Mynd: Everton FC.
Það var risaleikur í dag kl. 17:30, en þá mætti Everton á heimavöll Englandsmeistara Manchester City. Þetta var þriðji leikur Everton undir stjórn Ancelotti og leikmenn mættu fullir sjálfstrausts eftir tvo sigurleiki í röð. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að stoppa leikmenn City á þeirra eigin heimavelli.
Uppstillingin: Pickford, Holgate, Mina, Coleman, Digne, Gylfi, Delph, Sidibé, Bernard Davies, Calvert-Lewin, Richarlison.
Varamenn: Stekelenburg, Baines, Michael Keane, Walcott, Tosun, Davies, Moise Kean.
De Bryune í byrjunarliði City en þeir Silva, Sterling og Aguero byrjuðu á bekknum. Bernard var listaður í uppstillinguni en var skipt út á síðustu stundu fyrir Davies.
Everton átti fyrsta færi leiksins þegar Gylfi sá hlaup Colemans inn í teig og sendi frábæran bolta á hann sem Coleman lagði fyrir sig og skaut að marki en Bravo í marki City varði vel í horn.
City menn sýndu hvers þeir eru megnugir þegar þeir opnuðu vörn Everton upp á gátt og Phil Foden, við fjærstöng, potaði inn sendingu sem hann fékk frá hægri kanti. En VAR kom Everton þar til bjargar þegar í ljós kom að Mahrez var rangstæður í aðdragandinn.
Þeir vildu víti stuttu síðar þegar Mahrez komst inn fyrir vörnina og Digne braut á honum, en dómarinn dæmdi (ranglega) rangstöðu. VAR lagaði það og skar líka úr um vítið – ekkert víti, enda hafði Mahrez handleikið boltann í aðdragandanum (með báðum höndum, meira að segja).
City fengu annars ekki mikið af færum í fyrri hálfleik, allavega ekki neitt sem Pickford átti í vandræðum með. En Everton leikmennirnir voru ansi mikið að elta skuggana í þessum hálfleik, eins og liðum er tamt þegar þau mæta City.
0-0 í hálfleik.
Stíflan hlaut að bresta að lokum og gerði það á 51. mínútu þegar Gabriel Jesus átti frábært skot innan teigs sem Pickford kom fingri á, en boltinn lak inn við samskeytin uppi. 1-0 fyrir City.
Everton fékk fínt færi strax eftir markið, skallafæri frá Calvert-Lewin eftir horn en boltinn í varnarmann City og rétt framhjá stöng.
Gabriel Jesus lét svo aftur til sín taka á 57. mínútu þegar hann fékk stungu eftir frábæran undirbúning samherja sinna og laumaði boltanum inn fyrir marklínu með föstu skoti alveg út við stöng niðri í hornið vinstra megin. 2-0 fyrir City.
Walcott kom þá inn á fyrir Coleman og Moise Kean fyrir Gylfa.
En Richarlison svaraði fyrir Everton með marki á 70. mínútu, eftir skot frá Walcott inni í teig hægra megin. Boltinn breytti um stefnu af varnarmanni og fór yfir á fjærstöng þar sem Richarlison var mættur og potaði inn (sjá mynd). Staðan orðin 2-1. Viðeigandi að Richarlison skyldi skora því það var hann sem hóf sóknina með því að komast inn í slaka sendingu Bravo til varnarmanns.
Gabriel Jesus var hársbreidd frá því að ná þrennu á 76. mínútu þegar hann kom boltanum framhjá Pickford en boltinn fór í stöngina og út. Þar skall aldeilis hurð nærri hælum.
Everton hélt svo baráttunni út leikinn en tókst ekki að jafna. 2-1 tap gegn fyrnasterku liði City því lokaniðurstaðan.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (7), Sidibe (6), Mina (5), Digne (6), Holgate (5), Delph (7), Davies (6), Gylfi (5), Richarlison (6), Calvert-Lewin (5). Varamenn: Walcott (6), Kean (5).
Ég verð sáttur með jafntefli úr þessari viðureign. En hef nokkrar áhyggjur af gulaspjaldi Mina, en vona það besta. Koma svo!!
Ég hefði nú heldur vilja sjá Sidibe tekinn af frekar en Coleman
Verra gat það verið. Skil ekki hvers vegna Tom Davies var settur inn í staðinn fyrir Bernard, hann er ekki nógu góður og það kom ekkert út úr honum.
Bernard var listaður í uppstillingu en kippt út á síðustu stundu. Kannski var hann veikur eða meiddist í upphitun eða eitthvað.
Mina tæklaði hann víst eitthvað í upphitun og hann meiddist á hné.
Já þetta með meiðsli Bernard kom fram í upphitun á BT Sports. Kæmi á óvart ef að Davies og Gylfi byrja báðir á sunnudag, ekkert að ganga upp hjá þeim, sérstaklega Gylfa.
kæru félagar veit einhver kl hvað leikurinn á sunnudaginn hjá Everton Liverpool
Sæll Þorri og gleðilegt ár. Ég kíkti á livescore og sá að hann er settur á kl 16:;01
This weekend’s FA Cup third-round fixtures will all kick off with a one-minute delay as part of the Football Association’s Heads Up campaign to promote mental well-being amongst fans.
Sem að gæti verið þýtt á þennan hátt…
Leikir helgarinnar í þriðju umferð FA bikarsins munu allir byrja mínútu seinna. En það er partur af átaki hjá Enska knattspyrnusambandinu til að stuðla að andlegri vellíðan meðal aðdáenda.
…. eða allra og þá leikmanna að sjálfsögðu líka… ég er ekki alveg klár á þessari þýðingu… j;)
sælir og gleðilegt ár.þá fer að stitast í aðal leikinn.ég er svolítið spentur fyrir honum.eigum við ekki að segja að við vinnum í dag fyrsti tableikurinn hjá Liverpool.vitið þið hvort leikurinn sé opinn hjá stöð2 sport.