Everton – Chelsea 3-1

Mynd: Everton FC.

Meistari Georg sá um leikskýrsluna í fjarveru ritara. Við kunnum honum bestu þakkir fyrir og gefum honum orðið…

Uppstillingin: Pickford, Digne, Holgate, Keane, Sidibé, Iwobi, Schneiderlin, Gylfi, Walcott, Calvert-Lewin, Richarlison.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Tosun, Bernard, Davies, Kean, Niasse.

Þetta var fyrsti leikur Everton undir stjórn Duncan Ferguson og stillt var upp í 4-4-2 leikaðferð, aldrei þessu vant.

Everton byrjaði leikinn af miklum krafti og var nokkuð ljóst að leikmenn ætluðu að gefa allt í leikinn frá fyrstu mínútu.

Everton komst yfir strax á 5. mínútu eftir flotta skyndisókn þegar Richarlison sendi boltann á Sidibé sem sendi hann fyrir markið og Richarlison stangaði boltann í netið. 1-0 fyrir Everton.

Everton voru nálægt því að bæta við marki á 15. mínútu þegar Walcott sendi Calvert-Lewin í gegn en Kepa varði í markinu.

Staðan 1-0 í hálfleik, þar sem fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu hjá Everton, sem hefur verið lítið um í síðustu leikjum.

Everton komu inn í seinni hálfleik af miklum krafti og komust í 2-0 á 49. mínútu, þegar Sidibé komst inn í bolta hjá Chelsea og lenti hann hjá Calvert-Lewin sem var með tvo menn í sér, en náði af harðfylgi að komast framhjá þeim og skora.

Everton átti flotta sókn á 51. mínútu þegar Richarlison var sendur í gegn og átti skot sem Kepa varði.

Chelsea minkaði svo muninn á 52. mínútu þegar Everton hreinsaði boltann úr teignum en Kovacic tekur skot á lofti og setur hann í bláhornið. Óverjandi fyrir Pickford í markinu, staðan 2-1.

Everton voru nálægt því að skora sitt þriðja mark í leiknum þegar Walcott fór framhjá Kante og á ferðinni upp völlinn. Átti svo fínt skot sem Kepa varði vel í markinu.

Ferguson gerði sína fyrstu skiptingu á 71. mínútu þegar hann tók Richarlison út af fyrir Davies.

Everton áttu flotta sókn á 72. mínútu þegar Digne fékk sendingu frá Iwobi og sendi inn í teig. Davies náði ekki að skalla boltann nógu vel og ekkert varð úr því.

Everton gerði aðra skiptingu á 82. mínútu þegar Baines kom inn á fyrir Digne, sem virtist hafa meitt sig á nára. Vonandi ekki alvarlegt. Fyrsti leikur Baines síðan í febrúar.

En Everton gerði út um leikinn á 84. mínútu þegar Kepa átti lélega sendingu úr markinu sem Walcott komst inn í og sendi á Calvert-Lewin, sem sendi á Davies, sem gerði vel með þrjá menn í sér. Boltinn barst til Calvert-Lewin sem náði að setja boltann í netið og staðan orðin 3-1 fyrir Everton!

Og þannig endaði leikurinn og man maður ekki eftir svona baráttu í langan tíma hjá Everton. Calvert-Lewin eflaust með sinn besta leik hjá Everton, vann alla skallaboltana og kórónaði leikinn sinn með tveimur mörkum. Heilt yfir var allt liðið mjög flott og vonandi að nú verði viðsnúningur á gengi liðsins.

Næsti leikur er á útvelli gegn Man Utd, sunnudaginn 15. desember kl 14:00.

Við þökkum meistara Georgi kærlega fyrir leikskýrsluna.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Sidibe (8), Holgate (7), Keane (7), Digne (7), Schneiderlin (7), Sigurdsson (7), Walcott (7), Richarlison (8), Iwobi (7), Calvert-Lewin (9). Varamenn: Davies (7), Baines (6).

Maður leiksins að þeirra mati var Dominic Calvert-Lewin.

11 Athugasemdir

 1. Ari G skrifar:

  Frábær sigur hjá Everton. Endalaus barátta og hungur að vinna leikinn. Erfitt að velja bestu menn leiksins Lewin frábær, Richarlisson frábær, Sideby magnaður, vörnin frábær nema ein stór mistök hjá Keane sem reddaðist. Gylfi spilaði allt aðra stöðu aftar á miðjunni var líka mjög góður, Walcott magnaður samt fannst mér hann hefði átt að skora. Iwodi og Schneiderlin mjög duglegir. Vel Lewin mann leiksins vegna markanna.

 2. Jón Ingi Einarsson skrifar:

  Flottur leikur gaman að sjá lifandi stjóra á hliðarlínunni og ánægða eigendur í stúkunni í lok leiks. Langt síðan maður hefur séð það. Það lögðu sig allir fram og uppskáru samkvæmt því.

 3. Gestur skrifar:

  Geggjaður sigur

 4. Þorri skrifar:

  já sammála geggjaður leikur.og það var líka gamann að sjá hvað var gamann hjá okkar strákum og hvað þeir vorum bara góðir.Getur einkver sagt mér hvort einhverjir að okkar félögum hafi horft á hann samann einhverstaðar

 5. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta var eins og að horfa á eitthvað allt annað lið.
  Þvílík barátta og vilji til að vinna hver fyrir annan hefur ekki sést leeengi.
  Vorum þó á stundum heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk en máltækið hver er sinnar gæfu smiður átti vel við leik okkar manna í dag, bæði í vörn og sókn.
  Frábær sigur en maður spyr sig, hvers vegna spilaði liðið ekki svona fyrr??

  • Gunni D skrifar:

   Ég held að gríðarlegt vanmat hafi verið í gangi hjá Lampard og félögum án þess að ég sé að taka nokkuð frá okkar mönnum. Þeir börðust vel. Ég held bara að Chelzki hafi haldið að Everon væru auðveld bráð eftir brottvísun Silva og hrikalega lélegt gengi að undanförnu.

 6. Þorri skrifar:

  Vegna þess við vorum ekki með réttan stjóra. Þess vegna voru strákarnir svona góðir að því að við vorum með réttan stjóra.Svo að ég legg það til að Fergusonn verði næsti stjóri.

 7. Finnur skrifar:

  Holgate og Calvert-Lewin í liði vikunnar að mati BBC:
  https://www.bbc.com/sport/football/50706000

 8. Eirikur skrifar:

  Góður sigur og frábær barátta eins og búast mátti við.
  Silva var búinn að vera ótrúlega mátlaus á sínu öðru tímabili og virtist aldrei vita hvert hans best lið væri né virtist hann ná að finna rétt leikkerfi fyrir þennan hóp. Hefði að ósekju mátt vera farinn fyrr. Mín skoðun að á meðan við höfum ekki sterkari framherja þurfi við að spila 4-4-2. Eina í annars góðum sigri fannst mér sérstök skipting miðað við mannskap á bekknum að setja Davies inn á fyrir Richarlison fyrst að ekki var bakkað í 4-5-1. Davies fannst mér aldrei komast í takt við leikinn. Enn frábær sigur og verður gaman að sjá hvernig verður á móti ManU.

 9. þorri skrifar:

  sælir félagar.Eru menn ekki spentir fyrir leiknum á eftri kl 1400

 10. þorri skrifar:

  hæ er einhver sem æltar að horfa á leikinn á ölveri

%d bloggers like this: