Aston Villa – Everton 2-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Keane, Coleman, Gomes, Schneiderlin, Bernard, Gylfi, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenburg, Holgate, Walcott, Iwobi, Sidibe, Davies. Kean.

Everton með fína stjórn á leiknum frá upphafi, mikið meira með boltann og settu fína pressu á vörn Villa. Nálægt því að skapa eitt eða tvö færi. En það kom í hlut Villa manna að skora eftir skyndisókn, þvert gegn gangi leiksins. 1-0 Villa.

Þeir gengu náttúrulega á lagið og komust inn í leikinn, voru ekki langt frá því að bæta við marki eftir varnarmistök hjá Mina en Mina var fljótur til baka og lokaði á það.

Calvert-Lewin fékk algjört dauðafæri á 30. mínútu eftir flotta lága fyrirgjöf frá hægri, frá Coleman. Fékk frítt skot á mark en boltinn í varnarmann og út.

Spilamennska Everton versnaði eftir því sem leið á hálfleikinn og leikmenn gerðist sekir um alltof margar feilsendingar.

1-0 í hálfleik.

Ekki mikið að gerast framan af. Gylfi og Bernard út af fyrir Iwobi og Moise Kean á 60. mínútu. Silva að stilla upp með tvo frammi.

Iwobi kom sér í fína stöðu inni í teig, fékk boltann frá Digne og lét vaða, en blokkerað af varnarmanni.

Walcott inn á fyrir Richarlison á 78. mínútu.

Iwobi var óheppinn að skora ekki á 82. mínútu þegar hann fékk skallasendingu inni í teig og skaut í stöngina. Markvörður hefði ekki átt séns.

Iwobi og Moise Kean náðu vel saman á 89. mínútu þegar sá fyrri setti þann síðari inn fyrir með stungu. Kean stoppaði og sneri sér, sendi þvert fyrir mark og kom Walcott í dauðafæri. En hann skaut yfir markið, þegar það leit út fyrir að vera auðveldara að setja hann í netið.

Digne var næstur til að gerast sekur um að sóa færi innan teigs. Á þeim síðunni leit út fyrir að Everton myndi ekki ná að skora þrátt fyrir að hálftíma hefði verið bætt við í lokin.

Villa menn komust svo í eina skyndisókn í lokin sem þeir skoruðu úr. 2-0 niðurstaðan.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (5), Coleman (5), Mina (5), Keane (6), Digne (6), Schneiderlin (5), Gomes (4), Richarlison (4), Sigurdsson (4), Bernard (5), Calvert-Lewin (4). Varamenn: Walcott (5), Iwobi (7), Kean (7).

Ekki góður dagur í vinnunni hjá ansi mörgum í dag. Það segir ákveðna sögu að tveir af varamönnunum (Iwobi og Kean) hafi fengið hæstu einkunn, þrátt fyrir að hafa bara verið inn á í um hálftíma.

17 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja!!
    Aston Villa á útivelli í kvöld og við getum komist á toppinn með sigri.
    Það vita allir hvað það þýðir……….tap eða í besta falli jafntefli.
    Ég spái Villa sigri 3-1.

    • Gestur Rafnsson skrifar:

      Ingvar, þú hefur alltaf rétt fyrir þér.

      • Ari S skrifar:

        Eki alveg Gestur 😉 hann spáði Aston villa 3-1 sigri en þeir unnu 2-0.

        • Gestur Rafnsson skrifar:

          Hann spáði drullu og hafði rétt fyrir sér. Nokkuð típíst fyrir okkar lið því miður. Sá ekki leikinn en Gomes og Gylfi þurfa að fara að taka sig á.

          • Finnur skrifar:

            Richarlison sömuleiðis.

          • Ari S skrifar:

            Þið eruð svo sem ekki að bæta við neitt sem ég sagði hérna á síðunni annars staðar… allt liðið þarf að bætia sig. Ég varðfyrir mestum vonbrigðum með Gylfa og Richarlison (eins og ég sagði í símatli við Orra rétt áðan) vegna þess að ég held upp á þá báða og þeir báðir geta meia að mínu mati.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    DCL er gagnslaus, Richarlison með algjöra skitu, Gylfi ekkert spes og Gomes í ruglinu. Þetta er ekki að fara að enda vel.

    • Ari S skrifar:

      Mér persónulega þykir ekki DCL standa eitthvað meira úr en aðrir í þessu. Auðvitað þarc hann að fara sð skora, annað gengur bara ekki. Eiginlega allt liðið er búið að vera slakt. Þar fór síðasti sénsinn á að komast í efsta sæti á þessu tímabili og kannski á maður bara að þakka liðinu fyrir að koma manni strax á jörðina í þessum efnum. Við erum ekki betri en þetta. Kær kveðja, Ari S.

  3. Finnur skrifar:

    Everton lét Aston Villa líta út eins og lið sem væri enn í Championship alveg fram að markinu (sem kom þvert gegn gangi leiksins). Eftir það snerist þetta algjörlega við og varð afskaplega dapurlegt um að litast í nánast öllum stöðum og varð meira og meira frústrerandi eftir því sem á leið. Man ekki eftir leik í augnablikinu þar sem tvær hæstu einkunnir Sky Sports voru úthlutaðar varamönnum sem fengu nú ekki mikinn spilatíma.

  4. ólafur már skrifar:

    drengir þetta er alveg magnað hvernig við náum að klúðra svona séns á að komast á toppinn frábært eða ekki

  5. Elvar Birgisson skrifar:

    DCL er bara dapur sem fremsti maður, Kean verður að byrja næsta leik.
    Sammála að Gylfi var ekki góður en fannst vanta hann þegar hann fór útaf því Schneiderlin var alltaf með boltann í sókninni hjá okkur og dreifði spilinu illa.
    Richarlison með þriðja leikinn í röð þar sem hann er ekki að standa sig og Gomes furðu dapur.
    Iwobi lofar góðu og óheppinn að skora ekki.
    DCL og Walcott með dauðafæri og klúðruðu svakalega.
    Klassískt að Everton tapi þegar möguleiki er að komast í góða stöðu, gerist alltaf.
    En Everton hefur unnið 5 af seinustu 6 heima og ekki fengið á sig mark og það mun halda áfram gegn Wolves, vitiði til.
    En Lincoln úti fyrst og þar verðum við að skora til að komast á beinu brautina.

  6. Ari G skrifar:

    Vill að DCL verði seldur strax er algjörlega týndur. Bull að hafa Richarlison á hægri væng getur ekki baun þar. Mér fannst Terri Mina bera af hjá Everton allir hinir frekar lélegir og klaufar við markið. Vill setja inn nýju leikmennina í næsta leik. Vill aldrei sjá DCL í byrjunarliðinu Cent Tosum mun betri en auðvitað á Kean að byrja í næsta leik. Vill halda óbreyttri vörn henda Richarlison út Iwobi inn. Mætti hvíla Gylfa í næsta leik prófa að setja Tom Davids í staðinn.

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það svo sem lá alltaf í loftinu að við myndum tapa þessum leik. Með sigri hefði Everton komist á toppinn og Everton vinnur bara ekki leik ef það er möguleiki að komast í góða stöðu með sigri.
    Önnur ástæða fyrir því að þetta tap var skrifað í skýin var auðvitað sú að Aston Villa var búið að tapa 15 úrvalsdeildarleikjum í röð og Jack Grealish ekki verið í sigurliði í úrvalsdeildinni 20 leiki í röð. Þegar lið eru á svoleiðis runni þá er alltaf gott að fá Everton í heimsókn.
    Svo er það líka þannig með þetta blessaða Everton lið, það hefur engan katakter. Það eru, ef mig misminnir ekki, komin 2 ár síðan liðið vann leik eftir að hafa lent undir. Það er áhyggjuefni.

  8. Ari S skrifar:

    Til að toppa ástandið þá er Gbamin meiddur og verður frá í nokkrar vikur. Meiddist á æfingu.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Og Pukki hjá Norwich hefur nú skorað fleiri mörk í þremur fyrstu leikjunum sínum í úrvalsdeildinni heldur en allt Everton liðið síðan pre season byrjaði. Þett er ekki gott.

      • Ari S skrifar:

        Mér finnst reyndar frábært að Pukki sé búinn að skora svona mikið í byrjun. Hvað kemur það annars Everton við?

        • Ingvar Bæringsson skrifar:

          Svo sem ekkert, bara að benda á hvað það er fáránlegt að einn maður sé búinn að skora meira en heilt lið.

WordPress › Villa

There has been a critical error on this website.

Learn more about troubleshooting WordPress.