Félagaskiptaglugginn – janúar 2022

Mynd: Everton FC.

Þessum þræði er ætlað að halda utan um staðfest kaup og sölur, sem og slúður. Við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað (og bæta við efst upptalninguna). Endilega látið vita ef þið rekist á eitthvað bitastætt.

Glugginn lokar kl. 23:00 í kvöld, 31. janúar en liðin hafa svo líklega klukkutíma í viðbót til að ganga frá samningum sem skráðir voru fyrir frestinn.

Afraksturinn hingað til:

Leikmenn inn: Vitaliy My­ko­len­ko (frá Dynamo Kiev f. 18M), Nath­an Patter­son (frá Ran­gers á 10M), Anwar El Gazhi (lán), Donny van de Beek (lán), Dele Alli (frá Tottenham fyrir ótilgreinda upphæð).

Leikmenn út: Lucas Dig­ne (seldur á 25M), Ellis Simms (lán), Jean-Philippe Gbamin (lán).

Uppfært: 21. febrúar: Klúbburinn tilkynnti að Gbamin hefði verið lánaður til CSKA Moskva.

00:23 Og þar með er ekki eftir neinu að bíða og við segjum góða nótt og takk fyrir okkur!
00:20 Skv. Gluggavakt Sky Sports náðust samningar við Tottenham um kaup á Dele Alli fyrir ótilgreinda upphæð. Klúbburinn er búinn að staðfesta fréttirnar.
00:00 Janúarglugginn 2022 er á enda. Kannski berast einhverjar fréttir eftir smá stund, en annars er þessu bara lokið.
23:07 Gluggavakt Sky Sports segir að samningsdrög hafi borist enska knattspyrnusambandinu vegna kaupa á Alli. Það lítur því út fyrir að það sé að gerast…
23:00 Glugginn er hér með formlega séð lokaður — nema hvað ef búið er að senda inn samingsdrög af leikmannakaupum til enska knattspyrnusambandsins hafa liðin til miðnættis til að tilkynna um það.
22:55 Glugginn er við það að fara að lokast (kl. 23:00) en skv. gluggavakt Sky Sports er enn beðið fregna af kaupum Everton á Dele Alli. Þetta gæti endað í framlengingu (til miðnættis).
18:57 Skv. frétt á Sky Sports er lánið á Donny van de Beek frágengið.
17:00 BBC birtu sömu frétt um Dele Alli og tilgreindu að upphæðin myndu mögulega ná 40M ef allir bónusar verði virkjaðir.
15:56 Sky Sports er nú að tala um „breakthrough“ í máli Dele Alli og að hlutirnir gangi hratt fyrir sig.
15:49 Skv. frétt á Sky Sports er Everton að skoða kaup á Dele Alli frá Tottenham, en sagt er að Everton sé þegar búið að fylla í innlenda lánskvótann, þannig að ekki er möguleiki á láni í tilfelli Alli. Tekið var fram að fulltrúar Everton væru ekki bjartsýnir á að þetta myndi nást fyrir lok gluggans. Hámark á lánssamningum er tveir leikmenn en félagið er nú þegar með Anwar El Ghazi að láni frá Aston Villa og Van de Beek virðist vera á leiðinni.
13:30 Klúbburinn staðfesti ráðningu Franks Lampard í stöðu knattspyrnustjóra.
11:23 Skv. frétt á Sky Sports er Donny van de Beek í læknisskoðun hjá Everton með hugsanlegt lán til loka tímabils í huga. Ekki mun vera möguleg kaup-klásúla í samingunum að láni loknu.

7 Athugasemdir

  1. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Dele Alli er að sögn búinn að skrifa undir og verið að undirbúa kynningu. 2.5 ára samningur er talað um og Everton borgar ekki krónu við undriskrift (líklega vegna FFP) en borga 10 milljónir eftir 20 leiki og getur endað í um 30-40 milljónum eftir frammistöðu.
    Einnig er talað um að Everton sé að kaupa 21 árs gamlan U21 England markvörð að nafni Billy Crellin. Spurning hvort það náist fyrir lokun gluggans.
    Enginn annar nefndur enda De Beek fengin að láni úr leiktíðina staðfest í dag og Everton búnir að kaupa 2 leikmenn fyrr í glugganum (Mykolenko og Patterson) ásamt El Gazi á láni.
    Ekki má gleyma Lampard sem virðist vera að draga að sér þessa leikmenn í dag.

  2. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Iwobi til Newcastle, Ahhh held það takist ekki. Everton hefur ekkert að gera með hann samt tel ég.

  3. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Holgate til Brighton, Ólíklegt en hver veit. Glugginn er að loka.

  4. AriG skrifar:

    Hæ mér lýst vel á að fá Frank Lampart. Samt er mjög hissa hvað það gengur illa að selja eða leigja leikmenn sem eru ekki nógu góðir til að létta á launakostnaði Everton. Lýst vel að fá Van De Beek og Dele Alli samt áhætta finnst það frekar mikið ef hann spilar t.d. 80 leiki þá þurfi Everton borga 30-40 m punda hefði sett hámarkið minna t.d. 20 millur. Ef Alli stendur sig vel þá borgar fjárfestingin vel og við fáum flottann sóknarsinnaðan miðjumann. Hefði samt viljað fá einn sóknarmann í viðbót finnst sóun að hafa ekki Richarlison á vinstri kantinum ef Calvin Lewin mundi meiðast og hafa hann í boxinu fyrir framan markið.

  5. Finnur skrifar:

    Athyglisverðar pælingar á mögulegum uppstillingum með þá félaga, Dele og Donny innanborðs…
    https://www.skysports.com/football/news/11671/12531147/dele-alli-and-donny-van-de-beek-exploring-how-both-fit-into-frank-lampards-new-look-everton

  6. Ari S skrifar:

    Þegar Alli og Van de Beek eru komnir í liðið okkar og farnir að spila reglulega þá mun það líklega einna mest bitna áDemarai Grey. Það er eitthvað sem mér leiðist pínu þar sem að hann hefur verið okkar líflegasti leikmaður hingað til. Auðvitað er það gott mál fyrir liðið í heild því að ef þessir nýju leikmenn slá Grey út úr liðinu þá verður það sterkara og með miklu fleiri stig ekki satt?

  7. Eirikur skrifar:

    Athyglisverður Janúar mánuður liðinn.
    Nýr stjóri og nýjir leikmenn.
    Býð spenntur eftir uppstillingunni á liðinu og árangrinum í næstu leikjum. Vonandi nást góð úrslit sem fyrst til að létta róðurinn.