Everton – Newcastle 1-4

Mynd: Everton FC.

Fallbaráttan harðnaði í gær, þegar Nottingham Forest náðu loksins þremur stigum úr Úrvalsdeildarleik eftir langa hrinu án sigurs. Ekki minnkaði það stressið hjá manni, sem var nú þó nokkuð fyrir, við að þurfa að mæta liði Newcastle á bullandi siglingu í baráttu um Meistaradeildarsæti. Þeir unnu Tottenham á dögunum 6-1, sem er svo stórt að það… eiginlega gætu mögulega meira að segja virkað okkar mönnum í hag, eða það vonaði maður allavega. Því það er alltaf möguleiki á að menn slaki á og ofmetnast — ekki síst þegar andstæðingurinn er mun neðar í deild. En, það var ekki raunin í kvöld.

Fyrir leik leit tölfræðin svona út:

Það komu mjög góðar fréttir fyrir leik þegar uppstillingin var birt, því að Doucouré, Onana og Calvert-Lewin voru allir í hóp, sem var mjög kærkomin sjón. Gray var hins vegar á bekknum.

Uppstillingin: Pickford (fyrirliði), Mykolenko, Tarkowski, Kean, Godfrey, Gana, McNeil, Onana, Doucouré, Iwobi, Calvert-Lewin.

Varamenn: Begovic, Mina, Coady, Patterson, Davies, Garner, Gray, Simms, Maupay.

Ég fékk gæsahúð fyrir leik þegar ég hlustaði á áhorfendur syngja Spirit of the Blues hástöfum á pöllunum. Skilst að tekið hafi verið á móti rútu leikmanna með blysum og líklega hefur andrúmsloftið verið magnað þar líka.

Uppstillingin 4-3-3 samkvæmt þulum fyrir leik. Ekki viss um að það verði raunin, en hvað um það.

Ágætis pressa frá Everton frá upphafi og lítið að frétta hjá Newcastle. Frábært að sjá hungur og ákefð í leik Everton og stemninguna á pöllunum. 

Gana með fyrsta skot leiksins á mark, langskot og lítil hætta. Sömuleiðis lítil hætta af Newcastle — ekkert færi fyrstu 20 mínúturnar og þeir virtust sáttir við stigið, byrjaðir að tefja snemma.

McNeil reyndi langskot á 21. mínútu en ekki nógu hnitmiðað. 

Everton miklu betra liðið og ekkert að frétta hjá Newcastle í heilar 27. mínútur en svo var heppnin með þeim þegar þeir náðu sínu fyrsta skoti á mark. Pickford varði skot innan teigs frá Joelinton, boltinn út í teig, breytti um stefnu af löppunum á Tarkowski sem varð að 50/50 bolta inni í teig, þar sem Callum Wilson var hársbreidd nær en Mykolenko og skoraði í autt netið. 0-1, þvert gegn gangi leiks.

Á 48. mínútu uppskar Everton eins og sáð var, hélt maður. Calvert-Lewin fékk stungu í gegnum vörnina og kláraði færið. En hann var því miður dæmdur rangstæður! 0-1 í hálfleik. Skítamark sem skilur liðin að.

Engin breyting í hálfleik hjá liðunum.

Newcastle menn byrjuðu seinni hálfleik af krafti, og komust í dauðafæri vinstra megin í teig. Reyndu skot í hliðarnetið fjær, en Tarkowski náði að hreinsa í horn.

Iwobi svaraði með frábærum háum bolta inn í teig en Calvert-Lewin var ekki á sömu bylgjulengd. Hefði fengið skallafæri einn á móti markverði.

Iwobi náði frábærum spretti upp hægri kant á 52. mínútu og kom Calvert-Lewin í frábært skotfæri á 52. mínútu með flottri sendingu inn í teig en Newcastle menn náðu að loka á það og hreinsa í nauð í innkast. 

Newcastle menn náðu skoti á mark á 69. mínútu, pínu óvænt en Pickford varði glæsilega í horn. Þetta var viðvörunarbjalla sem ekki var sinnt. Willock sneri á Godfrey og komst inn fyrir hann í hægri bakverðinum á 72. mínútu og náði stuttri sendingu fyrir, beint á Joelinton sem skallaði inn. 0-2. Endanlega game over. 

Maupay inn á fyrir Onana í kjölfarið, en þriðja mark Newcastle kom svo á 75. mínútu. Langskot upp í vinkilinn frá D-inu og Pickford átti engan séns.

Á 80. mínútu náði Everton loks að svara — eftir horn að sjálfsögðu. Dwight McNeil tók hornið og boltinn sigldi framhjá öllum og beint í hliðarnetið innanvert. Mark beint úr horni. 1-3. 

En það var allt of lítið og allt of seint og Newcastle menn svöruðu auk þess strax með marki.  Simms og Garner inn á, strax í kjölfarið, fyrir Gana og Calvert-Lewin. 

Þeir héldu svo að þeir hefðu skorað annað mark á 90. mínútu, en augljóslega rangstæðir í aðdragandanum.

1-4 niðurstaðan. 

Einkunnir Sky Sports: Pickford (5), Godfrey (3), Keane (5), Tarkowski (5), Mykolenko (4), Onana (5), Gueye (4), Doucoure (5), Iwobi (4), Calvert-Lewin (6), McNeil (6). Varamenn: Maupay (5), Garner (5).

Tölfræðin lítur ansi illa út í augnablikinu eins og sjá má…

Það er fátt sem vekur hjá manni bjartsýni við þennan lestur. Kannski helst það að Everton á núna fæsta leiki (ásamt Nottingham Forest) við lið í efri hlutanum og á svo tvo leiki í lokin við lið sem verða með annan hugann við sumarfríið og líklega bæði búin að tryggja sig. Southampton menn eru svo gott sem fallnir — þurfa eiginlega að vinna alla leikina sem eftir eru á tímabilinu til að redda sér, sem er ólíklegt þegar horft er til þess að þeir hafa bara fengið 1 stig úr síðustu 5 leikjum.

Hér er svo leikjaplanið sem eftir er…

9 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Vonandi verður þetta ekki hræðilegt.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Game over!!

 3. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Newcastle er í Saudi búningunum sínum. Ég las eitthvað í dag um að þeir hefðu ekki unnið leik í þessum búningum á tímabilinu. Týpískt fyrir Everton að vera fyrsta liðið til að tapa gegn þeim í þessum búningum.

 4. albert skrifar:

  Þori ekki að horfa á leikinn!

 5. Eirikur skrifar:

  Bakverðirnnir okkar eru ævintýralega slakir. Sendingar fyrir slakar og of fáir inni í teig þegar þær koma.
  Ótrúlega margar slakar sendingar hjá mönnum sem eru ekki undir pressu. Þetta verður erfitt í seinni hálfleik.

 6. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Algjört aulamark að fá á sig. Ég taldi amk fjóra varnarmenn Everton sem allir voru bara að horfa á boltann, engum þeirra datt í hug að líta til hliðar og athuga hvort það væru að koma sóknarmenn inn í teiginn fyrr en of seint og auðvitað var það Callum Wilson sem skoraði, hann er einn af þessum mönnum sem alltaf virðist skora á móti okkur.

 7. Thor skrifar:

  Vörubílstjórinn Dyche setti síðasta naglann á Everton líkkistuna.

  Það er Sunderland lykt af þessu rusli sem spilar fyrir Everton.

  Ekki séns að liðið fari aftur upp í bráð með rottuna Kenwright við stjórn.

  (afsakið orðbragðið drengir)

  Stærsti glæpur glæsilegrar sögu Everton þetta tímabil allt.

 8. Eirikur skrifar:

  Það að Lampard hafi ekki verið rekinn í landsleikja hléinu er mesta bullið. Og síðan öll kaup undanfarin ár. Það er sannarlega kominn fall fnykur enn 7 stig gætu bjargað okkur enn hvaðan þau eiga að koma er ekki gott að sjá.

 9. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Everton
  1878-2023
  RIP