Aston Villa – Everton 2-1

Mynd: Everton FC.

Meistarar Elvar og Georg sáu í sameiningu um þessa leikskýrslu í fjarveru ritara sem var á ferðalagi um Idaho og Colorado. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir og gefum þeim orðið:

Everton mætti Aston Villa á heimavelli Aston Villa. Conor Coady að spila sinn fyrsta leik fyrir Everton á meðan Onana byrjaði á bekknum.

Uppstillingin: Pickford (c), Tarkowski, Coady, Holgate, Mykolenko, Patterson, Doucoure, Iwobi, Gray, McNeil og Gordon

Varamenn: Begovic, Keane, Onana, Dele, Coleman, Davies, Vinagre, Rondon og Mills.

Ekki var mikið um færi í fyrri hálfeik, Everton átti erfitt með að byggja upp sóknir á meðan Villa var meira með boltann án þess þó að ná að ógna mikið. Aston Villa komst yfir á 31. mínútu með sínu fyrsta skoti á markið þegar Danny Ings gerir vel þegar hann fær sendingu frá Ollie Watkins snýr Doucoure af sér og setur hann í hornið. Eftir markið fór Doucoure út af meiddur og inn á kom Tom Davies. Staðan 1-0 fyrir Aston Villa í hálfleik.

Everton byrjaði seinni hálfeik vel og þjörmuðu að Villa liðinu án þess þó að ná að koma sér í almennilega góð færi. Þegar leið á seinni hálfleikinn vann Villa sig betur í leikinn og hélt boltanum vel. Bæði lið áttu sín færi í seinni en þó mikið um hálffæri. Rondon kom inn fyrir McNeil á 64. mínútu. Onana og Dele komu inn á 81. mínútu fyrir Coady og Gray.

Á 85. mínútu komst Villa í 2-0 með marki Emiliano Buendia, stoðsending frá Ollie Watkins. Everton voru fljótir að svara fyrir sig og minkuðu muninn á 87. mínútu í 2-1 eftir fína sókn þar sem Onana gerði mjög vel og keyrði upp og sendi hann inn í, sem endaði með sjálfsmarki frá Digne.

Everton reyndi hvað þeir gátu að jafna leikinn í lokinn en ekki gekk það eftir og endaði leikurinn 2-1 fyrir Villa.

Næsti leikur Everton er heimaleikur gegn Nottingham Forest næsta laugardag og koma ekkert annað en 3 stig til greina til að koma þessari leiktíð af stað.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Holgate (6), Coady (6), Tarkowski (6), Patterson (6), Doucoure (5), Iwobi (6), Mykolenko (6), Gray (5), Gordon (6), McNeil (5) Varamenn: Davies (6), Rondon (6), Onana (6), Alli (6)

2 Athugasemdir

  1. Eirikur skrifar:

    Því miður hef ég enga trú á Antony Gordon sem okkar fremsta manni. Og svo eru þessar dýfingar hans ansi þreyttar. Verðum að fá framherjia sem fyrst og einhvern skapandi leikmann.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Hjartanlega sammála Eiríkur. Ég er viss um að við værum að minnsta kosti með tvö stig ef við hefðum skítsæmilegann framherja.

Leave a Reply

%d bloggers like this: