Everton – Arsenal 0-2 (vináttuleikur)

Mynd: Everton FC.

Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins var gegn Arsenal í kvöld í Bandaríkjunum.

Uppstilling: Pickford, Nkounkou, Mina, Godfrey, Patterson, Holgate, Doucouré, Davies, Dele Alli, Gray, Calvert-Lewin.

Varamenn: Restin af leikmannahópinum. 🙂

Ritari verður að viðurkenna að hafa misst af fyrsta korterinu af leiknum — hélt að leikurinn byrjaði á miðnætti. 🙂 Rétt náði að sjá Nkounkou í vinstri bakverði gera tvenn mistök í röð, sem gaf mann litla von um að hann væri að fara að veita Mykolenko samkeppni í bakvarðarstöðunni. Hann reyndar gerði vel í sókn í kjölfarið þar sem hann náði skoti úr erfiðri stöðu, sem hjálpaði smá, en hann var ekki að sýna sínar bestu hliðar í þessum hálfleik allavega.

Arsenal menn betri í fyrri hálfleik og virkuðu beittari, enda skoruðu þeir tvö mörk og það verður eiginlega að viðurkennast að seinna markið skrifaðist á Nkounkou, sem svaf á verðinum og hleypti Saka inn á fjærstöng þar sem hann renndi boltanum í netið. Fyrra markið kom eftir horn þar sem þrír (fjórir?) leikmenn Everton þvældust fyrir hverjum öðrum í hreinsun og boltinn barst til Gabriel Jesus á fjærstöng sem skoraði örugglega.

0-2 í hálfleik. Gaman að sjá Patterson í liðinu loksins, en Coleman er víst að jafna sig af uppskurði. Gott að sjá Davies einnig í liðinu eftir langvarandi meiðsli á síðasta tímabili, að ekki sé minnst á Calvert-Lewin, sem er liðinu afar mikilvægur. Fróðlegt að sjá skiptingarnar í seinni hálfleik og þær reyndust margar — ellefu talsins. Alveg nýtt lið í seinni hálfleik:

Uppstillingin: Crellin (markvörður), Mykolenko, Keane, Tarkowski, Mills, Welch, Gbamin, Warrington, Iwobi, Gordon, Rondon.

Everton byrjaði seinni hálfleik af miklum krafti og strax á upphafsmínútum hefði Rondon getað minnkað muninn þegar hann tók eftir markverði Arsenal, sem var langt frá marklínu, og Rondon reyndi skot af löngu færi en þurfti bara smá meiri kraft til að setja boltann í netið.

Annars var töluvert annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik, en staðan þó samt óbreytt og færin létu á sér standa (báðum megin). Og þó að úrslitin skipta svo sem ekki máli á undirbúningstímabilinu þá fékk Lampard nóg af vísbendingum frá leikmönnum varðandi framtíðina.

Næsti leikur er gegn Minnesota United á miðvikudaginn.

1 athugasemd

 1. Ari S skrifar:

  Ég sá leikinn. Það sem ég „tók“ úr þessum leik var aðallega hversu gaman var að sjá ungu strákana. Stanley Mills, Lewis Warrington og Reece Welsh. Sérstaklega Stanley Mills þar sem ég hafði aldrei tekið eftir nafni hans fyrr. Ekkert víst að þeir fái að spila mikið í vetur en flott að hafa þann möguleika samt.

  Iwobi virðist vera í góðu formi og mjög gaman var að sjá Tarkowski, hann er nákvæmlega eins og ég bjóst við af honum. Fastur fyrir og gefur ekki þumlung ásamt því að vera greinilega fínn karakter.

  Tek ekki meira frá þessum leik fyrsti leikurinn alltaf fyrsti leikurinn en það er greinilegt að okkur vantar menn í ákveðnar stöður. Margir tala um að okkur vanti svokallaða sexu eða #6 sem yrði DF (Defensive Midfielder) eða varnarsinnaður miðjumaður. Og er ég að sjálfsögðu því sammála. Og sóknarmann til að vera með DCL.

  Fyrsti leikurinn svo sem ekkert merkilegur við töpuðum honum og greinilegt að Arsenal voru betri en við. Vonandi hefur það eitthvað að segja að þeir voru að spila sinn 3ja leik en við þann fyrsta.

  kær kveðja, Ari