Sean Dyche ráðinn

Mynd: Sky Sports

Samkvæmt heimildum Sky Sports (frétt) hefur Everton skrifað undir samning við Sean Dyche um að gerast næsti stjóri Everton. Hann tekur við af Frank Lampard, sem var rekinn á dögunum eftir innan við ár í starfi og skilur við félagið í 19. sæti og aðeins fyrir ofan Southampton á markatölu. Klúbburinn á reyndar eftir að staðfesta samninginnn við Dyche, en þess er vænst í dag. Uppfært 30. janúar 2023: Klúbburinn hefur staðfest fréttirnar.

Sky Sports fóru yfir ástæður þess að Dyche varð fyrir valinu og voru tvær ástæður nefndar. Annars vegar tengsl hans við leikmenn í hópnum, en hann náði því besta út úr Michael Keane og Tarkowski, en ekki síður vegna þess hversu oft hann náði að bjarga Burnley frá falli, þrátt fyrir takmarkaðan hóp og litla fjármuni ár eftir ár.

Í fréttinni, sem og þessari, var farið yfir ástæður þess að Moshiri valdi Dyche, kemur fram að hans uppáhalds aðferð er varnarsinnuð 4-4-2 uppstilling þar sem pressað er nokkuð framarlega og lögð áhersla á vinnusemi, elju og gott vinnusiðferði. Burnley voru í 7. sæti hvað varðar árangur í því að halda hreinu, sem okkar lið vantar sárlega. Þeir voru jafnframt í 5. sæti yfir flestu krossa og í efsta sæti hvað varðar skottilraunir úr aukaspyrnum, löngum boltum og skallaeinvígum. Það má gera ráð fyrir því að þetta verði það sem koma skal hjá Everton.

Skv. fréttum Sky Sports er Everton einnig í viðræðum við Newcastle um að selja Anthony Gordon fyrir 45m punda og ef það reynist rétt ætti að vera fyrir hendi peningur fyrir Sean Dyche til að styrkja liðið, en það þarf að hafa hraðar hendur því lítill tími er fyrir höndum til að styrkja liðið.

Við bjóðum Sean Dyche velkominn til félagsins og vonum heitt og innilega að hann reynist farsæll í starfi.

6 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Það er enn engin tilkynning kominn frá klúbbnum okkar. Sean Dych er þó búinn að vera á Finch Farm í allan dag. Gordon er farinn og inn koma 45 milljónir punda. Dyche vill fá Gyokerefrá Coventry sem er fínn leikmaður, sænskur landsliðsmaður. Sagt er að Dyche vilji líka fá Ryan Fraser sem er skoskur landsliðsmaður.

  • Ari S skrifar:

   Af þessum 45 milljónum eru strax komnar 40 milljónir á borðið og hefur heyrst að þær fari í að versla leikmenn núna.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta hefur reyndar enn ekki verið staðfest af Everton, ég held því í vonina um að þetta sé ekki að gerast, en það er líklega borin von.
  Ég verð því líklega að sætta mig við þessa ráðningu og hlakka til að sjá skítaklepra eins og Ashley Barnes eða Chris Woods klæðast bláu treyjunni og skora ekki. Það er þó kostur að maður horfir á leikina í sjónvarpi en ekki á Goodison, maður fengi fljótlega hálsríg á því.

  Bielsa mætti víst í viðtal með ítarlegt plan um hvernig hann ætlaði að taka félagið í gegn frá akademíu og upp úr, þá voru menn snöggir að segja nei takk enda plan og skipulag eitthvað sem ekki er vel séð hjá þessari fávitasamkomu sem stjórnar félaginu.

  • Diddi skrifar:

   ég sá einmitt komment frá einum enskum stuðningsmanni sem var ekki hrifinn en sagði að ef að liðið bjargaði sér frá falli þá væri honum drullusama þó boltinn snerti ekki jörð fyrr en í vor

 3. Eirikur skrifar:

  Held að þetta sé eini stjórinn sem að getur mögulega bjargað okkur frá falli. Væri bara mjög sáttur við 4-4-2 því að það er löngu ljóst að engin í herbúðum Everton getur skilað því sæmilega að vera einn á toppnum. Eins kemur hann vonandi með skýr fyrirmæli um hvernig liðið eigi að spila sem var eitthvað sem ég veit ekki hvað var hjá Lampard. Sammála Ara hér á öðrum þræði að það var tilgangslaust að vera með einhver panik kaup sem engu hefðu skilað nema fjáraustri. Síðan er vont hvernig umræðan er orðin hjá stuðningmönnum ytra í garð stjórnar Everton og ljóst að þar er ekki að verð nein sátt og verður ekki fyrr enn breytingar verða á stjórninni eða eignarhaldi.

%d bloggers like this: