Beto skrifar undir!

Mynd: Everton FC.

Everton tilkynnti í dag um kaup á sóknarmanninum Beto — eða Norberto Bercique Gomes Betunca, eins og hann heitir fullu nafni (reynið að panta það aftan á treyju!). Hann kemur til Everton frá Udinese, þar sem hann var markahæsti leikmaður þeirra á síðasta tímabili.

Beto er 25 ára gamall, 194 cm á hæð og þykir sterkur, eljusamur og sprettharður, sem og öflugur skallamaður. Svo öflugur að þegar kemur að því að vinna skallaeinvígi er hann í efstu 20 prósentum yfir framherja í efstu 5 deildum Evrópu. Sagan sýnir líka að hann hefur náð upp í tveggja stafa tölu í markaskorun síðustu fjögur árin í röð og vonandi að það haldi áfram.

Hann er fimmti leikmaðurinn sem Sean Dyche fær til liðs við Everton, á eftir Jack Harrison, Youssef Chermiti, Arnaut Danjuma og Ashley Young. Kaupverðið var ekki gefið upp en BBC segir að það hafi verið 25.75M punda.

Hér í lokin er svo skemmtileg vídeóklippa af Beto:

Velkominn til Everton, Beto!

2 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Mér líst ágætlega á þennan kappa, minnir mig svolítið á Lukaku. Stór, sterkur, þokkalega fljótur, áræðinn og með fyrstu snertingu eins og jarðýta.
    Vonandi smellir hann nokkrum í netið fyrir okkur á tímabilinu.

  2. AriG skrifar:

    Sennilega frábær kaup. Sá smá klippur þegar hann sólar leikmenn er greinilega mjög góður. Sammála Ingvari ekta Lukaku no. 2. Þá eru við búnir að kaupa 2 nýja sóknarmenn. Miðjan er fín ef allir eru heilir þar. Mundi núna vilja fá næst mjög góðan varnarmann frekar en einn sóknarmann í viðbót. Þurfum líka hægri vængmann þá er þetta orðið ok nema hreinsa meira til sennilega of seint núna.