Bournemouth – Everton 3-1

Mynd: Everton FC.

Everton átti leik við Bournemouth í dag, sunnudag, klukkan 13:00.

Byrjunarliðið: Pickford, Coleman, Keane, Mina, Digne, Schneiderlin, Delph, Richarlison, Gylfi, Iwobi, Calvert-Lewin.

Bekkurinn: Holgate, Walcott, Sidibe, Bernard, Stekelenburg, Davies, Kean

Everton lenti undir á 23. mínútu leiksins með marki frá Wilson, markið kom upp úr hornspyrnu.

Það var svo á 44. mínútu sem Everton náði að jafna metin, þar sem Calvert-Lewin átti gott skallamark eftir flottan undirbúning frá Richarlison, staðan því 1-1.

Everton kom nokkuð sterkt inn í seinni hálfleik og voru mun líkegri aðilinn að setja mark, það kom því gegn gangi leiksins þegar Bournemouth skoraði úr sínu fyrsta skoti í seinni hálfleik á 67. mínútu, markið kom eftir aukaspyrnu sem Fraser tók en boltinn tók smá stefnubreytingu þegar hann fer í Delph sem tekur Pickford úr jafnvægi, staðan því 2-1, sem varð að teljast gegn gangi leiksins á þessum tímapunkti.

Silva gerði tvær breytingar á 71. mínútu þegar hann tók Gylfa og Calvert-Lewin út af og inn á komu Bernard og Moise Kean.

Bournemouth kláraði svo leikinn þegar þeir skorðu mark á 72. mínútu, það kom langur bolti af miðjum vellinnum beint á Wilson sem slapp í gegn og skoraði, staðan 3-1.

Walcott kom svo inn á fyrir Richarlison á 81. mínútu leiksins.

Everton reyndi hvað þeir gátu að koma sér aftur í leikinn en ekki tókst að koma boltanum í markið og endaði leikurinn 3-1 fyrir Bournemouth sem verður að teljast vonbrigði.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (6), Keane (5), Mina (5), Digne (6), Delph (4), Schneiderlin (5), Richarlison (7), Sigurdsson (6), Iwobi (6), Calvert-Lewin (7). Varamenn: Kean (6), Walcott (6), Bernard (6).

11 Athugasemdir

 1. Gunnþòr skrifar:

  Verður ekki gamla skitan í dag erum í dauðafæri að komast í þriðja sæti.

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Sýnist að þú verðir sannspár Gunnþór.

   • Gunnþòr skrifar:

    Eigum ekki séns í vængbrotið lið bourmouth þetta er en eitt árið sem við lendum í sjötta til tólfta sæti það er bara næsta tímabil.þurfum að fá þennan stjóra sem er með bourmouth

 2. Þorri skrifar:

  Eigum við ekki að segja að svo verði ekki. Ég held að við vinnum 0-2

 3. Ari S skrifar:

  Vonandi ekki Gunnþór. En Bournemouth eru með gott lið og mér fannst þeir betri en Everton í fyrri hálfleiknum. Frábært jöfnunarmark hjá okkar mönnum undir lok fyrri hálfleiksins þar sem að Richarlison komst upp kantinn og gaf frábæran bolta fyrir þar sem að Dominic Calvert-Lewin átti frábæran skalla sláin inn. 1-1 í hálfleik og mjög gott fyrir okkar menn að jafna rétt fyrir hlé. Vonandi verða okkar menn frískari í seinni hálfleiknum.

 4. Gunnþòr skrifar:

  Sammála við þurfum 3 stig á þessum velli ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega. Delph okkar sterkasti liðsmaður í þessum fyrri hálfleik.

 5. Einar Gunnar skrifar:

  Mjög öflugt að jafna fyrir hálfleik og DCL skoraði, það eru góðar fréttir. Við eigum nóg inni, KOMA SVO!!

 6. Gestur skrifar:

  Þetta er óásættanlegt, það hlýtur að vera farið að hitna undir Silva.

 7. Gunnþòr skrifar:

  Burtu með hann þetta er svo lélegt að það er ekki hægt að tala um það einu sinni.

 8. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta útivallabasl er orðið gríðarlega mikið áhyggjuefni. Mér fannst liðið svo sem ekki vera að spila neitt illa í dag og tvö fyrstu mörk Bournemouth komu nokkuð gegn gangi leiksins. Ég varð virkilega hissa á að við skyldum ná að jafna í fyrri hálfleik. Við höfum ekki unnið útileik í deildinni síðan í febrúar og það veldur mér líka miklum áhyggjum þetta karakterleysi og ráðaleysi hjá leikmönnum, og að því er virðist líka hjá Marco Silva, þegar á móti blæs. Ég get ekki fyrir mitt litla líf munað hvenær Everton vann síðast leik í deildinni eftir að hafa lent undir. Var það kannski bara í heimaleiknum gegn Watford þegar Niasse skoraði með rassinum?
  Ég ætla ekki að fara að tala um einstaka leikmenn í dag en ég skil ekki hvers vegna DCL var í byrjunarliði en ekki Kean.

 9. Ari G skrifar:

  Hræðileg varnarmistök varð Everton að falli annars þokkaleg spilamennska. Ég botna ekki í skitpingunum Hjá Silva. Af hverju þarf hann alltaf að spila 4-2-3-1 eða 4-5-1. Ég vill breyta þessu og reyna að spila 4-4-2 og prófa að hafa Lewin og Kean saman í byrjunarliði á móti veikari liðunum. Richarlison var besti leikmaður Everton í dag samt tekinn útaf hefði frekar tekið t.d. Delph til að reyna að jafna setja Richarlison frammi með Kean eða vinstri kantinn og halda Lewin inni með Kean. Annars var Lewin góður í dag Iwodi gat ekki baun samt var hann ekki tekinn útaf furðuleg ákvörðum. Gylfi ekkert sérstakur hefði samt frekar prófað að setja Tom Davids í stað hans og hent Iwodi útaf og hent Richarlison á vinstri kantinn og Walcot hægra meginn.

%d bloggers like this: