Everton – Chelsea 1-0

Mynd: Everton FC.

Það var risaleikur á dagskrá í dag þegar Everton tók á móti Chelsea á Goodison Park. Útlitið fyrir okkar menn var ekki gott fyrir leik, sátu í þriðja neðsta sæti þegar 6 leikir voru eftir og heilum fimm stigum frá öruggu sæti. Burnley menn, einn helsti keppinautur Everton um sæti í Úrvalsdeildinni á næsta tímabili, höfðu verið á mikilli siglingu frá því þeir ráku stjórann og virtust hafa náð að bjarga sér frá falli, sem voru ekki góðar fréttir fyrir Everton. Maður átti svo sem ekki von á þremur stigum úr þessum leik, miðað við gengi Chelsea á útivelli undanfarið (voru að setja félagsmet í útileikjum án taps í hverjum leik sem þeir léku). En það fór svo að Everton sigraði með minnsta mun og voru vel að sigrinum komnir — Chelsea menn hittu ekki einu sinni á rammann í fyrri hálfleik og Everton hefði hæglega getað unnið stærra, þó svo að Chelsea hefðu verið meira með boltann.

Leikjaplanið leit svona út…

Everton átti (fyrir Chelsea leikinn) tvo leiki til góða á Leeds (og Burnley) og manni fannst sem Everton ætti að eiga betri möguleika á stigasöfnun en allavega Leeds, miðað við þeirra plan. En stigin þrjú gegn Chelsea komu mjög skemmtilega á óvart!

Hér er svo tölfræðin, eins og hún leit út fyrir leikinn…

Svona er svo liðið fyrir Chelsea leikinn:

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Holgate, Mina, Coleman (fyrirliði), Doucouré, Delph, Iwobi, Gray, Gordon, Richarlison.

Varamenn: Begovic, Kenny, Branthwaite, Keane, Allan, Davies, Dele Alli, Rondon, Calvert-Lewin.

Róleg byrjun á leiknum og fá færi. Lítið að gerast í sóknarleik Chelsea, sem voru mun meira með boltann, en færin meira Everton megin.

Gray komst inn fyrir vörnina vinstra megin og reyndi skot í hliðarnetið fjær en Mendy varði vel.

Gordon átti skot af löngu færi stuttu síðar en framhjá marki.

Chelsea með eitt almennilegt skot frá Mount, langskot utan teigs en yfir markið. Pickford líka með það allan tímann.

0-0 í hálfleik.

Everton byrjaði seinni hálfleik með geggjuðum hætti, Richarlison stal boltanum af aftasta manni og hann og Gray komust einir á móti markverði. Chelsea maðurinn tók niður Gray og hefði fengið rautt, líklega, ef boltinn hefði ekki endað hjá Richarlison sem skoraði. Allt varð náttúruleg vitlaust á pöllunum. Blysum kastað á völlinn. 1-0 fyrir Everton!!

Örskömmu síðar komst Mykolenko í dauðafæri vinstra megin en hitti. ekki. helv. rammann. Arg!

Á 58. mínútu reyndi Mason Mount skot við vítateigslínu en boltinn fór í innanverða vinstri stöng og þaðan í innanverða hægri stöngina (!) og út. Ótrúleg heppni en hættan var alls ekki liðin hjá. Boltinn endaði hjá leikmanni Chelsea, sem þrumaði á mark en Pickford átti vörslu tímabilsins þar sem hann hann var eiginlega með allan líkamann inni í markinu, fyrir utan fingurgómana, og þeir voru nóg til að verja. Þung sókn Chelsea hélt samt áfram en endaði með skoti á mark frá vinstri, þar sem Pickford fékk boltann í andlitið af stuttu færi. Aldeilis búinn að vinna fyrir kaupi sínu.

Allan kom inn á fyrir Delph á 71. mínútu og Rondón fyrir Richarlison á 80. mínútu.

Chelsea héldu áfram að sækja af krafti án þess að skapa sér færi lengi vel. Það gerði hins vegar Gray fyrir Everton, þegar hann átti skot rétt utan teigs sem sleikti ofanverða slána.

Gordon komst svo í skyndisókn upp vinstri kantinn og alla leið inn í teig en Mendy varði. En Chelsea menn voru hættulegir hinum megin og enn á ný kom Pickford okkar mönnum svo aldeilis til bjargar á 93. mínútu þegar hann kastaði sér á skot út við vinstri stöng af stuttu færi.

Deli Alli kom inn á fyrir Gray á 94. mínútu.

Sjö mínútum hafði verið bætt við og það voru taugatrekkjandi mínútur en þrátt fyrir þunga sókn Chelsea var síðasta færið Everton megin. Rondón komst einn á móti varnarmanni og náði einhvern veginn að halda boltanum vel og leika á varnarmann, með hálf klunnalegum hætti, og hrasa inni í teig, sem óvænt setti Deli Alli í færi en varnarmaður náði að komast fyrir.

Það reyndist síðasta færi leiksins og Everton tryggði sér afar dýrmæt þrjú stig fyrir lokabaráttuna.

Einkunnir Sky Sports ekki komnar. Uppfæri síðar. Uppfært: Degi síðar eru einkunnirnar ekki komnar. Líklega hefur einhver vonsvikinn púlari átt að sjá um einkunnagjöfina á Sky Sports.

13 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég er að skíta á mig af stressi og kvíða. Vonandi mæta okkar menn dýrvitlausir og taka öll stigin en ég ætla ekki að voga mér að spá því að þeir geri það af fenginni reynslu.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Held að Gray gæti hlaupið sig í vandræði þó hann væri einn á vellinum, það kemur ekkert út úr honum og hefur ekki gert síðan í desember. Ég vil fá DCL eða Rondon inn í staðinn fyrir Gray og Richarlison á kantinn.

 3. Ari S skrifar:

  Flottur leikur hjá okkur sérstaklega miðað við stöðuna sem við erum í. Pickford geggjaður, Richarlison sömuleiðis og ég elska Yerry Mina hann er frábær. Stór og góður varnarmaður heldur er hann snillingur inni á vellinum. Nær pirrar menn í kringum sig og svo þegar hann fór alltaf til Pickford og klappaði honum eftir frábærar vörslur í dag. MVP.

 4. Finnur skrifar:

  Geggjuð þrjú stig í dag sem gera helling fyrir botnbaráttuna og geðheilsu stuðningsmanna. Setja líka heilmikla pressu á Burnley og kannski sérstaklega Leeds sem eiga alls ekki öfundsvert leikjaplan fyrir höndum.

  Frábær afmælisgjöf fyrir Ara líka — til hamingju með daginn, Ari! 🙂

  Eftir þessa frammistöðu var ekki laust við að maður hefði hvergi annars staðar vilja vera í dag en með Tryggva og föruneyti á pöllunum á Goodison Park. 11 manns þar á vegum klúbbsins.

 5. AriG skrifar:

  Innilega til hamingju með daginn nafni. Frábær barátta í Everton. Eins og ég hef sagt áður Everton er alltof gott lið til að falla en hafa bara ekki sýnt það ennþá. Pickford, Mina og Richarlison bestu menn Everton og allir aðrir lögðu sig fram. Fannst að Everton ætti að fá viti þegar boltinn fór í einn leikmann Chlesea i vítateig sýndist mér. Svo áttu Everton allavega 2 dauðafæri sem þeir áttu að nýta betur. Núna þýðir ekkert hangs meira og taka restina með dugnaði og baráttu í næstu leikjum.

 6. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Frábær frammistaða hjá öllu liðinu. Gray tróð öllu ofan í mig í seinni hálfleik, gott hjá honum.
  Nú er aftur von og vonandi verður ekki skellur í næsta leik.

 7. Finnur skrifar:

  Þetta var í fjórða skipti í röð sem Everton vinnur Chelsea á heimavelli í deildinni. Frá því að Lampard tók við hafa aðeins tvö lið náð í fleiri stig á heimavelli í deildinni en Everton. #ljónagryfja

 8. Finnur skrifar:

  Pickford og Gordon í liði vikunnar að mati BBC:
  https://www.bbc.com/sport/football/61294168

 9. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Richarlison hefði kannski ekki átt að henda þessu blysi, vonandi sleppur hann með þetta.
  https://www.mirror.co.uk/sport/football/news/everton-richarlison-flare-fa-ban-26846112

Leave a Reply

%d bloggers like this: