Meðlimaáskrift fyrir 2019/20 tímabilið

Mynd: Everton FC.

Everton klúbburinn (ytra) býður nú upp á breytta meðlimaáskrift fyrir tímabilið sem er að hefjast í sumar.

Þau ykkar sem gerast meðlimir fyrir tímabilið fá vefaðgang að leikjum aðalliðsins á undirbúningstímabilinu, völdum leikjum U23ja ára liðsins, sem og ýmsu margmiðlunarefni á borð við viðtöl við fyrrum og núverandi leikmenn og fá tækifæri til að skyggnast bak við tjöldin á æfingasvæðinu (Finch Farm).

Meðlimaáskrift er skilyrði fyrir því að hægt sé að tryggja aðgang að miðum í gegnum forsölu klúbbsins ytra á alla heimaleiki Everton, sem og valda útileiki og FA- og deildar-bikarleiki á tímabilinu 2019/20. Gildir þetta einnig um formlegar ferðir á vegum Everton klúbbsins.

Í boði er einnig 10% afsláttur af varningi í Everton búðinni, sem og 20% afsláttur af kynnisferðum um Goodison Park (fyrir fullorðna og erlenda stuðningsmenn).

Hægt er að lesa nánar um tilboðið hér og skrá sig sem official Everton meðlimur hér.

Við mælum sterklega með að fólk afgreiði þetta áður en fyrsti leikurinn á æfingartímabilinu hefst (7. júlí) til að geta nýtt tilboðið til fullnustu.

5 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Ég er búinn að afgreiða mína áskrift fyrir tímabilið og hlakka til að sjá fyrsta æfingaleikinn. Ég veit að ég er ekki sá fyrsti til að klára málið — Sigurgeir Ari (Ari S) var á undan mér. 🙂

  • Ari S skrifar:

   Ég hef keypt þetta undanfarin ár og mér finnst gaman að sjá leikina á undirbúningstímabilinu. Ég hvet alla til að prufa því Þetta er fínn pakki og kostar ekki mikið. 30 pund (International) sem er í kring um 4800 kall.

 2. Hólmar skrifar:

  Skellti mér á þetta og græjaði fyrir guttann í leiðinni.

  Ekki verra að það er meiri séns á að redda sér miðum beint frá klúbbnum ef maður er meðlimur.

  Kannski nær maður einhverjum leikjum á undirbúningstímabilinu.

  En hvar er strikerinn og hægri bakvörðurinn sem okkur vantar?

  • Ari S skrifar:

   Dani Alves er hægri bakvörður. 36 ára en sá besti í heimi þrátt fyrir háan aldur. Hefur verið „nokkuð góður“ hjá Brössum síðustu daga.

 3. Ari S skrifar:

  Byrjunarlið Everton gegn Kariobangi Sharks í dag…,

  XI: Stekelenburg, Connolly, Holgate, Gibson, Baines, Gomes, Davies, Schneiderlin, Niasse, Lookman, Walcott.

  Varamenn:Lossl, Astley, Feeney, Robinson, Markelo, Broadhead, Bowler, Williams, Adeniran, Baningime, Hornby.

  Leikurinn hefst klukkan 13 í dag.