Everton – Brentford 4-1 (FA bikar)

Mynd: Everton FC.

Fyrsti leikur Everton undir stjórn Franks Lampard er FA bikarleikur á heimavelli gegn Úrvalsdeildarliðinu Brentford en flautað verður til leiks kl. 15:00.

Bæði lið styrktu sig nokkuð í nýliðnum félagaskiptaglugga en Brentford fengu til liðs við sig Christian Eriksen, sem verður þó ekki með í dag, frekar en Dele Alli og Donny van de Beek, sem skrifuðu undir hjá Everton rétt fyrir lok glugga. Enginn þeirra er nefnilega gjaldgengur í FA bikarnum. Jafnframt er Calvert-Lewin einnig frá vegna (smávægilegra) meiðsla.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Keane, Holgate, Godfrey, Coleman, Allan, Gomes, Gordon, Gray, Richarlison.

Varamenn: Begovic, Mina, Branthwaite, Kenny, Patterson, Gbamin, Iwobi, Townsend, Tosun.

Richarlison leiðir línuna, eins og við var að búast fyrst Calvert-Lewin er frá, en athygli vekur að þrír miðverðir eru í uppstillingunni og bekkurinn ansi varnarsinnaður. Spurning hvort bakverðirnir Mykolenko og Coleman verði þá nýttir í leiknum framar á velli (sem „wingbacks“). Kemur í ljós.

Everton með fín tök á leiknum frá upphafi og pressuðu vel án bolta á leikmenn Brentford. 

Fyrsta færið Everton megin á 9. mínútu þegar Godfrey tók sprettinn upp miðjuna vinstra megin og fann Richarlison inni í teig með löngum bolta. Richarlison náði fínni fyrstu snertingu, beint fyrir framan mark, og sneri á varnarmann en skotið ekki nægilega gott og boltinn rúllaði rétt framhjá stöng hægra megin.

Aðeins tveimur mínútum síðar meiddist Godfrey og haltraði út af með stuðningi sjúkraþjálfara. Mina kom inn á fyrir hann og átti eftir að láta til sín taka áður en hálfleikurinn var úti. 

Leikurinn hélt áfram með svipuðum hætti og eiginlega ekkert að frétta í framlínu Brentford. Ógnunin öll Everton megin.

Gordon átti skot rétt yfir markið á 24. mínútu. Fyrsta skot á rammann frá Everton kom frá Andre Gomez, fast skot utan teigs en varið í horn. Demarai Gray tók hornið og sendi háan bolta inn í teig, beint á skallann á Mina, sem var ekki í nokkrum vandræðum með að setja boltann í netið.

Gray setti Richarlison inn fyrir á 35. mínútu en boltinn fór í varnarmann á leiðinni og skoppaði upp. Richarlison hefði líklega viljað lágan bolta frekar, til að taka með sér, en þurfti í staðinn að skjóta í óþægilega hárri stöðu (áður en varnarmaður náði að loka á hann) en boltinn yfir markið.

Brentford menn komust í sjaldgæfa sókn á 39. mínútu og náðu sinni fyrstu tilraun á rammann en það var laust skot upp í samskeytin hægra megin eftir stutt spil inn í teig. Pickford varði hins vegar í horn sem ekkert kom út úr.

1-0 fyrir Everton í hálfleik.

Everton beið ekki boðanna í seinni hálfleik heldur bættu við marki á 48. mínútu. Allan sá hlaup Richarlison fram völlinn og sendi háan bolta yfir vörnina sem Richarlison þurfti bara að lyfta yfir markvörðinn sem kom á brunandi siglingu langt úti í teig. 2-0 fyrir Everton!

Brentford fengu tvö hættuleg færi strax í kjölfarið. Það fyrra fjaraði út eftir öxl við öxl samstuð sóknarmanns Brentford við Mina. Hið seinna var hættulegra en það var lág sending fyrir mark frá hægri út í teig en sóknarmaður Brentford, sem kom á mikilli siglingu, náði ekki skoti. Hefði átt að skora þar.

En Brentford menn náðu að fiska víti stuttu síðar þegar Pickford var metinn hafa gerst brotlegur við sóknarmanni Brentford sem var kominn einn á móti markverði. Fannst það vera pínu soft, þar sem sóknarmaður byrjar nánast að kasta sér niður áður en snertingin kemur en VAR sneri ekki við dómnum. Toney á punktinn fyrir Brentford og skoraði örugglega í vinstra hornið niðri en Pickford valdi hitt hornið. 2-1 fyrir Everton.

Á 60. mínútu pressaði Gordon vel á bakvörð Brentford og vann af honum boltann. Brunaði með hann inn í teig og sendi lágan bolta út í teig á Gray, sem náði skot á mark af stuttu færi en í varnarmann og út af í horn.

Varnamenn Brentford skíthræddir við Mina (skiljanlega) og reyndu allt hvað þeir gátu til að stoppa hann, þmt. peysutog en þegar varnarmaður sá að boltinn var að berast til Mina ákvað varnarmaður að betra væri að rétt framhjá eigin stöng, en Holgate var þar á milli og beindi boltanum í netið með skalla. Staðan orðin 3-1!

Tvöföld skipting á 73. mínútu: Kenny inn á fyrir Mykolenko og Townsend inn á fyrir Gordon. Önnur tvöföld skipting kom svo á 88. mínútu: Richarlison út af fyrir Tosun og Iwobi fyrir Gray.

Tosun, Richarlison og Townsend náðu vel saman undir lok leiks. Tosun var hægra megin út á kanti með boltann og sá hlaup Iwobi inn í teig og stakk boltanum milli tveggja varnarmanna og á hann. Iwobi sendi stutt (innan við hálfan metra) í fyrstu snertingu á Townsend sem komst þar með í skotfæri utarlega í teig vinstra megin, með engan á sér og setti boltann í netið við nærstöng. 4-1!

Game over þar með. Fjórum mínútum bætt við en það breytti litlu. Sigurleikur í fyrsta leik undir stjórn Lampard og það var augljós klassamunur á þessum liðum, sem gefur vísbendingar um það að ýmislegt meira leynist í þessu liði okkar en staða í deild gefur til kynna.

Sky Sports gefur ekki út einkunnir fyrir bikarleikina þannig að hverjir voru bestu menn dagsins að ykkar mati?

6 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Við þurfum sigur og hann þarf að vera sannfærandi, það hlýtur að hjálpa sjálfstrausti leikmanna fyrir framhaldið.

  • Ari S skrifar:

   Frekar sannfærandi 4-1 sigur í dag. Góð byrjun hjálpar Lampard á næstunni. Aðeins meira sjálfstraust virðist vera komið inn hjá leikmönnum. Þeir gátu meira að segja spilað á milli sín í vörninni án þess að gera mistök.

 2. AriG skrifar:

  Flottur leikur hjá Everton. Fannst sóknin mjög góð en vörnin var stundum mjög brothætt. Besti maður vallarins var Anthony Gordon auk þess fannst mér Gray og Andre Gomes góðir. Þurfum samt að laga vörnina ekki hrifinn af að spila með 3 miðverði lýst mun betur á 4-5-1 eða 4-4-2.

 3. Finnur skrifar:

  Mér finnst frábært að sjá liðið klára þennan bikarleik með fjórum mörkum, sérstaklega á móti öðru Úrvaldsdeildarliði. Það merkir náttúrulega ekki neitt, en þetta var stærsti sigur nokkurs nýs stjóra Everton í sínum fyrsta leik. Þetta er hins vegar mjög gott veganesti fyrir næsta leik, sem er 6 stiga leikur gegn Newcastle. Það er spurning hvort þetta þýði ekki að það sé hægt að gefa Dele og Donny tíma til að aðlagast áður en þeim er hent í djúpu laugina? Ef ég væri stjóri myndi ég allavega byrja með svipað lið og skipta þeim félögum inn á þegar á þarf að halda. Fínt að geta kynnt þá til leiks þegar búið er að þreyta andstæðinginn aðeins. 🙂

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Frábær sigur og frábær byrjun undir stjórn Lampard, sem var reyndar alls ekki mitt val sem nýr stjóri Everton, en hvað veit ég. Það var allt annað að sjá liðið í dag en undanfarna mánuði. Miklu hærra tempó og meiri hraði í öllum sóknaraðgerðum, meiri pressa og meiri ró yfir vörninni sérstaklega fannst mér.
  Þetta ætti að gefa mönnum byr undir báða vængi fyrir þriðjudagsleikinn, en hann VERÐUR að vinnast.

 5. Finnur skrifar:

  Næstu mótherjar Everton verða annaðhvort Bournemouth eða Boreham Wood. Leikið verður á Goodison Park.