Mynd: Everton FC.
Þá var komið að heimaleik Everton gegn Brentford. Meistari Elvar tók skýrsluna í fjarveru ritara og kunnum við honum bestu þakkir fyrir og gefum honum orðið:
Uppstilling: Pickford, Mykolenko, Holgate, Branthwaite, Coleman (fyrirliði), Doucouré, Gomes, Iwobi, Gordon, Richarlison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Begovic, Kenny, Allan, Davies, Gray, Rondon, Dele Alli, Price, Welch.
Everton mætti til leiks vitandi að sigur myndi tryggja veru þeirra í deildinni í kjölfar taps Burnley gegn Tottenham og þess að Leeds náði að bjarga stigi í uppbótartíma með jafntefli gegn Brighton. Það var því til mikils að vinna.
Everton átti flott færi í byrjun leiks þar sem Gordon nær ekki að vippa yfir markmann Brentford og boltinn fer á Richarlison sem skallar framhjá. Á 10 mínútu fékk Everton aukaspyrnu og Gordon átti ágæta fyrirgjöf þar sem Richarlison nær framfyrir vörn Brentford og svo ágætis skoti og þaðan fór boltinn í markið með viðkomu í Calwert-Lewin. 1-0 fyrir Everton!
Á 18 mínútu vildu Everton menn fá víti þar sem togað var ansi hressilega í treyju Richarlison og í dágóðan tíma, ekkert dæmt og Brentford sparkar boltanum fram þar sem Toney kemst rétt fram fyrir Brantweite sem fer aftan í Toney og fær við það rauða spjaldið.
Alveg ljóst að á þessum tímapunkti var erfiður leikur framundan og fyrstu þrír valkostir í miðvörð voru meiddir og því var kostur 4 og 5 í þeim Holgate og Brantweite sem byrjuðu og sá síðarnefndi rekinn útaf. Það var því alveg ljóst að vörn Everton átti erfitt verkefni framundan.
Brentford var farið að sækja meira þegar leið undir lok fyrri hálfleiks og alveg klassískt að Coleman setur boltann í eigið mark eftir tilraun Wissa við að senda boltinn inn í teig. Everton átti þó flottan endarsprett í fyrri hálfleik þar sem Richarlison fékk dæmda vítaspyrnu og skoraði úr henni sjálfur. Staðan orðin 2-1 fyrir Everton!
Síðari hálfleikur var að mestu eign Brentford og náðu þeir að jafna metin á 62. mínútu þegar Eriksen tekur hornspyrnu og Wissa stekkur fram fyrir Richarlison og nær ansi erfiðum skalla yfir alla og í fjærhornið, staðan hér orðin 2-2. Aðeins tveimur mínútum síðar nær svo Henry að skora eftir góða fyrigjöf þar sem Gordon gleymir sér algerlega.
Everton skipti Grey og Kenny inn á og voru Everton farnir að sækja meira þegar leið á leikinn og Rondon kom inn á á ca 84. mínútu en fékk svo beint rautt á 88. mínútu með kjánalegri rennitæklingu með sólann í ökkla andstæðins.
Leikurinn endaði 2-3 og þeir tveir sem fengu hér rautt spila ekki meira það sem af er leiktíð en Everton mátti ekki við því enda með marga í meiðslum og þunnur hópur. Everton dugar sigur í öðrum tveggja leikja sem liðið á eftir en þeir mæta Palace í miðri viku á heimavelli áður en þeir heimsækja Arsenal úti um næstu helgi í lokaumferð deildarinnar.
Þess má geta að Leeds á aðeins einn leik eftir (útileik gegn Brentford) og tapi þeir þeim leik eða gera jafntefli þá er Everton tryggt í deildinni óháð því hvað Everton geri í sínum leikjum. Burnley á tvo leiki eftir, úti gegn Aston Villa og svo heimaleik gegn Newcastle.
Richarlison duglegur í dag en erfitt að meta menn þegar liðið spilar manni færri meirihluta leiksins. Kom mér á óvart að Gomes væri áfram inn á þegar Everton urðu manni færri, hefði haldið að Allan væri betri í þeirri varnarvinnu sem þurfti til. Enn er ég hissa á því að Dele Alli fái ekki mínútur og alveg ljóst að margir eru orðnir ansi þreyttir eftir erfitt prógram að undanförnu og eigum nú leik í miðri viku og loka leik næstu helgi. Þar hefði maður haldið að Everton þyrfti að rotera meira milli leikja.
Setjum einkunnir leikmanna hér inn síðar.
Leeds gerði jafntefli sem þýðir að ef Everton vinnur í dag þá eru þeir fjórum stigum fyrir ofan Leeds og fimm fyrir ofan Burnley og þar með öruggir.
Við vitum hvað það þýðir er það ekki?
Ég skal tippa á brentford, þá vinnum við
Þegar ekki næst að mótivera leikmenn fyrir leik gegn varaliði Watford þá er ekki mikil von á bjartsýni! Það á ekki að þurfa að mótívera menn í þessari stöðu. Þessir leikmenn eru flestir aumingjar og Lampard er að gera furðulega hluti svo ekki sé meira sagt! Hef ekki trú á honum
T.d. að taka miðjumann af fyrir varnarmann þegar við erum 2-3 undir ?
Verðum að losna við Gomes, hann er algjörlega gagnslaus. Ég skil ekki hvers vegna í fjandanum hann er í byrjunarliðinu.
Ég held því miður að þetta lið sé algjörlega ófært um að vinna Crystal Palace, hvað þá Arsenal svo það eina sem við getum vonað er að annað hvort tapi Burnley báðum sínum leikjum eða að Leeds tapi sínum. Við getum ekki treyst á leikmenn okkar liðs, þeir eru sérfræðingar í klúðri.
Það hjálpar auðvitað ekki neitt þegar þessir svokölluðu dómarar eru endalaust að skíta í heyið.
https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-lampard-richarlison-penalty-brentford-23966034