Everton – Watford 2-0 (deildarbikar)

Mynd: Everton FC.

Everton lék í 16 liða úrslitum Watford í enska deildarbikarnum á Goodison Park. Fyrri hálfleikur bragðdaufur en Everton hefði getað unnið þann seinni með fjórum til fimm mörkum, þrátt fyrir að hafa aldrei komist almennilega á flug. Tvö mörk nægðu þó og Everton komið í átta liða úrslit. Dregið verður annað kvöld eftir leikina þrjá sem eru á morgun.

Uppstillingin 4-2-3-1: Pickford, Digne, Mina, Holgate, Coleman, Delph, Gomes, Richarlison, Iwobi, Kean, Calvert-Lewin.

Varamenn: Lössl, Keane, Gylfi, Walcott, Tosun, Sidibé, Davies.

Afar rólegt um að litast fyrsta korterið. Engin færi og nokkuð mikið um feilsendingar. Lifnaði pínulítið yfir þessu í kjölfarið og Everton fékk skyndisókn þrír á tvo en Richarlison átti afleita sendingu á Kean – boltinn beint á varnarmann. En svo var þetta afar bragðlítið.

Everton meira með boltann (56%) en Watford menn þéttir fyrir í „two banks of four“ uppstillingu.

Everton líklegri en sóknartilburðir beggja liða afar klaufalegir.

Bæði lið misstu mann af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik. Yerri Mina hjá okkur (tognun) en það verða að teljast afar slæmar fréttir.

0-0 í mjög svo daufum hálfleik.

Walcott inn á fyrir Moise Kean í hálfleik.

Everton byrjaði seinni hálfleik af nokkrum krafti með flottu samspili sem hefði getað skilað dauðafæri ef þetta hefði smollið. En ekki tókst það.

Gray, sóknarmaður Watford, fékk svo skotfæri af löngu, sem Pickford varði vel.

Everton fékk algjört dauðafæri á 61. mínútu eftir aukaspyrnu frá Digne. Hár bolti fyrir mark sem Keane skallaði alveg upp við mark. En því miður beint á Gomes í marki Watford.

Everton fékk tvö dauðafæri með skömmu millibili í kjölfarið. Það fyrra bjó Richarlison til með sendingu frá vinstri út í teig sem Gomes þrumaði að marki. Náði að koma boltanum framhjá markverði en bjargað á línu. Seinna færið skot frá Iwobi í samskeytin og út.

Digne átti svo geggjaða aukaspyrnu sem vegurinn náði að skalla í ofanverða slána. Inn einfaldlega vildi boltinn ekki.

En loksins (loksins!) kom mark eftir góða vinnu hjá Iwobi. Fór illa með Deulofeu í teignum hægra megin og sendi háan bolta fyrir mark. Walcott tók við vinstra megin og sendi aftur fyrir. Og þar var Holgate mættur til að skalla inn óvaldaður. Fyrsta mark þessara unga miðvarðar fyrir Everton. 1-0.

Watford hefðu átt að fá víti á 76. mínútu þegar Gomes sparkaði boltanum í hendina á sér. En Everton slapp með skrekkinn þar.

Tosun inn á fyrir Calvert-Lewin á 80. mínútu. En það kom í hlut Richarlison að klára leikinn með flottu marki. Stoðsending frá Tosun langt fram á völl og Richarlison tók sprettinn alla leið inn í teig. Þar tók hann gabbhreyfingu á varnarmann Watford og þrumaði inn. 2-0 fyrir Everton.

Þetta reyndist ein af síðustu andartökum leiksins. Everton áfram í bikarnum.

6 Athugasemdir

 1. Gunnþòr skrifar:

  Þetta er erfitt alltsaman

 2. þorri skrifar:

  Mjög erviður leikur og ekki gaman að horfa á.En sigur.Og ágætlega mætt en má alltaf gera betur.Þess vegna eigum við að halda þessu áfram gangandi.Séstlaglega þegar við vinnum þá er gaman.En alltaf gaman að hittast.Takk fyrir frábært kvöld.

 3. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Frábært!!

 4. Ari S skrifar:

  Mason Holgate var flottur í kvöld. Watford þó ekkert svakalega sterkir en það má samt ekki taka það af honum (Holgate) að hann stóð sig vel í kvöld. Það er gott fytir móralinn að vinna í kvöld.

 5. Finnur skrifar:

  Átta liða úrslitin líta svona út:

  EVERTON vs Leicester
  Oxford Utd vs Man City
  Man United v Colchester Utd
  Aston Villa v Liverpool

  Gott að fá heimaleik. Leikdagar áætlaðir um og eftir 16. desember.

 6. Haraldur Haraldsson skrifar:

  Góðan og blessaðan daginn. Okkar menn taka Leicester. Man liðin voru heppin með drátt. Eins gæti þetta verið þæginlegt fyrir Aston Villa þar sem Liverpool mun spila á algjöru b liði sennilega.