstaða virðist vera að draga Everton aðdáendur saman og þeir eru að fá stuðning frá öðrum liðum og aðdáendum svo ég er bara jákvæður þrátt fyrir þessar fréttir.

   Það er vika í næsta leik og ég spái því að augu allra verði á þeim leik í kjölfar þessara frétta og ég er sannfærður um að leikmenn verða með allan stuðning sem í boði er til að vinna þann leik.

 8. AriG skrifar:

  Finnst bara gott að það sé niðurstaða komin í þetta mál. Ekki gott að hafa óvissu áfram það mundi trufla liðið. Auðvitað er maður ekki sáttur með þetta en samt verð ég að viðurkenna að eyðsla Everton í nýja leikmenn fór alveg úr böndunum en hefur lagast síðustu 2 ár samt virðist það ekki duga til að sleppa við refsingu. Auðvitað á Everton að áfrýja þessu og ég skil ekki hvernig hin liðin sleppa endalaust t.d. Chelsea og City og jafnvel fleiri lið. Vonandi fellur þá niður frekari ákærur og efast um að önnur lið geti þá sótt um skaðabætur þau sem fellu niður um deild. Samt þekki ég það ekki alveg og hvort það mundi ganga og hver ætti að borga skaðabæturnar ekki má Everton eyða meira fengu þá bara aðra ákæru. Meira bullið þetta.

 9. torrii@hotmail.co skrifar:

  Ég verð á leiknum vondi verða fleiri frá okkur og ég lofa sigur kv þorri

 10. torrii@hotmail.co skrifar:

  Sælir félagar þetta er leiðindar mál.Við getum verið sammála því.en ég ælta að fara á Gudesonpark að sjá Everton að vinna Manchester á sunnudaginn klukkan 17.30 og vonandi koma fleiri frá klúbbnum okkar að sjá leikinn OG við segjum Áfram EVERTON

 11. þorri skrifar:

  sælir félagar þetta er ömurlegt mál.Og nú er bara að snua blaðinu við og verum bjarsín. ég er að fara til liverpool á föstudaginn og ælta að fara á leikinn hjá okkar Everton Manc og vonandi sé ég einhvern frá klubbnum kv þorri

 12. þorri skrifar:

  rétt nuna