Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Man United 0-2 (deildarbikar) - Everton.is

Everton – Man United 0-2 (deildarbikar)

Mynd: Everton FC.

Leikur Everton í átta liða úrslitum enska deildarbikarins hefst klukkan 20:00 í kvöld. Leikið er gegn Man United á Goodison Park.

Uppstillingin: Olsen, Godfrey, Mina, Keane, Coleman (fyrirliði), Gomes, Doucouré, Gylfi, Iwobi, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Pickford, Kenny, Holgate, Tosun, Bernard, Gordon, Davies.

United menn byrjuðu leikinn af mjög miklum krafti og það var eiginlega erfitt að horfa upp á spilamennskuna hjá Everton frá upphafi leiks — alltaf að elta skugga og mjög mikið af mistökum og feilsendingum. Þetta leiddi til of mikilli pressu frá United sem skapaði allt of mikið af færum fyrir þá. Ekki bætti úr skák þegar Olsen var næstum búinn að gefa Cavanni mark á silfurfati upp úr engu en tókst að redda sér fyrir horn. En ekki tókst United að skora, sem betur fer.

Fyrsta færi Everton kom frá Gylfa, sem þræddi sig í gegnum vörn United og náði skoti á mark vinstra megin í teig — en blokkerað af Maguire (sjá mynd).

Besta færi United í fyrri hálfleik kom svo á 24. mínútu þegar þeir náðu fríum skalla á mark en stöngin út. Óheppnir að skora ekki þar. Pogba átti stuttu síðar skalla að marki sem Olsen varði.

Þegar um hálftími var liðinn lifnaði loks yfir leik Everton, sem náðu að setja smá pressu á United og skapa færi. Eitt slíkt skapaði skallafæri en skallinn varinn. Gylfi átti einnig glæsilega aukaspyrnu á 36. mínútu sem Henderson varði í horn.

0-0 í hálfleik.

Miklu meira jafnræði með liðum í seinni hálfleik og minna um færi fyrir vikið.

Bernard kom inn á fyrir Richarlison eftir að Bruno Ferndandes hafði ýtt Richarlison í hlaupaleiðina á United manni og valdið samstuði. Ekkert VAR í þessum leik en líklega bara gult spjald hvort eð er (sem hann slapp við náttúrulega). Davies inn á fyrir Gomes stuttu síðar.

Gylfi fékk ágætis skallafæri undir lok leiks eftir háa sendingu frá Iwobi en náði ekki góðum skalla.

En örskömmu síðar náðu United menn svo að skora — upp úr engu. Cavani fékk boltann rétt utan teigs og smellhitti hann í hornið. 0-1 fyrir United. Cenc Tosun kom inn á fyrir Doucouré strax í kjölfarið.

Everton lagði allt í sölurnar til að jafna og sendu skallamennina úr vörninni fram völlinn — sem skildu náttúrulega vörnina eftir fáliðaða — enda lítið annað að gera. United fengu í kjölfarið þrjú færi og skoruðu úr því síðasta. 0-2 sigur lokastaðan.

Deildarbikarævintýrinu því lokið en það er vonandi að menn geti einbeitt sér þeim mun meira að því að viðhalda flottum árangri í deild svo að baráttan um Meistaradeildarsæti haldi áfram.

Sky Sports gefa ekki út einkunnir fyrir bikarleikina, svo ég viti. 

Í lokin viljum við minnast á það að Everton síðan lá niðri um tíma meðan á leik stóð en er komin í loftið, svona rétt undir lok leiks. Ekki undir okkar stjórn en biðjumst velvirðingar á því.

5 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Þetta var ekki jólagjöfin sem við vorum að vonast eftir, en gleymum því ekki að Everton liðið er búið að vinna síðustu þrjá í deild — gegn Arsenal, Leicester og Chelsea — og eru nú í bullandi samkeppni um sæti í Meistaradeildinni. Það er það sem skiptir meira máli, í stóra samhenginu.

  2. Ólafur Már Kjartansson skrifar:

    og Cavani fiflið átti að fá rautt leið eins og dómarinn hafi hjálpað Man.Utd í þessum leik

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ljóta helvítis ræpan. Þessi dómara ræfill hefði allt eins getað verið í united treyju hann var svo rauður.
    Everton var svolítið eins og íslenska landsliðið i þessum leik, komust oft í góða stöðu en þá kom einhver galin sending út í loftið.

  4. Ari G skrifar:

    Everton hittu á slæman leik í gær. Betra að tapa leik í deildarbikaranum og vinna leiki í deildinni. Núna er enginn keppni að trufla Everton í deildinni nema aðalbikarkeppninn það ætti að hjálpa Everton að stefna á 4 sætið í vor. Utd maður átti að fá rautt spjald ef notað hefði verið Var hefði það verið raunin. Taka hálstak á leikmanni er alltaf rautt mín skoðun en Utd voru annars mun betri í þessum leik.

  5. Ari G skrifar:

    Ancelotti á í vandræðum vegna meiðsla. Mín ráðlegging til hans er að setja Anthony Gordan inná fyrir Richarlison. Verst að Everton er bara með einn alvöru varnarsinnaðan miðjumann núna finnst bæði Davids og Comes mjög lélegir núna svo það væri kannski skynsamlegast að setja Holgate í stöðu varnarsinnaðan miðjumanns og láta Seamus Coleman byrja og setja svo Kenny innátil að hvíla hann eða öfugt. Halda öðru óbreyttu. Gleðileg jól!