Mainz – Everton 3-1 (Opel Cup) (vináttuleikur)

Mynd: Everton FC.

Síðari leikur Everton í Opel Cup er í dag kl. 14:00.

Uppstillingin: Lössl, Digne, Gibson, Holgate, Coleman, Schneiderlin, McCarthy, Davies, Mirallas, Walcott, Broadhead.

Varamenn: Pickford, Stekelenburg, Mina, Delph, Calvert-Lewin, Gylfi, Bernard, Gomes, Pennington, Adeniran, Connolly, Hornby, Foulds, Gordon.

Everton með fyrsta færi leiksins á 5. mínútu þegar Coleman átt flott hlaup upp kantinn, komst upp að teig og átti þrumuskot á mark sem markvörður gat ekki annað en slegið yfir mark.

Mainz fengu tvö færi eftir um 20 mínútna leik. Fyrst skallafæri frá rangstæðum sóknarmanni sem Lössl varði auðveldlega og svo skotfæri innan teigs sem var mun erfiðara fyrir Lössl að verja, en hann gerði það vel.

Tvisvar komst Everton í skyndisókn og þrátt fyrir fínt spil náðist ekki að koma skoti á mark þrátt fyrir ákjósanlega stöðu. Mainz refsuðu með marki rétt fyrir lok hálfleiks, sendu langa sendingu fram á framherja sinn — Holgate náði ekki að hreinsa þannig að framherjinn komst einn á móti markverði og náði að setja tuðruna í netið. 1-0 fyrir Mainz og þá var fyrri hálfleikur flautaður af.

Nokkrar skiptingar í hálfleik. Þessir komu inn á: Foulds (vinstri bakvörður), Pennington (miðvörður), Connolly (hægri bakvörður), Adeniran (miðjumaður) og Gordon (framherji). Unglegur bragur á Everton liðinu í seinni hálfleik.

Eftir um þriggja mínútna leik í seinni hálfleik voru einhver vandræði á útsendingunni og áður en hún komst í lag aftur höfðum við misst af tveimur mörkum, einu frá Mainz og skallamarki frá Lewis Gibson eftir hornspyrnu Everton. Staðan þar með orðin 2-1.

Hornby kom inn á fyrir Schneiderlin á 53. mínútu en leikur Everton í seinni hálfleik var ekki nægilega góður og þeir sköpuðu sér fá færi (svona það sem maður sá af seinni hálfleik). Mainz kláruðu dæmið svo tveimur mínútum fyrir lok leiks. Mark þeirra kom eftir flott skot fyrir utan teig þar sem miðverðirnir lokuðu ekki nægilega hratt á sóknarmanninn.

Mainz sigruðu því 3-1.

Næsti leikur er gegn Werder Bremen á föstudaginn kl. 14:00 laugardaginn kl. 13:00.

7 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Ég fylgdist með báðum lekjum Everton í dag. Svona hraðmót þar sem tveir 60 mínútna leikir hjá hverju liði. Ef við hugsum um hópana 22 leikmenn hjá hverju liði þá kom okkar hópur illa út. ég tek þessu eins og einum stórum pakka og set þetta því hérna undir seinni þráðinn (Everton-Mainz)

  Marco Silva sagði eftir leikina tvo í dag að við þurfum 5 leikmenn á 12 dögum en eftir 12 daga hefst tímabilið.

  Og kannski seljum við líka fimm leikmenn, hver veit?

  Vörnin:

  Fyrri leikurinn við Sevilla var reyndar mjög góður ef við tölum fyrst um varnarleikinn. Þar voru Holgate og Yerri Mina miðverðir. Mér fannst Holgate vera ágætur gegn Sevilla en svo var hann einnig í leiknum gegn Mainz og þar gerði hann mistök. Hann er ungur og að mínu mati ennþá ekki nógu góður til að treysta á að mínu mati. Yerri Mina virkar fínt á mig og ég er ekkert smeykur við að hafa hann sem meðspilara hjá Keane í vetur. En við megum ekki við neinum meiðslum í miðvarðarstöðunni. Lewis Gibson virkar fínt á mig og hann er greinilega góður leikmaður en hann er ennþá bara 19 ára. Holgate er 22ja ára og gæti alveg náð framförum í vetur að mínu mati. Kannski verða þeir tveir varamiðverðir í vetur en það er of veikt að mínu mati. Við þurfum einn í viðbót. (þarna er ég að hugsa um allann hópinn ekki bara fyrstu 11)

  Seamus Coleman spilaði hægri bakvörð gegn Sevilla og kom einnig við sögu í leiknum gegn Mainz. Hann er svo sem alveg tilbúinn í slaginn og er flottur fyrirliði hjá okkur finnst mér en það væri alveg pínu gaman að hafa einn sem er sterkari en hann í þessari stöðu. Ég hef það svona sem bónus í huganum. Hann er góður en ég er alveg til í einn betri hægri bak og hafa Seamus sem backup. Lucas Digne er klassi ekkert meira um að að segja. Sömuleiðis Jordan Pickford hann er klassi líka og ekkert meira um að að segja.

  Miðjan:

  Gylfi er tilbúinn en mér fannst eins og hann nennti þessu ekki spilamennskan hjá honum og Bernard er flott. Meira að segja gæti Bernard spilað í stöðu Gylfa ef hann meiðist og/eða þarf hvíld. Tveir flottir leikmenn. Fabian Delph er stóð sig ágætlega og mun eins og ég hef sagt áður styrkja hópinn. Gomes er líka tilbúinn finnst mér og mér fannst einmnitt á bæði honum og Gylfa að þeir voru greinilega að spila æfingaleik. Það vantaði eitthvaað smá hjá þeim fannst mér. Ég fer svona hratt yfir og þetta er engan veginn smaantekt í þeim skilningi en ég segi það sem mér dettur í hug að skrifa og „sendi“ ykkur það.

  Walcott er ekki nógu góður (finnst mér) við þurfum betri leikmann en hann. Walcott er hinsvegar fínn varamaður í hópnum og verður notaður sem slíkur í vetur. Schneiderlin og Davies fengu ekki að vera með í aðalleiknum í dag gegn Sevilla og voru notaðir í leiknum gegn Mainz en það var svona B-lið. Richarlison er náttúrulega heimsklassa leikmaður og er búinn að sanna sig þó að hann megi alveg bæta sig. Það er alltaf hægt. Hann kemur hins vegar ekki inn alveg í fyrsta leik held ég. Einvherjum miðjumönnum gleymi ég og þá mega aðrir bæta við … Schneiderlin má fara, McCarthy má fara en mér líkar samt alltaf vel við hann. Mirallas má fara. Davies er enn ekki orðinn nógu góður.

  Sóknin: DCL er fínn og virðist vera líkamlega sterkari en þetta er svo einfalt þarna frammi, þú þarft að skora. DCL er samt leikmaður sem að þreytir varnarmennina oftar en ekki en það vantar mörkin. við þurfum betri striker DCL er fínn sem svona stuðnings sóknarmaður en ekki númer eitt. Í þessari stöðu þurfum vi9ð abbsalútt virkilega góðan leilkmann, heldst einn heimklassaleikmann ekkert minna (finnst mér)

  Af þeim ungu þá finnst mér Nathan Broadhead flottur og hann gæti fengið nokkra leiki í vetur. Lewis Gibson er líka fínn. Öðrum er ég ekkert sérstaklega spenntur fyrir.

  kær kveðja, Ari.

 2. Orri skrifar:

  Góðan dag Ari. Við skulum vona að nú fari hlutirnir að gerast hratt þvi tīminn líður hratt.

 3. Ari G skrifar:

  Alveg sammála flestu sem nafni minn segir nema ég tel Tom Davids og Holgate séu tilbúnir að vera varaskeifur fyrir Gylfa(Davids) Holgate fyrir Mina og jafnvel Coleman. Samt væri ég spenntur ef sala utd klikkar með söluna á Lukaku væri flott að reyna að leigja hann 1 ár borga launin hans plús 3-5 millur hann hefur reynsluna sérstaklega ef Everton kaupir Kean sem hefur enga reynslu í ensku deildinni. Síðast hef ég heyrt að kannski fer Gana ekki til Paris það yrði frábært ef hann mundi hætta við að fara alltaf smá von. Vona að Everton kaupi ekki Zaha alltof dýr Malcom eða Ajax maðurinn mun betri kostur kemur í ljós.

%d bloggers like this: