Leicester – Everton 2-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Holgate, Mina, Keane, Sidibé, Gylfi (fyrirliði), Davies, Richarlison, Iwobi, Calvert-Lewin.

Varamenn: Lössl, Baines, Tosun, Schneiderlin, Bernard, Kean, Gordon.

Jafnræði með liðum frá upphafi og fyrir utan eitt skot frá Leicester (sem fór framhjá, en Pickford var allan tímann með) þá var lítið um færi. Alveg þangað til á 22. mínútu þegar Richarlison skallaði inn fyrirgjöf frá Sidibé. 0-1 Everton.

Leicester menn pressuðu nokkuð eftir markið en sköpuðu lítið. Everton með ágæt tök á leiknum.

Leicester menn vildu víti á 33. mínútu þegar Holgate virtist sparka Ben Chillwell niður inni í teig, en endursýning sýndi að Chillwell kastaði sér niður án snertingar. VAR ákvörðunin því ekkert víti. Vel gert. 0-1 í hálfleik.

Lítið um færi framan af í seinni, líkt og í fyrri hálfleik. Everton enn með góð tök á leiknum og lítið að frétta í sóknarleik Leicester. Alveg þangað til á 53. mínútu þegar þeir fengu eitt óvænt færi. Pickford hins vegar vandanum vaxinn.

Holgate fékk upplagt færi hinum megin eftir aukaspyrnu, náði skoti á mark en í varnarmann og út af.

En Leicester menn eru í efsta sæti yfir mörk í seinni hálfleik og það var ekki að spyrja að því – Vardy með mark úr þröngu færi eftir skyndisókn. 1-1. Ekkert búið að vera að frétta fram að því.

Tvöföld skipting hjá Marco Silva á 77. mínútu. Kean inn á fyrir Iwobi og Schneiderlin inn á fyrir Calvert-Lewin.

Moise Kean var ekki lengi að láta til sín taka en hann átti skot að marki með Schmeichel illa staðsettan en í hliðarnetið utanvert. Óheppinn að skora ekki.

En þetta Leicester lið er ótrúlegt. Ekkert að gerast, ekkert að gerast og svo búmm! Mark úr skyndisókn. Og það var nákvæmlega það sem gerðist undir lok leiks. Aðstoðardómarinn dæmdi rangstöðu en VAR leit á atvikið og sneri því við. Nánast síðasta snerting leiksins.

2-1 fyrir Leicester lokastaðan og kannski gefur ekki alveg rétta mynd af framganginum í leiknum, en svona er þetta stundum.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Digne (6), Sidibe (7), Holgate (5), Keane (6), Mina (6), Davies (5), Gylfi (6), Iwobi (6), Richarlison (7), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Schneiderlin (5), Kean (6).

5 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta verður slátrun.
  Spái 5-0 fyrir Leicester.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Tom Davies er alveg úti að skíta.

 3. Gestur skrifar:

  Alveg merkilegur aumingjaskapur að geta ekki rekið Silva, liðið í frjálsu falli og komið í bullandi fallbaráttu það sem það verður í allan vetur. Svo á Gylfi ekki að vera fyrirliði, það þarf að finna annan í það.

 4. Þorri skrifar:

  Sælir félagar eru menn spentir fyrir kvöldinu. Hvernig fer leikurinn í kvöld.Ef maður er raunar þá held ég að við tobum en mig langar að vera bjartsýnn og vinna 1-0

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Er drullukvíðinn eins og alltaf fyrir derbyleik. Held að þetta verði algjör niðurlæging og spái 4-0.
   Svo er Tom Davies aftur í byrjunarliði, hann et kannski aðeins skárri kostur en Schneiderlin en ég er illa svikinn ef hann gerir ekki einhver afdrifarík mistök.