Everton – Newcastle 0-2

Mynd: Everton FC.

Everton mættu í dag Newcastle í hádegisleik laugardagsins og í stuttu máli sagt gekk voða lítið upp hjá okkar mönnum sem töpuðu 0-2. 

Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Keane, Coleman (fyrirliði), Doucoure, Iwobi, Rodriguez, Gylfi,Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Virginia, Olsen, Kenny, Holgate, Gomes, Godfrey, Gordon, Davies.

Ég missti af fyrstu 25 mínútum leiksins eða svo — var gjörsamlega búinn að gleyma því að þetta væri hádegisleikur. Skv. þulunum missti ég þó ekki af miklu því fyrsta almennilega færið kom á 29. mínútu, frábært skallafæri af stuttu færi hjá Newcastle eftir horn, en Pickford sýndi frábæra takta og varði boltann í ofanverða slána og yfir. Algjört reactionary save.

Skv. þulum hafði Newcastle komið á óvart á upphafsmínútunum en þeir stokkuðu víst upp í uppstillingu sinni, fóru í 4-4-2 með demant á miðjunni og stífa pressu og litu mun betur út fyrir vikið en í undanförnum leikjum. Steve Bruce, stjóri þeirra, líklega orðinn örvæntingarfullur eftir langa taphrinu — en frá því þeir gerðu jafntefli við Liverpool í desember höfðu Newcastle menn ekki fengið svo mikið sem eitt stig í deild eða unnið bikarleik. Allt saman töð tapleikja.

Everton fékk tvö flott færi á 35. mínútu, þegar Calvert-Lewin og James náðu vel saman inni í teig — Calvert-Lewin með hælsendingu á James, sem kom hlaupandi framhjá honum inn í teig og James náði skoti sem markvörður varði. Stuttu síðar átti Richarlison skot frá „D-inu“ við vítateiginn en rétt framhjá stönginni.

0-0 í hálfleik.

Newcastle menn bökkuðu í pressunni í seinni hálfleik og leyfðu Everton að vera mun meira með boltann (81% eftir 10 mínútur í seinni hálfleik). Þeir uppskáru næstum því mark eftir skyndisókn í kjölfarið á pressu frá Everton. Callum Wilson fékk sendingu og var mættur fremstur og komst þar með í skotfæri en skaut rétt framhjá. Everton svaraði með hraðri sókn og skoti sem markvörður þeirra varði í horn.

Iwobi fór út af fyrir Gomes á 63. mínútu til að hrista upp í miðjuspilinu. En Everton náði aldrei undirtökunum á miðjunni og áttu því í erfiðleikum með að koma boltanum inn í síðasta þriðjunginn.

Á 72. mínútu fengu Newcastle menn svo horn. Örlagaríkt augnablik, því mér sýndist boltinn fara af þeirra manni og út af, en hvað um það. Callum Wilson fékk háan bolta úr horninu þar sem hann stóð langt úti í teig, smellhitti boltann og skallaði í fjærnetið af ansi löngu færi. 0-1 fyrir Newcastle.

Everton reyndu og reyndu en það var einfaldlega ekkert að falla með þeim. Newcastle menn ekki langt frá því að bæta við marki þegar Callum Wilson komst upp að endamörkum, framhjá varnarmönnum og markverði en skaut í hliðarnetið úr þröngu færi.

Ákefðin hjá Everton jókst eftir því sem leið á leikinn en árangurinn lét á sér standa. Everton fékk horn undir lokin sem endaði í skyndisókn sem Newcastle skoruðu úr. Aftur var Callum Wilson þar að verki — líklega að eiga sinn besta leik í mjög langan tíma. Langbesti maður vallarins.

Niðurstaðan því 0-2 tap og Everton missti af tækifæri til að komast upp í 5. sæti.

Einkunnir Sky Sports ekki komnar. Uppfæri síðar.

12 Athugasemdir

  1. Erlingur hólm valdimarsson skrifar:

    Gylfi alger yfiirburðarmaður

  2. Eirikur skrifar:

    Þungir, hægir og fyrirsjánlegir. Mögulega að fara aftur í sama farið eins og eftir góða byrjun í haust þá komu arfa slakir leikir í kjölfarið, enn vona ekki. Hefði viljað spila með tvo uppi á topp stundum. Enn það er bara einn striker í liðinu 🙂

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta var átakanlegt á að horfa. Allar sóknaraðgerðir á hraða snigilsins og af hverju í andskotanum þurfa alltaf allir varnarmennirnir að koma við boltann áður en hann berst fram fyrir miðju???? Þetta er óþolandi og mér finnst þetta ekki skemmtilegur fótbolti.

    En þetta er líklega eitthvað sem við verðum bara að þola af og til því liðið er ennþá í mótun. Og maður getur alveg sætt sig við svona leiðinda úrslit á útivelli, eða ef maður sér að menn eru að leggja sig fram og gefa allt sem þeir eiga, en ekki á heimavelli og alls ekki gegn skítaliði eins og Newcastle. En auðvitað hefði maður átt að búast við þessu þar sem þeir höfðu ekki unnið í 9 leikjum í röð. Ætli megi ekki búast við tapi í næstu þremur leikjum líka, amk í deildinni, mér sýnist liðið dottið í sama gírinn og í október og nóvember.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Ps
      Við getum algjörlega gleymt öllum Evrópudraumum ef þetta er það sem koma skal. Sjöunda til tíunda sæti er það besta sem við getum vonast eftir.

      • Ari S skrifar:

        Þú um það Ingvar minn en ég ætla samt að leyfa mér að vonast til þess að við náum 4.-6. sæti í lokin. Enginn getur tekið þá von frá mér 😉

        • Ingvar Bæringsson skrifar:

          Allt í lagi Ari, ég vona að þín von verði að veruleika.

    • Finnur skrifar:

      Smá leiðrétting. Þessi hrina hjá þeim án sigurs var 11 leikir í röð (en ekki 9). En það má ætla að ákefðin verði meiri með hverjum leiknum sem líður án sigurs og á einhverjum tímapunkti hlýtur stíflan að bresta. Biluð klukka er rétt tvisvar á dag. Samt óþarfi að kalla andstæðingana skítalið — það besta við ensku deildina er að það getur hvaða lið sem er unnið toppliðin á góðum degi og þetta viðhorf er kannski stór partur af því að baráttuna vantaði hjá liðinu okkar í dag. Eins og Ancelotti sagði í viðtali eftir leik, það er ekki nóg að mæta til leiks með gæði og ætlast til þess að sigurinn falli manni í skaut. Það þarf að berjast fyrir hverju stigi.

      • Ari S skrifar:

        Vel sagt Finnur. Það er aðeins eitt sem mig kangar að segja og það er að allir leikmenn voru slakir í dag. Baráttuandinn var engin.

  4. Ari G skrifar:

    Ég er eiginlega í sjokki yfir þessu tapi. Ýmsir leikmenn eru að fara sem er bara gott mál. Gott að hreinsa til. Mestu vonbrigðin í vetur finnst mér vera Richarlisson hefur ekki sýnt sitt besta þetta tímabil. Ég er eiginlega alveg ráðalaus núna nema ég vill fá Ben Godfrey inn aftur í næsta leik. Finnst eiginlega Seamus Coleman ekki alveg tilbúinn í heilann leik og kannski væri bara gott að setja Richarlison á bekkinn í næsta leik og prófa aftur Lucas Digne aftur sem vinstri vængmaður fyrir framan Ben Godfrey og setja Holgate inná fyrir Coleman annað óbreytt. Svakalega finnst mér lélegt að fá ekki einu sinni greidd öll laun Tosun þá getum við alveg þess vegna haldið honum ekkert vit að láta hann fara frítt og borga líka helmingin af hans launum algjör della. Bernard fá fara frítt en þeir sem fá borga öll hans laun. Kenny er eiginlega ofaukið hjá Everton. Pickford var góður í þessum leik það hefði þurft superman að verja skalla Wilson. Koma svo Everton brettið upp ermarnar og rullið yfir Leeds í næsta leik.

  5. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Hrikalegt tap.
    Fyrir næsta leik vil ég sjá eftirtaldar breytingar.
    Coleman út og Holgate inn í hægri bak. Coleman var okkar versti maður í seinasta leik.
    Ben Godfrey í stöðu Allan sem Holding midfielder (þar til Allan kemur til baka) svo við getum fært Gylfa í tíuna. Hann spilaði ekki þar í seinasta leik og það var ekki að virka að hafa hann aftar.
    James á hægri í stað Iwobi því við þurfi alvöru kantmann til að koma inná á hægri eða vinstri.

    Pickford (jafnvel Olsen)
    Holgate – Mina -Keane- Digne
    Godfrey – Doucoure
    Rodriguez Gylfi Richarlison
    C.Lewin

    Hvað segja menn við þessu?

    • Finnur skrifar:

      Mig langar alltaf pínu að sjá Holgate sem djúpan miðjumann… Grunar að Godfrey njóti sín betur í bakvarðastöðunni/miðverði.

  6. albert skrifar:

    Þetta var ekki gott! Gylfi og Rodriguez voru lélegir og ekki að virka í þessum stöðum! Getur enginn komið í stað Allans! Hann er mitt uppáhald í vetur! Þetta lið nær ekki alminnilega saman! Svo virðast þeir vera að slást um að taka horn og aukaspyrnur, Gylfi og James!