Everton – Wolves 0-1

Mynd: Everton FC.

Næstu tveir leikir Everton eru á heimavelli og sá fyrri er í dag kl. 14:00 gegn Wolves (sá síðari gegn Newcastle). Það er mikilvægt að nýta þann meðbyr sem liðið hefur haft á heimavelli undir stjórn Lampard og þetta er gott tækifæri til þess.

En mótherjinn er erfiður að eiga við og þetta telst vera einn af „rauðumerktu“ leikjum Everton (strembnir mótherjar).

Wolves liðið er nefnilega í 8. sæti, í samkeppni um sæti í Evrópukeppni og unnu sinn síðasta leik (sem reyndar var gegn Watford). Þeir töpuðu hins vegar þremur í röð þar á undan (Crystal Palace, West Ham og Arsenal). Þeir hafa jafnframt tapað síðustu tveimur útileikjum sínum í röð (West Ham og Arsenal). Vonandi heldur það áfram.

Everton er búið að spila fjóra leiki á Goodison Park undir stjórn Lampard og hefur liðið unnið þrjá þeirra (Brentford, Leeds og Boreham) og ætti í raun að vera taplaust ef ekki væri fyrir algjöran dómaraskandal í leiknum gegn City, þar sem Everton hafði í fullu tré við núverandi og verðandi Englandsmeistara.

Lítum á það hvernig liðið er skipað:

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Godfrey, Holgate, Kenny, Coleman (fyrirliði), Doucouré, Van de Beek, Gordon, Gray, Richarlison.

Varamenn: Begovic, Keane, Allan, Gomes, Townsend, Iwobi, Dele Alli, El Ghazi, Rondon.

Þrír af fimm varnarmönnunum sem eru inn á eru bakverðir (Mykolenko, Kenny og Coleman), þannig að líklega verður einn þeirra nýttur framar á velli, eða sem miðvörður (Coleman?) og spilað með þrjá í öftustu línu. Richarlison er fremstur með Gordon og Gray sér til aðstoðar. Calvert-Lewin er hins vegar ekki einu sinni í hóp, sem eru afleitar fréttir, því við höfum svolítið verið að bíða eftir því að hann nái sínu fyrra formi eftir meiðsli.

Þetta reyndist 3-4-3 uppstilling með Mykolenko og Coleman sem wingbacks og þrjá í öftustu línu. Wolves stilltu upp í 3-5-2.

Everton byrjaði leikinn með skoti á mark eftir aðeins um 30 sekúndur, þegar Richarlison reyndi skot ekki langt utan teigs, en framhjá samskeytunum — ekki mikil hætta.

Á 6. mínútu kom fyrsta almennilega færið þegar Mykolenko sendi frábæra sendingu fram völlinn upp vinstri kant og setti þar með Richarlison inn fyrir vörn Wolves. En einn á móti markverði, í þröngu færi vinstra megin við mark, reyndi Richarlison skot sem var vel varið.

Næsta færi var einnig frá Everton, á 22. mínútu þegar Gordon sendi frábæran bolta, aðþrengdur, yfir varnarlínu Wolves og beint á Coleman upp hægri kant og Coleman komst inn í teig. Hann reyndi lágan bolta til hliðar á Gray, sem komst upp að endalínu og náði skoti á mark en varið í horn af markverði sem kom vel út á móti honum.

Það tók Wolves um hálftíma að snerta bolta í fyrsta skipti inni í teig Everton og sú snerting var eiginlega hársbreidd frá því að vera utan teigs, en þeir unnu sig smám saman inn í leikinn eftir það. Man reyndar bara eftir einu skoti frá þeim (sem kom ekki eftir að þeir brutu af sér) og það var eiginlega meira sending á Pickford, þar sem sóknarmaðurinn var langt utan teigs og búinn að missa jafnvægið.

En Wolves menn eru vel skipulagðir og hættulegir í skyndisóknum, þannig að það þarf að hafa góðar gætur á þeim.

0-0 í hálfleik. Everton meira ógnandi í fyrri hálfleik.

Everton gaf tvær ódýrar aukaspyrnur við teiginn og þulurinn sagði að Everton gæti ekki haldið því áfram lengi, þar sem Wolves menn myndu á endanum refsa þeim og þulurinn var tekinn á orðinu því Wolves skoruðu úr þeirri seinni. Everton gerði reyndar vel að verjast fyrsta bolta inn í báðum aukaspyrnum, en Ruben Neves hélt sókninni á lofti og sendi frábæran háan bolta inn utan af hægri kanti sem var skallaður inn. Óverjandi. 0-1 fyrir Wolves. Jiminez var svo ekki langt frá því að skora eftir þriðju aukaspyrnuna sem þeir fengu stuttu síðar.

Markið hjálpaði Wolves töluvert og þeir áttu miklu betri frammistöðu í seinni hálfleik og voru sterkara liðið. Wolves höfðu aðeins tapað 5 stigum á tímabilinu eftir að komist yfir og með fjórðu bestu vörnina í deildinni. Ekki góð tölfræði það og því á brattann að sækja.

Gordon sendi frábæra sendingu frá hægri inn í teig sem Richarlison skallaði í utanverða stöngina. Richarlison þó líklega rangstæður.

Dele Alli kom inn á fyrir Mykolenko á 59. mínútu og Everton skipti þar með yfir í 4 í öftustu línu, Kenny færður yfir í vinstri bakvörð.

Everton náði nokkrum flottum sendingum fram völlinn sem endaði með því að Gray fann Richarlison fremstur allra og hann tók skot, í fyrstu snertingu, en rétt framhjá stöng og í hliðarnetið.

Townsend kom svo inn á fyrir Gray á 74. mínútu.

Jonjoe Kenny fór í tvær kjánalegar tæklingar í röð með stuttu millibili upp úr því og uppskar gult spjald fyrir báðar, og þar með rautt. Ekki alveg til að bæta á ástandið og létti pressuna á Wolves með bolta, enda alltaf maður laus til að gefa á.

Bæði lið fengu einhver hálffæri eftir þetta, en Wolves menn voru ekki mikið að hitta markið og Everton alltaf að detta í rangstöðugildruna trekk í trekk.

Coleman sótti aukaspyrnu rétt utan teigs við hægra horn teigs og Everton fékk því eitt upplagt skotfæri alveg undir lokin, en Townsend setti boltann rétt framhjá samskeytunum vinstra megin. Það reyndist síðasta færið í leiknum.

0-1 sigur Wolves því staðreynd og þeir viðhalda pressu sinni á hin liðin í keppninni um Meistaradeildarsæti. Þetta var svo sem ekki leikur sem maður átti von á því að Everton myndi vinna, þó maður vonaði að áhorfendur myndu reynast 12. maður á velli. Mikilvægt að vinna Newcastle í næsta heimaleik, því það er erfitt prógram framundan.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (6), Holgate (6), Godfrey (6), Kenny (4), Doucoure (6), Van de Beek (5), Mykolenko (6), Gordon (7), Gray (6), Richarlison (7). Varamenn: Alli (5).

10 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    ég á erfitt að skilja þetta dálæti á Kenny sem mér finnst ákaflega takmarkaður knattspyrnumaður. Það er ekki nóg að vera duglegur á æfingum, þú verður líka að geta eitthvað í fótbolta. Mér finnst liðsuppstillingar Lampards hafa verið barnalegar t.d. í Tottenham leiknum, hreinlega eins og hann hafi ekki fylgst með boltanum í vetur. Tottenham er eitt besta skyndisóknarlið deildarinnar og við höfum sennilega aldrei verið ákafari í pressu eins og í þeim leik sem svo bauð þeim uppá að notfæra sér það sem þeir eru bestir í . Núna í dag er miðja Wolves fullorðin og vonandi er uppstillingin hjá okkur þrír hafsentar og þrír á miðju en þá hefði ég alltaf haft Allan á miðjunni á móti þessum reynsluboltum úlfanna. En við verðum að vona það besta en ég er mjög smeykur þegar ég sé liðin í dag

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Úrslit annara leikja hafa verið okkur hagstæð þessa helgina, það þýðir bara eitt, Everton klúðrar þessu og tapar 0-2.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ekki mikið að gerast hjá okkar mönnum í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn allt í lagi en svolítið fumkenndur á köflum en sóknarleikurinn hræðilegur eins og svo oft áður. Allt of mikið af sendingum til hliðar og afturábak, lítil hreyfing á mönnum og stundum bara of fáir menn með í sókninni.
    Ég vil sjá Coleman eða Kenny fara útaf í hálfleik og fá Allan eða Dele inn á í staðinn til að reyna að opna þessa þéttu vörn Wolves.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Game over!!

  5. Hallur skrifar:

    jæja mig er farið að hlakka til að fara á Goodison Park næsta timabil þegar við spilum við Nottingham Forrest

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það sem er líka svo sorglegt er að staðan er bara 0-1 og hátt í hálftími eftir, en maður veit bara af fenginni reynslu að Everton er ekki að fara að skora mark, hvað þá tvö, ekki einu sinni þó það væri spilað fram á næsta dag.

  7. Hallur skrifar:

    ég skil ekki hvernig við getum haft svona ömurlegt lið eftir allan pening sem hefur verið eytt,þvilikt rusl

  8. Finnur skrifar:

    Það eru mjög erfiðir næstu leikir hjá „nágrönnum“ okkar í deild: Burnley spilar við City. Watford spila við Liverpool á útivelli og Leeds eiga Úlfana á útivelli. Vonandi ná okkar menn hagstæðum úrslitum gegn Newcastle á Goodison í næstu umferð.

  9. AriG skrifar:

    Mikil batamerki í varnarleiknum eftir að Godfrey kemur inn aftur. Erfitt að verjast skallamarki Wolves. Mykolenko er miklu betri leikmaður en Kenny vonlaus leikmaður. Vonandi getur Terri Mina spilað síðustu leiki Everton okkar besti varnarmaður þegar hann er heill. Hefði frekar viljað fá Andre Comes inná góður sem sóknarsinnaður miðjumaður vill ekki sjá Dele Alli strax er greinilega ekki tilbúinn. Furðuleg leikmannakaup Everton í janúar þau hafa engu skilað en besti af þeim er ekkert notaður að ráði Petterson nema í bikarleiknum. Núna sér maður bullið að selja Lucas Digne versta ákvörðum Everton síðustu ár.