Allan keyptur – STAÐFEST!

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti núna áðan kaup á miðjumanninum Allan frá Napoli en ljóst er að þessi kaup hafa verið í hæsta forgangi hjá þeim félögum, Ancelotti og Brands, um nokkurn tíma. Allan er 29 ára og er brasilískur landsliðsmaður en hann skrifaði undir 3ja ára samning (til sumars 2023) og fær treyju númer 6. Ancelotti þekkir leikmanninn vel því hann lék undir hans stjórn hjá Napoli. Allan lék samtals yfir 200 leiki fyrir Napoli, þar af 26 í Meistaradeildinni og hjálpaði þeim að vinna ítalska bikarinn á síðasta tímabili. Hann (og Richarlison) voru einnig í liðinu sem vann Copa America á síðasta ári.

Gera má ráð fyrir því að Allan sé ætlað hlutverk á miðjunni fyrir framan vörnina (varnarsinnaður miðjumaður) — sem er sama hlutverk og Gbamin var ætlað þegar hann lenti í langtímameiðslum fyrir síðasta tímabil.

Kaupverðið var ekki gefið upp en BBC segir að það hafi verið um 21M punda.

Hægt er að horfa á fyrsta viðtal Allans hér.

Velkominn Allan!

2 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Næst þegar ég verð á pöllunum á Goodison Park, þá verð ég svona…
    https://www.youtube.com/watch?v=F0BfcdPKw8E
    🙂