Liverpool – Everton 2-0

Mynd: Everton FC.

Þá var komið að derby leiknum við Liverpool á heimavelli þeirra. Þessi leikur hafði mjög mikla þýðingu fyrir bæði lið, því Liverpool varð að vinna til að heltast ekki úr lestinni í baráttunni um deildarmeistara-titilinn. Öll önnur úrslit fyrir þá flokkast sem disaster en hvert einasta stig fyrir Everton dýrmætt í lokabaráttunni fyrir okkar menn, eins og við vitum. Það er oft sagt að dagsformið skipti engu þegar kemur að þessum leik, og var það kannski bara vel. Það kann að virðast óralangt síðan Everton vann Liverpool á Anfield, en það er ekki lengra síðan en á síðasta tímabili. Nú var bara að bíta aftur í skjaldarrendur, hugsaði maður fyrir leik.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Godfrey Keane, Holgate, Coleman (fyrirliði), Allan, Doucouré, Iwobi, Gordon, Gray, Richarlison.

Varamenn: Begovic, Keane, Branthwaite, Kenny, Delph, El Ghazi, Dele Alli, Rondon, Price.

Sem sagt, tvær breytingar frá síðasta leik gegn Leicester: Holgate og Doucouré inn fyrir Delph og Mina. Delph fer á bekkinn en Mina er ekki í hóp. Einnig eru van de Beek, Dominic Calvert-Lewin, Tom Davies, Gomes, Townsend og Nathan Patterson meiddir.

Þær fréttir bárust rétt fyrir leik að Godfrey hefði meiddist í upphitun og því var Keane óvænt í byrjunarliðinu. Meiðslamartröðin heldur áfram — alls ekki það sem við þurfum á þessum tímapunkti. En þá að leiknum…

Gordon komst inn fyrir vörn Liverpool snemma leiks en Alexander-Arnold hrinti honum rétt áður en Gordon komst inn í vítateig en dómarinn, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, dæmdi ekkert. Þulirnir voru eitt stórt spurningamerki og sögðu að þetta væri augljóst brot en líklega hafði hann ekki kjark í að dæma brot, því Gordon var kominn í marktækifæri. Þetta var í þriðja skipti sem dómarinn leyfði Alexander-Arnold að komast upp með bakhrindingu í leiknum, þrátt fyrir að stutt væri liðið af leiknum. 

Liverpool menn áttu erfitt uppdráttar í byrjun leiks og Everton voru mjög skipulagðir og náði að loka vel á þeirra spil og voru meira að segja sprækari fram á við. Lampard setti þetta upp í tvær raðir af fjórum og einn á fremri línunni alltaf að mæta manni með bolta og svo strax aftur á sinn stað. Og þetta virkaði mjög vel.

Mane átti eitt skot yfir markið eftir 20 mínútur utan teigs, en lítil hætta. Pickford alltaf með það. Jota átti svo skot langt framhjá marki vinstra megin nokkru síðar. Engin hætta þar heldur.

Liverpool mikið meira með boltann en Everton hættulegir í skyndisóknum. Í einni slíkri á 33. mínútu setti Richarlison stungu fram á Doucouré sem komst inn í teig og reyndi skot en framhjá fjærstöng vinstra megin. Svolítið þröngt færi en besta færi fyrri hálfleiks.

Gameplan-ið hjá Lampard greinilega að frústrera Liverpool liðið eins mikið og hægt væri og það tókst svo sannarlega í fyrri hálfleik. Liverpool ströggluðu að tengja saman menn í lykilstöðum og sköpuðu engin almennileg færi.

0-0 í hálfleik.

Svipað upp á teningnum í seinni hálfleik. Hver frústrerandi mínútan leið fyrir Liverpool.

Á 54. mínútu átti Everton að fá víti þegar Matip tók niður Gordon sem var kominn inn í teig í dauðafæri. Ekkert dæmt. Týpískt.

Gordon komst svo í dauðafæri á 55. mínútu þegar Iwobi setti hann inn fyrir á vinstri kanti en aftur, einn á móti markverði, endaði skotið rétt framhjá fjærstöng (hægra megin í þetta skiptið).

Liverpool tókst loks að komast í almennilegt færi á 63. mínútu og það endaði með skallamarki frá Robertson.

Everton ennþá með möguleika samt og héldu sama gameplan — áfram hættulegir í skyndisóknum og í einni slíkri átti Gray geggjað skot langt utan teigs sem sigldi rétt framhjá samskeytunum vinstra megin. Liverpool menn heppnir þar.

Delli Alli kom svo inn á fyrir Allan á 73. mínútu og Rondon inn á fyrir Gray örfáum mínútum síðar.

Dele Alli komst í fína stöðu inni í teig vinstra megin. Komst inn fyrir bakvörðinn og upp að endamörkum og var næstum búinn að ná að finna Iwobi í dauðafæri fyrir framan autt markið, en Robertson náði að hreinsa á síðustu stundu. Aftur skall hurð nærri hælum í vörn Liverpool.

Lampard blés til sóknar síðustu 10 mínútur til að freista þess að jafna og Everton átti ágætis kafla í kjölfarið og Deli Alli sérstaklega leit líflega út. Gott að sjá. En breytt leikskipulag þýddi líka að fyrir vikið var erfiðara að loka á sóknartilburði Liverpool og Origi skoraði stuttu síðar skallamark af stuttu færi eftir að Diaz hafði mistekist hálfgerða bakfallsspyrnu sem datt vel fyrir Origi.

Richarlison fékk boltann óvænt á 92. mínútu á vinstri kanti en hafði ekki mikinn stuðning (enda menn úr stöðum) þannig að hann reyndi skot af löngu færi sem Allison varði.

Það reyndist síðasta færi leiksins. 

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (7), Holgate (7), Keane (7), Mykolenko (6), Allan (6), Doucoure (7), Gordon (8), Iwobi (6), Gray (7), Richarlison (6). Varamenn: Alli (6), Rondon (6).

8 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Megi allar góðar og jafnvel illar vættir hjálpa okkur.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þá er Everton fallið.

 3. Finnur skrifar:

  Meira að segja Liverpool menn viðurkenna að Gordon átti að fá víti í seinni hálfleik (í stöðunni 0-0).
  https://www.skysports.com/football/news/11671/12598375/everton-had-no-chance-of-getting-penalty-in-liverpool-defeat-says-frank-lampard-over-stonewall-spot-kick-decision

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég veit að það eru ennþá 6 leikir eftir og Everton því ekki tölfræðilega séð fallið. Ég óttast það hins vegar að það að liðið er nú komið í fallsæti hafi mjög slæm andleg áhrif á mjög marga leikmenn Everton, því eins og við vitum þá eru ekki margir sterkir karakterar og leiðtogar í leikmannahópnum. Þess vegna tel ég sáralitlar, jafnvel engar líkur á því að okkar menn girði sig í brók og nái í nóg af stigum til að halda liðinu uppi en ég vona svo sannarlega að Everton nái að hanga uppi. Fall myndi gjörsamlega gera út af við félagið, þökk sé óstjórn síðustu árin.

  Ef Everton fyrir eitthvað kraftaverk heldur sér uppi þá ætti félagið endilega að reyna að krækja í Connor Gallagher frá Chelsea, það er frábær leikmaður.

  • Ari S skrifar:

   Hjartanlega sammála með Conor Gallagher. Ég veit ekki með það hvort að það sé hægt að segja að við séum nú þegar fallnir. en ég er samt farinn að reyna að undirbúa mig undir það ef við föllum.

   Eitt jákvætt við það er að þá loksins fara fjölmiðlar að viðurkenna og tala um hversu lengi Everton hefur veirð í efstu deild. Og einnig að við erum það félag sem hefur flest árin verið í efstu deildinni. Menn (fjölmiðlar) neyðast til að tala um það. Eitt er víst að ef við verðum í Championship á næsta ári þá vinnum við fleiri leiki en þetta tímabilið.

   Ef við förum síðan upp á næsta tímabili eða þar næsta þá eigum við samt ennþá metið um lengsta veru í efstu deild.

   Kær kveðja, Ari

 5. AriG skrifar:

  Hef engar áhyggjur Everton fellur ekki. Allt of gott lið til að falla. Núna héld ég að Everton fari loksins að sýna hvað býr í þessu liði og koma dýrvitlausir inní næstu leiki. Við skulum hætta svartsýninni og líta á björtu hliðarnar. Kannski kominn tími til að hreinsa í liðinu selja nokkra dýra og gagnslausa leikmenn og byggja upp nýtt lið með alvöru stjóra en þá þarf Everton að finna hann allavega ekki Frank Lampart hefur enga reynslu af botnbaráttu.

 6. Gestur skrifar:

  Ég er sammála Ingvari með að Evereton er í skíta málum og ekki líklegt til að bjarga sér. Það skiptir ekkki máli að segja að Everton sé of gott til að falla, það er bara stigasöfnunin sem segir hversu gott liðið er. Everton ekki það búst með að ráða nýjan þjólfara eins og Burnley er að fá núna, mjög klókt hjá þeim. Burnley á næst Watford og Everton á Chelsea, heima reyndar en sennilega verður Burley komið úr augnsýn eftir helgi. Síðan eru leikir: Leicester úti, Watford úti, Brentford heima, Crystal Palace heima og Arsenal úti. Hámark stilgasöfnun sex stig, að mínu mati og við blasir keppni í næst efstu deild og verið að byggja nýjan völl. Það hefur gengið vel að koma Everton í hóp þeirra bestu eins og til stóð, vona að þessir stjórnendur læri eitthvað á þessu.

%d bloggers like this: